Erlent

Neitar að hafa myrt dóttur sína og sent skila­boð úr síma hennar í blekkingar­skyni

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Ekkert hefur spurst til hinnar sautján ára Bernadette Walker síðan í sumar.
Ekkert hefur spurst til hinnar sautján ára Bernadette Walker síðan í sumar. Lögregla í Cambridgeskíri

Faðir breskrar táningsstúlku, sem saknað hefur verið síðan í júlí í fyrra, neitaði sök fyrir dómi í St. Albans, bæ í úthverfi Lundúna, í dag. Hann er ákærður fyrir að hafa myrt dóttur sína, auk þess sem honum er gefið að sök að hafa sent skilaboð úr síma hennar í blekkingarskyni.

Foreldrar Bernadette Walker, Scott og Sarah Walker, tilkynntu um hvarf hennar 21. Júlí í fyrra. Ekkert hefur spurst til Bernadette síðan þrátt fyrir umfangsmikla leit lögreglu.

Scott er gefið að sök að hafa myrt Bernadette 18. júlí. Hann hafi svo sent skilaboð úr farsíma hennar í næstum tvo mánuði eftir morðið til að láta líta út fyrir að hún væri enn á lífi. Sarah, móðir Bernadette, er ásamt manni sínum ákærð fyrir að láta lögreglu í té rangar upplýsingar um hvarf dóttur þeirra.

Líkt og áður segir neitaði Scott sök fyrir dómi í dag. Aðalmeðferð í málinu fer fram í Cambridge í júní.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×