Innlent

Borgarstjórn fordæmir árásir

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Borgarstjórn fordæmir skotárásir.
Borgarstjórn fordæmir skotárásir. Vísir/Vilhelm

Borgarstjórn hefur set frá sér samhljóða ályktun í kvöld vegna skotárása sem fjallað hefur verið um síðustu daga. Þær hafa beinst að höfuðstöðvum stjórnmálaflokka en ein slík hefur beinst að bíl borgarstjóra.

Í ályktun borgarstjórnar segir:

„Borgarstjórn fordæmir árásir á höfuðstöðvar stjórnmálaflokka og bifreið borgarstjóra og lítur þær mjög alvarlegum augum. Því miður hafa margir kjörnir fulltrúar áður fengið hótanir vegna starfa sinna. Allt slíkt ofbeldi er aðför að okkar frjálsa, lýðræðislega samfélagi og með öllu óásættanlegt. Gæta verður hófs í umræðu um kjörna fulltrúa og virða friðhelgi einkalífs. Við viljum ekki samfélag þar sem fólk sem helgar sig samfélagsmálum þarf að óttast um öryggi sitt og sinna nánustu.“

Einn er nú í gæsluvarðhaldi vegna árásarinnar á bíl borgarstjóra en fyrr í kvöld var greint frá því að um væri að ræða fyrrverandi lögreglumann sem árið 2003 hlaut dóm fyrir kynferðisbrot gegn börnum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.