Saumar ríkislögreglustjóra, Bernie Sanders og kórónuveiruna Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. febrúar 2021 20:00 Brúður í formi ríkislögreglustjóra, Bernie Sanders og kórónuveirukonan eru á meðal hundraða sköpunarverka Arndísar Sigurbjörnsdóttur Um leið og stigið er fæti inn á heimili Arndísar er auðséð að þar hefur kona sem býr yfir mikilli sköpunargleði komið sér vel fyrir. Í hverjum krók og kima er handverk af einhverju tagi. Prjónaðar klukkur, saumuð ljós og síðast ekki síst; brúður í tuga- eða hundraðatali. Þær fanga oft tíðarandann líkt og covid-konan sem Arndís saumaði um páskana. „Þá voru veirusmitin á mikilli uppleið og ég gerði þetta til að gleðja mig og gleyma tímanum,“ segir Arndís og sýnir brúðuna sem er með grímu, hanska og sprittbrúsa í vasa. Arndís ímyndar sér að andi kórónuveirunnar líti nokkurn veginn svona út. vísir/Egill Kórónuveiran í dúkkulíki er þó heldur ófrýnilegri og líkist helst leðurblöku. Dúkkurnar og verkin eru fjölbreytt og nokkur bera sterk skilaboð, eins og útsaumuðar myndir með vísan í George Floyd, Fokk ofbeldi og Black Lives matter. Útsaumaðar myndir eftir Arndísi.vísir/Egill Hún endurnýtir efni úr ýmsum áttum og kvenlæg orka einkennir brúðusafnið. Þegar Arndís saumaði ríkislögreglustjóra leyfði hún þó eiginmanninum hennar að fylgja með og þá fangaði Bernie Sanders athygli hennar á innsetningarathöfn forseta Bandaríkjanna. „Það voru allir uppstrílaðar þarna í kringum nýja forsetann en svo kemur hann þarna afslappaður með eins og íslenska lopavettlinga.“ Arndís segir þessa brúðu vera íslensku konuna. Með bónuspoka í höndum.vísir/Egill Henni segist aldrei leiðast með þetta áhugamál. Hún dregur innblástur úr ýmsum áttum en næsta verk er óákveðið. „Það kemur bara til mín. Þá útfæri ég þetta í huganum fyrst og svo er ég ekki lengi að vinna það.“ Föndur Grín og gaman Eldri borgarar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Prjónaskapur Handverk Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Um leið og stigið er fæti inn á heimili Arndísar er auðséð að þar hefur kona sem býr yfir mikilli sköpunargleði komið sér vel fyrir. Í hverjum krók og kima er handverk af einhverju tagi. Prjónaðar klukkur, saumuð ljós og síðast ekki síst; brúður í tuga- eða hundraðatali. Þær fanga oft tíðarandann líkt og covid-konan sem Arndís saumaði um páskana. „Þá voru veirusmitin á mikilli uppleið og ég gerði þetta til að gleðja mig og gleyma tímanum,“ segir Arndís og sýnir brúðuna sem er með grímu, hanska og sprittbrúsa í vasa. Arndís ímyndar sér að andi kórónuveirunnar líti nokkurn veginn svona út. vísir/Egill Kórónuveiran í dúkkulíki er þó heldur ófrýnilegri og líkist helst leðurblöku. Dúkkurnar og verkin eru fjölbreytt og nokkur bera sterk skilaboð, eins og útsaumuðar myndir með vísan í George Floyd, Fokk ofbeldi og Black Lives matter. Útsaumaðar myndir eftir Arndísi.vísir/Egill Hún endurnýtir efni úr ýmsum áttum og kvenlæg orka einkennir brúðusafnið. Þegar Arndís saumaði ríkislögreglustjóra leyfði hún þó eiginmanninum hennar að fylgja með og þá fangaði Bernie Sanders athygli hennar á innsetningarathöfn forseta Bandaríkjanna. „Það voru allir uppstrílaðar þarna í kringum nýja forsetann en svo kemur hann þarna afslappaður með eins og íslenska lopavettlinga.“ Arndís segir þessa brúðu vera íslensku konuna. Með bónuspoka í höndum.vísir/Egill Henni segist aldrei leiðast með þetta áhugamál. Hún dregur innblástur úr ýmsum áttum en næsta verk er óákveðið. „Það kemur bara til mín. Þá útfæri ég þetta í huganum fyrst og svo er ég ekki lengi að vinna það.“
Föndur Grín og gaman Eldri borgarar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Prjónaskapur Handverk Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira