Vildu ekki fá gervigras á völlinn sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. febrúar 2021 11:00 Margir íslenskir knattspyrnumenn hafa spilað með Brann í gegnum tíðina og hér má sjá bæði Ólaf Örn BJarnason og Birki Má Sævarsson. EPA/LAVANDEIRA JR Það er ekki auðvelt að halda við grasvelli í Bergen og því langskynsamlegast að skipta yfir í gervigras. Yfirmönnum norska fótboltafélagsins Brann tókst þó ekki að sannfæra sitt fólk. Gervigrasvöllum hefur fjölgað mikið á Íslandi síðustu ár og það lítur svo út að gervigras sé framtíðin fyrir fótboltavelli svo norðarlega á hnettinum. Fólkið hjá norska félaginu Brann er þó ekki á sömu skoðun. Tillaga um að skipta yfir í gervigras á heimavelli Brann var felld á ársþingi norska félagsins. Stjórn félagsins, framkvæmdastjórn og íþróttaforysta félagsins vildu öll fá gervigras en þingfulltrúar á ársþinginu voru ekki sammála Tillaga stjórnarinnar var felld með 130 atkvæðum gegn 107. Brann-medlemmene sa nei til kunstgress https://t.co/lJVKn7UgQm— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) February 2, 2021 Atkvæðagreiðslan fór fram eftir nokkra tíma fundarhöld þar sem stjórnsýslan hjá Brann reyndi að sannfæra þingfulltrúana um það að eina vitið væri að skipta yfir í gervigras til að bæta slæma æfingaaðstöðu félagsins. Brann spilar í Bergen í vestur Noregi. Liðið er í norsku úrvalsdeildinni og endaði í tíunda sæti af sextán liðum á síðustu leiktíð. Nú er ljóst að það verður áfram náttúrulegt gras á Brann Stadium. Brann hefur verið mikið Íslendingalið í gegnum tíðina en þar hafa spilað íslenskir leikmenn eins og Birkir Kristinsson, Ólafur Þórðarson, Bjarni Sigurðsson, Ólafur Örn Bjarnason, Stefán Þórðarson, Sævar Jónsson, Ágúst Gylfason, Ármann Smári Björnsson, Kristján Örn Sigurðsson, Bjarki Gunnlaugsson, Hannes Þór Halldórsson, Gylfi Einarsson, Birkir Már Sævarsson, Viðar Ari Jónsson og nú síðast Jón Guðni Fjóluson. Teitur Þórðarson hefur líka þjálfað liðið í tvígang. Brann varð síðast norskur meistari árið 1997 en með liðinu spiluðu þá Ármann Smári Björnsson, Kristján Örn Sigurðsson og Ólafur Örn Bjarnason. Það var fyrsti titill félagsins í 44 ár. Síðan hefur liðið farið niður í B-deildina (2015) en kom strax upp aftur og varð í öðru sæti 2016 og í þriðja sætið 2018. Under nettmøtet om skifte av underlag på Stadion før 2021-sesongen kom det inn spørsmål som det ikke var tid til å svare på i møte. Her er svar på dem: https://t.co/7vZekFzQH0— Sportsklubben Brann (@skbrann) January 29, 2021 Norski boltinn Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Vörn Grindavíkur áfram hriplek Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Sjá meira
Gervigrasvöllum hefur fjölgað mikið á Íslandi síðustu ár og það lítur svo út að gervigras sé framtíðin fyrir fótboltavelli svo norðarlega á hnettinum. Fólkið hjá norska félaginu Brann er þó ekki á sömu skoðun. Tillaga um að skipta yfir í gervigras á heimavelli Brann var felld á ársþingi norska félagsins. Stjórn félagsins, framkvæmdastjórn og íþróttaforysta félagsins vildu öll fá gervigras en þingfulltrúar á ársþinginu voru ekki sammála Tillaga stjórnarinnar var felld með 130 atkvæðum gegn 107. Brann-medlemmene sa nei til kunstgress https://t.co/lJVKn7UgQm— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) February 2, 2021 Atkvæðagreiðslan fór fram eftir nokkra tíma fundarhöld þar sem stjórnsýslan hjá Brann reyndi að sannfæra þingfulltrúana um það að eina vitið væri að skipta yfir í gervigras til að bæta slæma æfingaaðstöðu félagsins. Brann spilar í Bergen í vestur Noregi. Liðið er í norsku úrvalsdeildinni og endaði í tíunda sæti af sextán liðum á síðustu leiktíð. Nú er ljóst að það verður áfram náttúrulegt gras á Brann Stadium. Brann hefur verið mikið Íslendingalið í gegnum tíðina en þar hafa spilað íslenskir leikmenn eins og Birkir Kristinsson, Ólafur Þórðarson, Bjarni Sigurðsson, Ólafur Örn Bjarnason, Stefán Þórðarson, Sævar Jónsson, Ágúst Gylfason, Ármann Smári Björnsson, Kristján Örn Sigurðsson, Bjarki Gunnlaugsson, Hannes Þór Halldórsson, Gylfi Einarsson, Birkir Már Sævarsson, Viðar Ari Jónsson og nú síðast Jón Guðni Fjóluson. Teitur Þórðarson hefur líka þjálfað liðið í tvígang. Brann varð síðast norskur meistari árið 1997 en með liðinu spiluðu þá Ármann Smári Björnsson, Kristján Örn Sigurðsson og Ólafur Örn Bjarnason. Það var fyrsti titill félagsins í 44 ár. Síðan hefur liðið farið niður í B-deildina (2015) en kom strax upp aftur og varð í öðru sæti 2016 og í þriðja sætið 2018. Under nettmøtet om skifte av underlag på Stadion før 2021-sesongen kom det inn spørsmål som det ikke var tid til å svare på i møte. Her er svar på dem: https://t.co/7vZekFzQH0— Sportsklubben Brann (@skbrann) January 29, 2021
Norski boltinn Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Vörn Grindavíkur áfram hriplek Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Sjá meira