Dóra Björt segir gífuryrði og uppspuna einkenna pólitíkina í borginni Jakob Bjarnar skrifar 1. febrúar 2021 11:24 Dóra Björt, Líf og Vigdís hafa tekist harkalega á í borgarstjórninni það sem af er kjörtímabils og sér ekki fyrir enda á því. vÍsir/vilhelm Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata segir það hafa verið áfall að uppgötva hversu frjálslega „ákveðnir“ stjórmálamenn umgangast sannleikann. „Lygin hefur ferðast hálfan hnöttinn áður en sannleikurinn nær að reima á sig skóna,“ segir Dóra Björt í pistli á Facebook. Útgangspunktur pistils Dóru Bjartar er frétt af því að Bolli Kristinsson kaupmaður hafi beðist afsökunar á rangfærslum sem fram komu í umdeildum myndbandi sem í umræðunni hefur verið beintengt við riffilskot sem fundust í hurð bíls Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Frjálslega farið með sannleikann „Áður en ég kom inn í stjórnmálin gerði ég mér enga grein fyrir hve frjálslega er farið með sannleikann meðal margra þeirra sem best ættu að þekkja til. Ef ég ætti að leiðrétta allt það rugl sem ákveðnir flokkar fleyta af stað í umræðuna gerði ég ekkert annað,“ segir Dóra í pistli sínum. Ekki ætti nokkur maður að þurfa að velkjast í vafa um að flokkarnir sem Dóra vísar til eru þeir sem eru í minnihluta í borginni; Sjálfstæðisflokkur en þó kannski einkum Miðflokkurinn sem Vigdís Hauksdóttir fer fyrir. En Dóra hefur áður sagt að Vigdís umgangist sannleikann frjálslega. Afar grunnt hefur verið á því góða milli Vigdísar og fulltrúa meirihlutans í borginni: Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna. Vigdís er þulur í myndbandinu sem jafnan er nefnt í sömu andrá og skotin sem fundust í bíl borgarstjórans. Vert er að geta þess að enn hefur ekkert hefur komið fram sem tengir þetta tvennt. Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, telur þó að það hljóti að liggja í augum uppi. „Þetta myndband er svo mikill viðbjóður. Svo andstyggilegt, ómálefnalegt og siðlaust. Fyrir utan afleiðingarnar sem það gæti haft í för með sér þegar kjörinn fulltrúi hegðar sér með þessum óábyrga og ósvífna hætti; marklaust og siðspillt. Ég fordæmi þetta,“ sagði Líf á Twittersíðu sinni. Lygin eyðileggjandi sýking á lýðræðinu Dóra Björt segir jafnframt að reynsla hennar af sveitarstjórnarpólitíkinni hafi reynst sálrænt áfall. „Í raun hef ég farið í gegnum ákveðið sorgarferli við það að horfast í augu við þennan veruleika sem grefur undan lýðræðinu. Það er heilbrigt að takast á um staðreyndir mála og eiga í efnislegum rökræðum. Því miður hefur á þessu kjörtímabili mikið meira farið fyrir gagnrýni í formi gífuryrða og hreins uppspuna.“ Dóra segir að Bolli hafi reyndar bara viðurkennt að hluta ósannindi sem fram komi í áróðursmyndbandinu. Enn sé því haldið fram að Óðinstorg hafi kostað tífalda raunupphæð. Lygin hefur ferðast hálfan hnöttinn áður en sannleikurinn nær að reima á sig skóna. Áður en ég kom inn í stjórnmálin...Posted by Dóra Björt Guðjónsdóttir on Mánudagur, 1. febrúar 2021 „Liggur þó fyrir að þetta áróðursmyndband hefur náð til margra sem þessi leiðrétting mun aldrei komast í tæri við. Ég vona að þetta ýti undir aukna gagnrýna hugsun og meðvitund hjá þeim sem skilaboðin ná til. Ég vona að við getum búið til samfélag þar sem fjölmiðlar hafa bolmagn til að veita aðhald. Þar sem lygin fær ekki að grassera í formi alvarlegrar og eyðileggjandi sýkingar á lýðræðinu sjálfu,“ segir Dóra í lok pistils síns. Sjálf er Dóra Björt ekki óumdeild en hún stóð til að mynda nýverið í ströngu ekki fyrir fáeinum mánuðum þegar hún hafði í flimtingum á Twitter að vert væri að lykla bíla sem lagt væri uppi á gangstétt. Fleiri sem fantasera í leyni um að lykla bíla sem lagt hefur verið ólöglega uppi á gangstétt? Spyr fyrir vin.— Dóra Björt (@DoraBjort) November 17, 2020 Þannig að fyrir liggur að átökin í stjórnmálunum í borginni hafa verið afar róstursöm það sem af er kjörtímabils og sér ekki fyrir endann á því. Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Gæslan fylgist með rússnesku olíuskipi í efnahagslögsögu Íslands Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Stefán vill verða varaformaður Innlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Sjá meira
„Lygin hefur ferðast hálfan hnöttinn áður en sannleikurinn nær að reima á sig skóna,“ segir Dóra Björt í pistli á Facebook. Útgangspunktur pistils Dóru Bjartar er frétt af því að Bolli Kristinsson kaupmaður hafi beðist afsökunar á rangfærslum sem fram komu í umdeildum myndbandi sem í umræðunni hefur verið beintengt við riffilskot sem fundust í hurð bíls Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Frjálslega farið með sannleikann „Áður en ég kom inn í stjórnmálin gerði ég mér enga grein fyrir hve frjálslega er farið með sannleikann meðal margra þeirra sem best ættu að þekkja til. Ef ég ætti að leiðrétta allt það rugl sem ákveðnir flokkar fleyta af stað í umræðuna gerði ég ekkert annað,“ segir Dóra í pistli sínum. Ekki ætti nokkur maður að þurfa að velkjast í vafa um að flokkarnir sem Dóra vísar til eru þeir sem eru í minnihluta í borginni; Sjálfstæðisflokkur en þó kannski einkum Miðflokkurinn sem Vigdís Hauksdóttir fer fyrir. En Dóra hefur áður sagt að Vigdís umgangist sannleikann frjálslega. Afar grunnt hefur verið á því góða milli Vigdísar og fulltrúa meirihlutans í borginni: Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna. Vigdís er þulur í myndbandinu sem jafnan er nefnt í sömu andrá og skotin sem fundust í bíl borgarstjórans. Vert er að geta þess að enn hefur ekkert hefur komið fram sem tengir þetta tvennt. Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, telur þó að það hljóti að liggja í augum uppi. „Þetta myndband er svo mikill viðbjóður. Svo andstyggilegt, ómálefnalegt og siðlaust. Fyrir utan afleiðingarnar sem það gæti haft í för með sér þegar kjörinn fulltrúi hegðar sér með þessum óábyrga og ósvífna hætti; marklaust og siðspillt. Ég fordæmi þetta,“ sagði Líf á Twittersíðu sinni. Lygin eyðileggjandi sýking á lýðræðinu Dóra Björt segir jafnframt að reynsla hennar af sveitarstjórnarpólitíkinni hafi reynst sálrænt áfall. „Í raun hef ég farið í gegnum ákveðið sorgarferli við það að horfast í augu við þennan veruleika sem grefur undan lýðræðinu. Það er heilbrigt að takast á um staðreyndir mála og eiga í efnislegum rökræðum. Því miður hefur á þessu kjörtímabili mikið meira farið fyrir gagnrýni í formi gífuryrða og hreins uppspuna.“ Dóra segir að Bolli hafi reyndar bara viðurkennt að hluta ósannindi sem fram komi í áróðursmyndbandinu. Enn sé því haldið fram að Óðinstorg hafi kostað tífalda raunupphæð. Lygin hefur ferðast hálfan hnöttinn áður en sannleikurinn nær að reima á sig skóna. Áður en ég kom inn í stjórnmálin...Posted by Dóra Björt Guðjónsdóttir on Mánudagur, 1. febrúar 2021 „Liggur þó fyrir að þetta áróðursmyndband hefur náð til margra sem þessi leiðrétting mun aldrei komast í tæri við. Ég vona að þetta ýti undir aukna gagnrýna hugsun og meðvitund hjá þeim sem skilaboðin ná til. Ég vona að við getum búið til samfélag þar sem fjölmiðlar hafa bolmagn til að veita aðhald. Þar sem lygin fær ekki að grassera í formi alvarlegrar og eyðileggjandi sýkingar á lýðræðinu sjálfu,“ segir Dóra í lok pistils síns. Sjálf er Dóra Björt ekki óumdeild en hún stóð til að mynda nýverið í ströngu ekki fyrir fáeinum mánuðum þegar hún hafði í flimtingum á Twitter að vert væri að lykla bíla sem lagt væri uppi á gangstétt. Fleiri sem fantasera í leyni um að lykla bíla sem lagt hefur verið ólöglega uppi á gangstétt? Spyr fyrir vin.— Dóra Björt (@DoraBjort) November 17, 2020 Þannig að fyrir liggur að átökin í stjórnmálunum í borginni hafa verið afar róstursöm það sem af er kjörtímabils og sér ekki fyrir endann á því.
Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Gæslan fylgist með rússnesku olíuskipi í efnahagslögsögu Íslands Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Stefán vill verða varaformaður Innlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Sjá meira