Stúdentar á Vetrargarði þurfa ekki að flytja á meðan samningur er í gildi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. janúar 2021 09:33 Íbúar á Vetrargarði munu ekki þurfa að flytja úr íbúðum sínum vegna framkvæmda fyrr en leigusamningar renna út. Vísir/Vilhelm Félagsstofnun Stúdenta tilkynnti íbúum á Vetrargarði, Eggertsgötu 6-8, í gær að þeir muni ekki þurfa að flytja úr íbúðum sínum vegna framkvæmda fyrr en leigusamningar þeirra renna út. Íbúar töldu, vegna tölvupósts sem FS sendi á fimmtudaginn, að hluti þeirra þyrfti að yfirgefa íbúðir sínar í febrúar með einungis mánaðarfyrirvara. Fram kemur í póstinum frá FS, sem sendur var í gær, að íbúar sem búa í íbúðum, sem gerðar verða upp í fyrsta áfanga framkvæmdanna, séu hvattir til að þiggja flutning fyrr en síðar. „Ónæði verður óhjákvæmilegt í áfanganum sem verður í upptekt,“ segir í póstinum. Ekki kom fram í póstinum sem sendur var á fimmtudag að íbúar gætu búið í íbúðum sínum á Vetrargörðum það sem eftir er leigusamnings. Íbúar gagnrýndu FS fyrir stuttan fyrirvara en þeir töldu að þeir hefðu aðeins mánuð til þess að pakka saman og flytja áður en framkvæmdir hæfust. Íbúarnir sem búa í íbúðum sem verða gerðar upp í fyrsta áfanga framkvæmdanna munu fá úthlutaðar íbúðir á stúdentagörðum við Skógarveg í Fossvogi. Fram kom í tölvupósti FS sem sendur var á fimmtudag að einhverjir þeirra munu þurfa að taka við íbúðum sem eru annað hvort stærri eða minni en þær sem þeir búa í núna og gætu einhverjir þar af leiðandi þurft að greiða hærri leigu en þeir gera núna. Það virðist þó hafa verið einhver misskilningur. „Íbúum verður ekki gert að flytja í dýrara húsnæði heldur taka þeir ákvörðun sjálfir um hverju þeir sækjast eftir. Uppsett leiguverð verður innheimt af húsnæðinu sem viðkomandi kýs að flytja í. Munum við leggja okkur fram við að koma til móts við íbúa og finna fyrir þá sambærilegar íbúðir á svipuðu verði í því hverfi sem þeir kjósa,“ segir í pósti FS frá því í gær. FS hefur boðað til upplýsingafundar 9. febrúar næstkomandi fyrir íbúa á Vetrargörðum til þess að kynna þeim framkvæmdirnar. Fram kemur í pósti FS að þar hafi staðið til að tilkynna íbúum að vegna óþægindanna vegna framkvæmdanna muni þeim standa til boða leigusamningur til ágúst 2022 óháð skráningu í háskólann, einingaskilum eða hámarksdvalartíma. Þá munu þeir íbúar sem þurfa að yfirgefa íbúðir sínar á Vetrargörðum og kjósa flutning á vegum FS hafa forgang um flutning í þær íbúðir sem þeir búa nú í á Vetrargörðum þegar framkvæmdum lýkur. Hagsmunir stúdenta Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sjá meira
Fram kemur í póstinum frá FS, sem sendur var í gær, að íbúar sem búa í íbúðum, sem gerðar verða upp í fyrsta áfanga framkvæmdanna, séu hvattir til að þiggja flutning fyrr en síðar. „Ónæði verður óhjákvæmilegt í áfanganum sem verður í upptekt,“ segir í póstinum. Ekki kom fram í póstinum sem sendur var á fimmtudag að íbúar gætu búið í íbúðum sínum á Vetrargörðum það sem eftir er leigusamnings. Íbúar gagnrýndu FS fyrir stuttan fyrirvara en þeir töldu að þeir hefðu aðeins mánuð til þess að pakka saman og flytja áður en framkvæmdir hæfust. Íbúarnir sem búa í íbúðum sem verða gerðar upp í fyrsta áfanga framkvæmdanna munu fá úthlutaðar íbúðir á stúdentagörðum við Skógarveg í Fossvogi. Fram kom í tölvupósti FS sem sendur var á fimmtudag að einhverjir þeirra munu þurfa að taka við íbúðum sem eru annað hvort stærri eða minni en þær sem þeir búa í núna og gætu einhverjir þar af leiðandi þurft að greiða hærri leigu en þeir gera núna. Það virðist þó hafa verið einhver misskilningur. „Íbúum verður ekki gert að flytja í dýrara húsnæði heldur taka þeir ákvörðun sjálfir um hverju þeir sækjast eftir. Uppsett leiguverð verður innheimt af húsnæðinu sem viðkomandi kýs að flytja í. Munum við leggja okkur fram við að koma til móts við íbúa og finna fyrir þá sambærilegar íbúðir á svipuðu verði í því hverfi sem þeir kjósa,“ segir í pósti FS frá því í gær. FS hefur boðað til upplýsingafundar 9. febrúar næstkomandi fyrir íbúa á Vetrargörðum til þess að kynna þeim framkvæmdirnar. Fram kemur í pósti FS að þar hafi staðið til að tilkynna íbúum að vegna óþægindanna vegna framkvæmdanna muni þeim standa til boða leigusamningur til ágúst 2022 óháð skráningu í háskólann, einingaskilum eða hámarksdvalartíma. Þá munu þeir íbúar sem þurfa að yfirgefa íbúðir sínar á Vetrargörðum og kjósa flutning á vegum FS hafa forgang um flutning í þær íbúðir sem þeir búa nú í á Vetrargörðum þegar framkvæmdum lýkur.
Hagsmunir stúdenta Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sjá meira