Uppþot á borgarstjórnarfundi: „Mér er óglatt yfir þessum ummælum“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. september 2020 19:24 Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins er sögð hafa gengið út af borgarstjórnarfundi í kvöld eftir að Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata spurði Eyþór Arnalds oddvita Sjálfstæðisflokksins í borginni út í tengsl hans við Samherja. Vísir/Vilhelm Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins er sögð hafa gengið út af borgarstjórnarfundi í kvöld vegna fyrirspurna um tengsl Eyþórs Laxdal Arnalds oddvita Sjálfstæðisflokksins í borginni við Samherja. Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar sagði á Twitter í kvöld að borgarfulltrúar Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins hafi gengið út af fundi í kjölfar fyrirspurnar Dóru Bjartar Guðjónsdóttur borgarfulltrúa Pírata um tengsl Eyþórs Arnalds við Samherja. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins hafa áréttað það við fréttastofu að svo var ekki. Enginn hafi gengið út af fundi, heldur hafi þeir farið fram að fá sér kaffi. Þessar ásakanir séu því ekki á rökum byggðar. Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata spurði Eyþór Arnalds að því á fundinum hvort hann hafi fengið stóran hlut í Morgunblaðinu að gjöf frá Samherja fyrir að tryggja á Selfossi góðan grundvöll og vilja í garð uppbyggingar Samherja í miðbæ Selfoss og olli fyrirspurnin miklu fjaðrafoki. „Eyþór Laxdal Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins [í borginni] og áður oddviti flokksins á Selfossi virðist hafa fengið fleiri hundruð milljóna gjöf frá Samherja í gegn um fyrirtæki sem hefur verið notað sem mútufélag og ég hef ítrekað spurt um ástæður þess án fullnægjandi svara.“ Svona hóf Dóra Björt Guðjónsdóttir ræðu sína á fundinum. Til umræðu var tillaga Eyþórs um uppbyggingu íbúðabyggðar í Keldnalandi og Örfirisey. Mikill óróleiki var í salnum á meðan Dóra flutti ræðu sína og þurfi Sabine Leskopf forseti borgarstjórnar ítrekað að biðja um hljóð í salnum. Ræða Dóru verður tekin fyrir á forsætisnefndarfundi „Nú hefur komið í ljós að Samherji stendur að baki uppbyggingu í miðbænum á Selfossi sem Eyþór Arnalds borgarfulltrúi hefur um árabil verið dyggur talsmaður fyrir og hefur hampað hér á fundinum rétt í þessu. Hér gæti verið komin ein ástæða þess að Samherji gaf Eyþóri Arnalds borgarfulltrúa svo drjúga gjöf sem stór hluti í Morgunblaðinu er,“ sagði Dóra Björt. Dóra Björt sagði að ekki væru allir á því máli að hagsmunaaðilar ættu að fá skipulagsvald, hvorki á Selfossi né á Örfirisey áður en hún lauk máli sínu. „Við erum ekki öll á því að það sé skynsamleg ráðstöfun að afhenda hagsmunaaðilum skipulagsvaldið. Hvorki á Selfossi þar sem fulltrúi Samherja stendur nú að uppbyggingu eða í Örfirisey þar sem borgarfulltrúinn Eyþór Laxdal Arnalds virðist sjálfur hafa hagsmuni af uppbyggingu.“ Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata og formaður mannréttinda- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar.Aðsend Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins krafist þess að orð Dóru Bjartar verði tekin fyrir á forsætisnefndarfundi og hefur forseti borgarstjórnar orðið við þeirri beiðni. Sakar Dóru um samsæriskenningasmíð Eyþór virtist ekki sáttur með ræðu Dóru og sagði hann hana meðal annars tala þar um samsæriskenningar sem hún væri mjög upptekin af. „Borgarfulltrúinn Dóra Björt Guðjónsdóttir er dálítið upptekin af því að ráðast á aðila,“ sagði Eyþór. „Hér dylgjar hún algerlega út í loftið, hún verður sjálfri sér til minnkunar um miðbæ Selfoss og greiðslur og fleira sem er ekki bara henni til vansemdar heldur öllum hérna inni í salnum.“ „Einfalt „gúggl“ fyrir Píratann, borgarfulltrúann Dóru Björt Guðjónsdóttur, hefði getað sýnt henni fram á það að samsæriskenningin um skipulag miðbæjar Selfoss er ekki mjög heppileg því að það var samþykkt í íbúakosningum árið 2018, fjórum árum eftir að ég hætti í bæjarstjórn.“ „Það er nú þannig að það er betra að búa til samsæriskenningar sem geta staðist, svona mögulega fræðilega staðist, en ekki búa til samsæriskenningar sem geta algerlega ekki staðist,“ bætti Eyþór við. „Í guðanna bænum reyndu að vinna heimavinnuna betur ágæti borgarfulltrúi „Mér er óglatt yfir þessum ummælum“ Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins tók undir með Eyþóri og sagði hún Dóru Björt fara fram með ærumeiðingar á hendur Eyþóri. „Þetta er hreint með ólíkindum, við erum hér að ræða hagstætt húsnæði fyrir ungt fólk og hér er tillaga að því að farið verði í hraða uppbyggingu í Örfirisey og í Keldnalandinu og þá bara brestur þetta ógeð á. Hvernig í ósköpunum eigum við 22 borgarfulltrúar að sitja undir þessum ærumeiðingum.“ Hún sagðist ekki geta orða bundist. Dóra Björt hafi dregið borgarstjórn, borgarstjóra og meirihluta með sér ofan í svaðið „Ég minni á það, þessi kona, þessi borgarfulltrúi er formaður mannréttinda- og lýðræðisráðs og fer hér fram með mikil meinsæri og hatursorðræðu. Virðulegi forseti þetta er hatursorðræða,“ sagði Vigdís. „Mér er óglatt yfir þessum ummælum sem er sífellt verið að bera á borð af borgarfulltrúa. Manneskjan er með Samherja á heilanum.“ Lífleg umræða skapaðist um málið á Twitter og tóku nokkrir borgarfulltrúar þátt í umræðunum. Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, Ragna Sigurðardóttir, sagði borgarfulltrúa Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins hafa gengið út af fundinum. Borgarfulltrúar Miðflokks og Sjálfstæðisflokks ganga út af fundi borgarstjórnar vegna einfaldra spurninga @DoraBjort til Eyþórs Arnalds um tengsl hans við Samherja og lán sem fyrirtækið veitti honum til að kaupa hlut í Morgunblaðinu. Af hverju er svona flókið að svara þessu?— Ragna Sigurðardóttir (@ragnasig) September 15, 2020 Jórunn Pála Jónasdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir þó að svo hafi ekki verið. Hún og aðrir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi setið í sætum sínum allan tímann. Hugsa að þetta sé einhver misskilningur Ég var inni allan tíma og það sama á við um stöllu mína borgarfulltrúa Valgerði Sigurðardóttur— Jórunn Pála (@jorunnpala) September 15, 2020 Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að Eyþór og Vigdís hafi gengið út af fundinum. Það reyndist rangt og hefur fréttin verið lagfærð í samræmi við það. Reykjavík Borgarstjórn Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Tengdar fréttir Auðveldasta leiðin til þess að auka framboð á hagkvæmu húsnæði Eins og þekkt er hefur þurft að ráðast í ýmsar lausnir til þess að vinda ofan af húsnæðisvandanum og háu húsnæðisverði í borginni. 15. september 2020 15:30 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins er sögð hafa gengið út af borgarstjórnarfundi í kvöld vegna fyrirspurna um tengsl Eyþórs Laxdal Arnalds oddvita Sjálfstæðisflokksins í borginni við Samherja. Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar sagði á Twitter í kvöld að borgarfulltrúar Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins hafi gengið út af fundi í kjölfar fyrirspurnar Dóru Bjartar Guðjónsdóttur borgarfulltrúa Pírata um tengsl Eyþórs Arnalds við Samherja. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins hafa áréttað það við fréttastofu að svo var ekki. Enginn hafi gengið út af fundi, heldur hafi þeir farið fram að fá sér kaffi. Þessar ásakanir séu því ekki á rökum byggðar. Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata spurði Eyþór Arnalds að því á fundinum hvort hann hafi fengið stóran hlut í Morgunblaðinu að gjöf frá Samherja fyrir að tryggja á Selfossi góðan grundvöll og vilja í garð uppbyggingar Samherja í miðbæ Selfoss og olli fyrirspurnin miklu fjaðrafoki. „Eyþór Laxdal Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins [í borginni] og áður oddviti flokksins á Selfossi virðist hafa fengið fleiri hundruð milljóna gjöf frá Samherja í gegn um fyrirtæki sem hefur verið notað sem mútufélag og ég hef ítrekað spurt um ástæður þess án fullnægjandi svara.“ Svona hóf Dóra Björt Guðjónsdóttir ræðu sína á fundinum. Til umræðu var tillaga Eyþórs um uppbyggingu íbúðabyggðar í Keldnalandi og Örfirisey. Mikill óróleiki var í salnum á meðan Dóra flutti ræðu sína og þurfi Sabine Leskopf forseti borgarstjórnar ítrekað að biðja um hljóð í salnum. Ræða Dóru verður tekin fyrir á forsætisnefndarfundi „Nú hefur komið í ljós að Samherji stendur að baki uppbyggingu í miðbænum á Selfossi sem Eyþór Arnalds borgarfulltrúi hefur um árabil verið dyggur talsmaður fyrir og hefur hampað hér á fundinum rétt í þessu. Hér gæti verið komin ein ástæða þess að Samherji gaf Eyþóri Arnalds borgarfulltrúa svo drjúga gjöf sem stór hluti í Morgunblaðinu er,“ sagði Dóra Björt. Dóra Björt sagði að ekki væru allir á því máli að hagsmunaaðilar ættu að fá skipulagsvald, hvorki á Selfossi né á Örfirisey áður en hún lauk máli sínu. „Við erum ekki öll á því að það sé skynsamleg ráðstöfun að afhenda hagsmunaaðilum skipulagsvaldið. Hvorki á Selfossi þar sem fulltrúi Samherja stendur nú að uppbyggingu eða í Örfirisey þar sem borgarfulltrúinn Eyþór Laxdal Arnalds virðist sjálfur hafa hagsmuni af uppbyggingu.“ Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata og formaður mannréttinda- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar.Aðsend Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins krafist þess að orð Dóru Bjartar verði tekin fyrir á forsætisnefndarfundi og hefur forseti borgarstjórnar orðið við þeirri beiðni. Sakar Dóru um samsæriskenningasmíð Eyþór virtist ekki sáttur með ræðu Dóru og sagði hann hana meðal annars tala þar um samsæriskenningar sem hún væri mjög upptekin af. „Borgarfulltrúinn Dóra Björt Guðjónsdóttir er dálítið upptekin af því að ráðast á aðila,“ sagði Eyþór. „Hér dylgjar hún algerlega út í loftið, hún verður sjálfri sér til minnkunar um miðbæ Selfoss og greiðslur og fleira sem er ekki bara henni til vansemdar heldur öllum hérna inni í salnum.“ „Einfalt „gúggl“ fyrir Píratann, borgarfulltrúann Dóru Björt Guðjónsdóttur, hefði getað sýnt henni fram á það að samsæriskenningin um skipulag miðbæjar Selfoss er ekki mjög heppileg því að það var samþykkt í íbúakosningum árið 2018, fjórum árum eftir að ég hætti í bæjarstjórn.“ „Það er nú þannig að það er betra að búa til samsæriskenningar sem geta staðist, svona mögulega fræðilega staðist, en ekki búa til samsæriskenningar sem geta algerlega ekki staðist,“ bætti Eyþór við. „Í guðanna bænum reyndu að vinna heimavinnuna betur ágæti borgarfulltrúi „Mér er óglatt yfir þessum ummælum“ Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins tók undir með Eyþóri og sagði hún Dóru Björt fara fram með ærumeiðingar á hendur Eyþóri. „Þetta er hreint með ólíkindum, við erum hér að ræða hagstætt húsnæði fyrir ungt fólk og hér er tillaga að því að farið verði í hraða uppbyggingu í Örfirisey og í Keldnalandinu og þá bara brestur þetta ógeð á. Hvernig í ósköpunum eigum við 22 borgarfulltrúar að sitja undir þessum ærumeiðingum.“ Hún sagðist ekki geta orða bundist. Dóra Björt hafi dregið borgarstjórn, borgarstjóra og meirihluta með sér ofan í svaðið „Ég minni á það, þessi kona, þessi borgarfulltrúi er formaður mannréttinda- og lýðræðisráðs og fer hér fram með mikil meinsæri og hatursorðræðu. Virðulegi forseti þetta er hatursorðræða,“ sagði Vigdís. „Mér er óglatt yfir þessum ummælum sem er sífellt verið að bera á borð af borgarfulltrúa. Manneskjan er með Samherja á heilanum.“ Lífleg umræða skapaðist um málið á Twitter og tóku nokkrir borgarfulltrúar þátt í umræðunum. Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, Ragna Sigurðardóttir, sagði borgarfulltrúa Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins hafa gengið út af fundinum. Borgarfulltrúar Miðflokks og Sjálfstæðisflokks ganga út af fundi borgarstjórnar vegna einfaldra spurninga @DoraBjort til Eyþórs Arnalds um tengsl hans við Samherja og lán sem fyrirtækið veitti honum til að kaupa hlut í Morgunblaðinu. Af hverju er svona flókið að svara þessu?— Ragna Sigurðardóttir (@ragnasig) September 15, 2020 Jórunn Pála Jónasdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir þó að svo hafi ekki verið. Hún og aðrir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi setið í sætum sínum allan tímann. Hugsa að þetta sé einhver misskilningur Ég var inni allan tíma og það sama á við um stöllu mína borgarfulltrúa Valgerði Sigurðardóttur— Jórunn Pála (@jorunnpala) September 15, 2020 Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að Eyþór og Vigdís hafi gengið út af fundinum. Það reyndist rangt og hefur fréttin verið lagfærð í samræmi við það.
Reykjavík Borgarstjórn Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Tengdar fréttir Auðveldasta leiðin til þess að auka framboð á hagkvæmu húsnæði Eins og þekkt er hefur þurft að ráðast í ýmsar lausnir til þess að vinda ofan af húsnæðisvandanum og háu húsnæðisverði í borginni. 15. september 2020 15:30 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Auðveldasta leiðin til þess að auka framboð á hagkvæmu húsnæði Eins og þekkt er hefur þurft að ráðast í ýmsar lausnir til þess að vinda ofan af húsnæðisvandanum og háu húsnæðisverði í borginni. 15. september 2020 15:30