Umrædd fyrirspurn er til Lilju D. Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra og er um stjórnmálamenn í þáttum Ríkisútvarpsins. Svohljóðandi:
„ Hvaða stjórnmálamenn hafa komið fram sem viðmælendur í útvarps- og sjónvarpsþáttum Ríkisútvarpsins á ári hverju frá upphafi árs 2018, hvaða stjórnmálaflokkum tilheyra þeir, í hvaða þáttum hafa þeir verið, hve lengi og hversu oft?“
Inga svarar spurningu blaðamanns Vísis um hvers vegna hún spyrji um þetta með spurningu: „Gettu nú?“
Inga vill ekki fullyrða um hvort hún telji að þar halli á einhverja.
„Ekki endilega það sem ég er að fá upplýsingar um heldur hitt hvernig RUV allra landsmanna fylgi jafnræði á milli flokkanna. Hvort það sé til dæmis merkjanlegt að þeir hygli einum umfram annan, og svo framvegis.“
Inga segist ekki hafa neinar fyrirliggjandi upplýsingar um að svo sé eða geti verið. „Nei ekkert svoleiðis. Ég hlakka bara til að sjá svarið.“