Innlent

Inga Sæland vill fá að vita hvort RÚV hygli einum á kostnað annars í sinni dagskrárgerð

Jakob Bjarnar skrifar
Inga Sæland. Hún vill fá að vita hvaða stjórnmálamenn eru vinsælastir meðal þáttagerðarmanna á Ríkisútvarpinu, og þá hverjir fá þar sjaldan að láta ljós sitt skína.
Inga Sæland. Hún vill fá að vita hvaða stjórnmálamenn eru vinsælastir meðal þáttagerðarmanna á Ríkisútvarpinu, og þá hverjir fá þar sjaldan að láta ljós sitt skína. vísir/vilhelm

Formaður Flokks fólksins hefur kallað eftir upplýsingum um hvaða stjórmálamenn hafa komið fram í viðtölum á Ríkisútvarpinu.

Umrædd fyrirspurn er til Lilju D. Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra og er um stjórnmálamenn í þáttum Ríkisútvarpsins. Svohljóðandi:

„ Hvaða stjórnmálamenn hafa komið fram sem viðmælendur í útvarps- og sjónvarpsþáttum Ríkisútvarpsins á ári hverju frá upphafi árs 2018, hvaða stjórnmálaflokkum tilheyra þeir, í hvaða þáttum hafa þeir verið, hve lengi og hversu oft?“

Inga svarar spurningu blaðamanns Vísis um hvers vegna hún spyrji um þetta með spurningu: „Gettu nú?“

Inga vill ekki fullyrða um hvort hún telji að þar halli á einhverja.

„Ekki endilega það sem ég er að fá upplýsingar um heldur hitt hvernig RUV allra landsmanna fylgi jafnræði á milli flokkanna. Hvort það sé til dæmis merkjanlegt að þeir hygli einum umfram annan, og svo framvegis.“

Inga segist ekki hafa neinar fyrirliggjandi upplýsingar um að svo sé eða geti verið. „Nei ekkert svoleiðis. Ég hlakka bara til að sjá svarið.“Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.