Fótbolti

Mættur til norsku meistaranna samkvæmt Tinder

Sindri Sverrisson skrifar
Axel Lindahl finnur ef til vill ástina í Bodö.
Axel Lindahl finnur ef til vill ástina í Bodö. mynd/Degerfors

Noregsmeistarar Bodö/Glimt í fótbolta eru að landa sænska miðjumanninum Axel Lindahl en hann kemur til félagsins frá sænska félaginu Degerfors. Það kom í ljós í stefnumótaappinu Tinder að Lindahl væri mættur til Noregs.

Lindahl er 25 ára gamall og átti sinn þátt í að koma Degerfors upp í sænsku úrvalsdeildina á síðustu leiktíð. Það vakti áhuga Bodö/Glimt en sænska blaðið Expressen kvaðst fyrir helgi hafa heimildir fyrir því að Lindahl myndi væntanlega á næstunni fljúga til Noregs til að gangast undir læknisskoðun og skrifa undir samning.

Nú er orðið ljóst að Lindahl er mættur til Noregs. Norska blaðið Nettavisen segir nefnilega frá því að nafn Lindahls hafi dúkkað upp á Tinder þar sem sást að hann var kominn til Bodö.

Lindahl skoraði eitt mark og gaf átta stoðsendingar í 30 leikjum í sænsku 1. deildinni á síðustu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×