Uppþot á borgarstjórnarfundi: „Mér er óglatt yfir þessum ummælum“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. september 2020 19:24 Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins er sögð hafa gengið út af borgarstjórnarfundi í kvöld eftir að Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata spurði Eyþór Arnalds oddvita Sjálfstæðisflokksins í borginni út í tengsl hans við Samherja. Vísir/Vilhelm Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins er sögð hafa gengið út af borgarstjórnarfundi í kvöld vegna fyrirspurna um tengsl Eyþórs Laxdal Arnalds oddvita Sjálfstæðisflokksins í borginni við Samherja. Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar sagði á Twitter í kvöld að borgarfulltrúar Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins hafi gengið út af fundi í kjölfar fyrirspurnar Dóru Bjartar Guðjónsdóttur borgarfulltrúa Pírata um tengsl Eyþórs Arnalds við Samherja. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins hafa áréttað það við fréttastofu að svo var ekki. Enginn hafi gengið út af fundi, heldur hafi þeir farið fram að fá sér kaffi. Þessar ásakanir séu því ekki á rökum byggðar. Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata spurði Eyþór Arnalds að því á fundinum hvort hann hafi fengið stóran hlut í Morgunblaðinu að gjöf frá Samherja fyrir að tryggja á Selfossi góðan grundvöll og vilja í garð uppbyggingar Samherja í miðbæ Selfoss og olli fyrirspurnin miklu fjaðrafoki. „Eyþór Laxdal Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins [í borginni] og áður oddviti flokksins á Selfossi virðist hafa fengið fleiri hundruð milljóna gjöf frá Samherja í gegn um fyrirtæki sem hefur verið notað sem mútufélag og ég hef ítrekað spurt um ástæður þess án fullnægjandi svara.“ Svona hóf Dóra Björt Guðjónsdóttir ræðu sína á fundinum. Til umræðu var tillaga Eyþórs um uppbyggingu íbúðabyggðar í Keldnalandi og Örfirisey. Mikill óróleiki var í salnum á meðan Dóra flutti ræðu sína og þurfi Sabine Leskopf forseti borgarstjórnar ítrekað að biðja um hljóð í salnum. Ræða Dóru verður tekin fyrir á forsætisnefndarfundi „Nú hefur komið í ljós að Samherji stendur að baki uppbyggingu í miðbænum á Selfossi sem Eyþór Arnalds borgarfulltrúi hefur um árabil verið dyggur talsmaður fyrir og hefur hampað hér á fundinum rétt í þessu. Hér gæti verið komin ein ástæða þess að Samherji gaf Eyþóri Arnalds borgarfulltrúa svo drjúga gjöf sem stór hluti í Morgunblaðinu er,“ sagði Dóra Björt. Dóra Björt sagði að ekki væru allir á því máli að hagsmunaaðilar ættu að fá skipulagsvald, hvorki á Selfossi né á Örfirisey áður en hún lauk máli sínu. „Við erum ekki öll á því að það sé skynsamleg ráðstöfun að afhenda hagsmunaaðilum skipulagsvaldið. Hvorki á Selfossi þar sem fulltrúi Samherja stendur nú að uppbyggingu eða í Örfirisey þar sem borgarfulltrúinn Eyþór Laxdal Arnalds virðist sjálfur hafa hagsmuni af uppbyggingu.“ Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata og formaður mannréttinda- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar.Aðsend Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins krafist þess að orð Dóru Bjartar verði tekin fyrir á forsætisnefndarfundi og hefur forseti borgarstjórnar orðið við þeirri beiðni. Sakar Dóru um samsæriskenningasmíð Eyþór virtist ekki sáttur með ræðu Dóru og sagði hann hana meðal annars tala þar um samsæriskenningar sem hún væri mjög upptekin af. „Borgarfulltrúinn Dóra Björt Guðjónsdóttir er dálítið upptekin af því að ráðast á aðila,“ sagði Eyþór. „Hér dylgjar hún algerlega út í loftið, hún verður sjálfri sér til minnkunar um miðbæ Selfoss og greiðslur og fleira sem er ekki bara henni til vansemdar heldur öllum hérna inni í salnum.“ „Einfalt „gúggl“ fyrir Píratann, borgarfulltrúann Dóru Björt Guðjónsdóttur, hefði getað sýnt henni fram á það að samsæriskenningin um skipulag miðbæjar Selfoss er ekki mjög heppileg því að það var samþykkt í íbúakosningum árið 2018, fjórum árum eftir að ég hætti í bæjarstjórn.“ „Það er nú þannig að það er betra að búa til samsæriskenningar sem geta staðist, svona mögulega fræðilega staðist, en ekki búa til samsæriskenningar sem geta algerlega ekki staðist,“ bætti Eyþór við. „Í guðanna bænum reyndu að vinna heimavinnuna betur ágæti borgarfulltrúi „Mér er óglatt yfir þessum ummælum“ Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins tók undir með Eyþóri og sagði hún Dóru Björt fara fram með ærumeiðingar á hendur Eyþóri. „Þetta er hreint með ólíkindum, við erum hér að ræða hagstætt húsnæði fyrir ungt fólk og hér er tillaga að því að farið verði í hraða uppbyggingu í Örfirisey og í Keldnalandinu og þá bara brestur þetta ógeð á. Hvernig í ósköpunum eigum við 22 borgarfulltrúar að sitja undir þessum ærumeiðingum.“ Hún sagðist ekki geta orða bundist. Dóra Björt hafi dregið borgarstjórn, borgarstjóra og meirihluta með sér ofan í svaðið „Ég minni á það, þessi kona, þessi borgarfulltrúi er formaður mannréttinda- og lýðræðisráðs og fer hér fram með mikil meinsæri og hatursorðræðu. Virðulegi forseti þetta er hatursorðræða,“ sagði Vigdís. „Mér er óglatt yfir þessum ummælum sem er sífellt verið að bera á borð af borgarfulltrúa. Manneskjan er með Samherja á heilanum.“ Lífleg umræða skapaðist um málið á Twitter og tóku nokkrir borgarfulltrúar þátt í umræðunum. Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, Ragna Sigurðardóttir, sagði borgarfulltrúa Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins hafa gengið út af fundinum. Borgarfulltrúar Miðflokks og Sjálfstæðisflokks ganga út af fundi borgarstjórnar vegna einfaldra spurninga @DoraBjort til Eyþórs Arnalds um tengsl hans við Samherja og lán sem fyrirtækið veitti honum til að kaupa hlut í Morgunblaðinu. Af hverju er svona flókið að svara þessu?— Ragna Sigurðardóttir (@ragnasig) September 15, 2020 Jórunn Pála Jónasdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir þó að svo hafi ekki verið. Hún og aðrir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi setið í sætum sínum allan tímann. Hugsa að þetta sé einhver misskilningur Ég var inni allan tíma og það sama á við um stöllu mína borgarfulltrúa Valgerði Sigurðardóttur— Jórunn Pála (@jorunnpala) September 15, 2020 Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að Eyþór og Vigdís hafi gengið út af fundinum. Það reyndist rangt og hefur fréttin verið lagfærð í samræmi við það. Reykjavík Borgarstjórn Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Tengdar fréttir Auðveldasta leiðin til þess að auka framboð á hagkvæmu húsnæði Eins og þekkt er hefur þurft að ráðast í ýmsar lausnir til þess að vinda ofan af húsnæðisvandanum og háu húsnæðisverði í borginni. 15. september 2020 15:30 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins er sögð hafa gengið út af borgarstjórnarfundi í kvöld vegna fyrirspurna um tengsl Eyþórs Laxdal Arnalds oddvita Sjálfstæðisflokksins í borginni við Samherja. Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar sagði á Twitter í kvöld að borgarfulltrúar Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins hafi gengið út af fundi í kjölfar fyrirspurnar Dóru Bjartar Guðjónsdóttur borgarfulltrúa Pírata um tengsl Eyþórs Arnalds við Samherja. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins hafa áréttað það við fréttastofu að svo var ekki. Enginn hafi gengið út af fundi, heldur hafi þeir farið fram að fá sér kaffi. Þessar ásakanir séu því ekki á rökum byggðar. Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata spurði Eyþór Arnalds að því á fundinum hvort hann hafi fengið stóran hlut í Morgunblaðinu að gjöf frá Samherja fyrir að tryggja á Selfossi góðan grundvöll og vilja í garð uppbyggingar Samherja í miðbæ Selfoss og olli fyrirspurnin miklu fjaðrafoki. „Eyþór Laxdal Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins [í borginni] og áður oddviti flokksins á Selfossi virðist hafa fengið fleiri hundruð milljóna gjöf frá Samherja í gegn um fyrirtæki sem hefur verið notað sem mútufélag og ég hef ítrekað spurt um ástæður þess án fullnægjandi svara.“ Svona hóf Dóra Björt Guðjónsdóttir ræðu sína á fundinum. Til umræðu var tillaga Eyþórs um uppbyggingu íbúðabyggðar í Keldnalandi og Örfirisey. Mikill óróleiki var í salnum á meðan Dóra flutti ræðu sína og þurfi Sabine Leskopf forseti borgarstjórnar ítrekað að biðja um hljóð í salnum. Ræða Dóru verður tekin fyrir á forsætisnefndarfundi „Nú hefur komið í ljós að Samherji stendur að baki uppbyggingu í miðbænum á Selfossi sem Eyþór Arnalds borgarfulltrúi hefur um árabil verið dyggur talsmaður fyrir og hefur hampað hér á fundinum rétt í þessu. Hér gæti verið komin ein ástæða þess að Samherji gaf Eyþóri Arnalds borgarfulltrúa svo drjúga gjöf sem stór hluti í Morgunblaðinu er,“ sagði Dóra Björt. Dóra Björt sagði að ekki væru allir á því máli að hagsmunaaðilar ættu að fá skipulagsvald, hvorki á Selfossi né á Örfirisey áður en hún lauk máli sínu. „Við erum ekki öll á því að það sé skynsamleg ráðstöfun að afhenda hagsmunaaðilum skipulagsvaldið. Hvorki á Selfossi þar sem fulltrúi Samherja stendur nú að uppbyggingu eða í Örfirisey þar sem borgarfulltrúinn Eyþór Laxdal Arnalds virðist sjálfur hafa hagsmuni af uppbyggingu.“ Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata og formaður mannréttinda- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar.Aðsend Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins krafist þess að orð Dóru Bjartar verði tekin fyrir á forsætisnefndarfundi og hefur forseti borgarstjórnar orðið við þeirri beiðni. Sakar Dóru um samsæriskenningasmíð Eyþór virtist ekki sáttur með ræðu Dóru og sagði hann hana meðal annars tala þar um samsæriskenningar sem hún væri mjög upptekin af. „Borgarfulltrúinn Dóra Björt Guðjónsdóttir er dálítið upptekin af því að ráðast á aðila,“ sagði Eyþór. „Hér dylgjar hún algerlega út í loftið, hún verður sjálfri sér til minnkunar um miðbæ Selfoss og greiðslur og fleira sem er ekki bara henni til vansemdar heldur öllum hérna inni í salnum.“ „Einfalt „gúggl“ fyrir Píratann, borgarfulltrúann Dóru Björt Guðjónsdóttur, hefði getað sýnt henni fram á það að samsæriskenningin um skipulag miðbæjar Selfoss er ekki mjög heppileg því að það var samþykkt í íbúakosningum árið 2018, fjórum árum eftir að ég hætti í bæjarstjórn.“ „Það er nú þannig að það er betra að búa til samsæriskenningar sem geta staðist, svona mögulega fræðilega staðist, en ekki búa til samsæriskenningar sem geta algerlega ekki staðist,“ bætti Eyþór við. „Í guðanna bænum reyndu að vinna heimavinnuna betur ágæti borgarfulltrúi „Mér er óglatt yfir þessum ummælum“ Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins tók undir með Eyþóri og sagði hún Dóru Björt fara fram með ærumeiðingar á hendur Eyþóri. „Þetta er hreint með ólíkindum, við erum hér að ræða hagstætt húsnæði fyrir ungt fólk og hér er tillaga að því að farið verði í hraða uppbyggingu í Örfirisey og í Keldnalandinu og þá bara brestur þetta ógeð á. Hvernig í ósköpunum eigum við 22 borgarfulltrúar að sitja undir þessum ærumeiðingum.“ Hún sagðist ekki geta orða bundist. Dóra Björt hafi dregið borgarstjórn, borgarstjóra og meirihluta með sér ofan í svaðið „Ég minni á það, þessi kona, þessi borgarfulltrúi er formaður mannréttinda- og lýðræðisráðs og fer hér fram með mikil meinsæri og hatursorðræðu. Virðulegi forseti þetta er hatursorðræða,“ sagði Vigdís. „Mér er óglatt yfir þessum ummælum sem er sífellt verið að bera á borð af borgarfulltrúa. Manneskjan er með Samherja á heilanum.“ Lífleg umræða skapaðist um málið á Twitter og tóku nokkrir borgarfulltrúar þátt í umræðunum. Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, Ragna Sigurðardóttir, sagði borgarfulltrúa Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins hafa gengið út af fundinum. Borgarfulltrúar Miðflokks og Sjálfstæðisflokks ganga út af fundi borgarstjórnar vegna einfaldra spurninga @DoraBjort til Eyþórs Arnalds um tengsl hans við Samherja og lán sem fyrirtækið veitti honum til að kaupa hlut í Morgunblaðinu. Af hverju er svona flókið að svara þessu?— Ragna Sigurðardóttir (@ragnasig) September 15, 2020 Jórunn Pála Jónasdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir þó að svo hafi ekki verið. Hún og aðrir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi setið í sætum sínum allan tímann. Hugsa að þetta sé einhver misskilningur Ég var inni allan tíma og það sama á við um stöllu mína borgarfulltrúa Valgerði Sigurðardóttur— Jórunn Pála (@jorunnpala) September 15, 2020 Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að Eyþór og Vigdís hafi gengið út af fundinum. Það reyndist rangt og hefur fréttin verið lagfærð í samræmi við það.
Reykjavík Borgarstjórn Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Tengdar fréttir Auðveldasta leiðin til þess að auka framboð á hagkvæmu húsnæði Eins og þekkt er hefur þurft að ráðast í ýmsar lausnir til þess að vinda ofan af húsnæðisvandanum og háu húsnæðisverði í borginni. 15. september 2020 15:30 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira
Auðveldasta leiðin til þess að auka framboð á hagkvæmu húsnæði Eins og þekkt er hefur þurft að ráðast í ýmsar lausnir til þess að vinda ofan af húsnæðisvandanum og háu húsnæðisverði í borginni. 15. september 2020 15:30