Vigdís segir Twitterfærslu Lífar lýsa mikilli illkvittni Jakob Bjarnar skrifar 28. janúar 2021 13:56 Vigdís segir það lýsa verulegri illkvittni að vilja gera sig ábyrga fyrir skotárásinni á bíl borgarstjóra. Myndband sem hún les inná, þar sem Dagur er vændur um spillingu í tengslum við framkvæmdir á Óðinstorgi, segir Líf að sé viðbjóður. Líf Magneudóttir segir myndband, þar sem Vigdís Hauksdóttir er sögumaður, viðbjóðslegt og gefur í skyn að rekja megi skotárás á bíl borgarstjóra í dag til þess. Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins segist alveg vita hvert Líf Magneudóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna, sé að fara með nýlegu tísti sínu. „Þetta myndband er svo mikill viðbjóður. Svo andstyggilegt, ómálefnalegt og siðlaust. Fyrir utan afleiðingarnar sem það gæti haft í för með sér þegar kjörinn fulltrúi hegðar sér með þessum óábyrga og ósvífna hætti; marklaust og siðspillt. Ég fordæmi þetta,“ segir Líf á Twittersíðu sinni. Þetta myndband er svo mikill viðbjóður. Svo andstyggilegt, ómálefnalegt og siðlaust. Fyrir utan afleiðingarnar sem það gæti haft í för með sér þegar kjörinn fulltrúi hegðar sér með þesssum óábyrga og ósvífna hætti; marklaust og siðspillt. Ég fordæmi þetta. https://t.co/bpaNzdK7a7— Líf Magneudóttir (@lifmagn) January 28, 2021 Líf er að vísa í meðfylgjandi myndband. Vigdís fordæmir þessi orð fortakslaust. Segist nú vera farin að þekkja kollega sína í borgarstjórn býsna vel eftir tveggja og hálfs árs viðkynni. „Nú er hún að skapa hugrenningartengsl milli fréttanna sem birtust í dag, um árásina á bíl borgarstjóra, og mín. En henni verður nú ekki skotaskuld úr því. Því samkvæmt fréttum telur lögreglan að um sama aðila sé að ræða og réðst að húsi samfylkingarinnar og annarra stjórnmálasamtaka fyrr á árinu 2020. Líf, eins og aðrir, þurfa að horfa á myndbandið til enda til að átta sig á því að ég lánaði einungis rödd mína í þetta verkefni. Og ábyrgðaraðilar þess eru samtökin um Björgum Laugaveginum.“ Orkar ekki tvímælis að tengja Miðflokkinn með beinum hætti við þau samtök? „Ég er að tengja samtökin Björgum Laugaveginum við sjálfa mig sem borgarfulltrúa. ég hef verið ötulasti stuðningsmaður þess að fyrirtækjaflóttinn úr miðborginni stoppi. Að draga þetta myndband fram núna sýnir mikla illkvittni; verið er að gera mig að sökudólgi í málinu. Sem ég vísa alfarið heim til föðurhúsanna. Verður þetta fólk ekki að fara að líta í eigin barm?“ spyr Vigdís og ekki á henni að heyra að hún sé óróleg þó pólitískir andstæðingar hennar reyni að tengja hana við skotárásina. „650 milljónir fóru í þessa framkvæmd og ég held áfram að gagnrýna framúrkeyrslu, bruðl og spillingu í Reykjavíkurborg.“ Dagur hefur sjálfur sagt að framkvæmdin við Óðinstorg hafi kostað 60 milljónir króna en framkvæmdir á lögnum og fleira í götunum í kringum hefði kostað um hálfan milljarð. Borgarstjórn Reykjavík Lögreglumál Skotið á bíl borgarstjóra Tengdar fréttir Rannsaka hvort skotið hafi verið á bíl borgarstjóra Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú hvort skotið hafi verið á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að skemmdir hafi verið unnar á bílnum og að málið sé litið mjög alvarlegum augum. 28. janúar 2021 10:07 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins segist alveg vita hvert Líf Magneudóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna, sé að fara með nýlegu tísti sínu. „Þetta myndband er svo mikill viðbjóður. Svo andstyggilegt, ómálefnalegt og siðlaust. Fyrir utan afleiðingarnar sem það gæti haft í för með sér þegar kjörinn fulltrúi hegðar sér með þessum óábyrga og ósvífna hætti; marklaust og siðspillt. Ég fordæmi þetta,“ segir Líf á Twittersíðu sinni. Þetta myndband er svo mikill viðbjóður. Svo andstyggilegt, ómálefnalegt og siðlaust. Fyrir utan afleiðingarnar sem það gæti haft í för með sér þegar kjörinn fulltrúi hegðar sér með þesssum óábyrga og ósvífna hætti; marklaust og siðspillt. Ég fordæmi þetta. https://t.co/bpaNzdK7a7— Líf Magneudóttir (@lifmagn) January 28, 2021 Líf er að vísa í meðfylgjandi myndband. Vigdís fordæmir þessi orð fortakslaust. Segist nú vera farin að þekkja kollega sína í borgarstjórn býsna vel eftir tveggja og hálfs árs viðkynni. „Nú er hún að skapa hugrenningartengsl milli fréttanna sem birtust í dag, um árásina á bíl borgarstjóra, og mín. En henni verður nú ekki skotaskuld úr því. Því samkvæmt fréttum telur lögreglan að um sama aðila sé að ræða og réðst að húsi samfylkingarinnar og annarra stjórnmálasamtaka fyrr á árinu 2020. Líf, eins og aðrir, þurfa að horfa á myndbandið til enda til að átta sig á því að ég lánaði einungis rödd mína í þetta verkefni. Og ábyrgðaraðilar þess eru samtökin um Björgum Laugaveginum.“ Orkar ekki tvímælis að tengja Miðflokkinn með beinum hætti við þau samtök? „Ég er að tengja samtökin Björgum Laugaveginum við sjálfa mig sem borgarfulltrúa. ég hef verið ötulasti stuðningsmaður þess að fyrirtækjaflóttinn úr miðborginni stoppi. Að draga þetta myndband fram núna sýnir mikla illkvittni; verið er að gera mig að sökudólgi í málinu. Sem ég vísa alfarið heim til föðurhúsanna. Verður þetta fólk ekki að fara að líta í eigin barm?“ spyr Vigdís og ekki á henni að heyra að hún sé óróleg þó pólitískir andstæðingar hennar reyni að tengja hana við skotárásina. „650 milljónir fóru í þessa framkvæmd og ég held áfram að gagnrýna framúrkeyrslu, bruðl og spillingu í Reykjavíkurborg.“ Dagur hefur sjálfur sagt að framkvæmdin við Óðinstorg hafi kostað 60 milljónir króna en framkvæmdir á lögnum og fleira í götunum í kringum hefði kostað um hálfan milljarð.
Borgarstjórn Reykjavík Lögreglumál Skotið á bíl borgarstjóra Tengdar fréttir Rannsaka hvort skotið hafi verið á bíl borgarstjóra Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú hvort skotið hafi verið á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að skemmdir hafi verið unnar á bílnum og að málið sé litið mjög alvarlegum augum. 28. janúar 2021 10:07 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Rannsaka hvort skotið hafi verið á bíl borgarstjóra Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú hvort skotið hafi verið á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að skemmdir hafi verið unnar á bílnum og að málið sé litið mjög alvarlegum augum. 28. janúar 2021 10:07