Vikið úr ráðum borgarinnar í kjölfar ummæla sinna um borgarstjóra Eiður Þór Árnason skrifar 29. janúar 2021 13:22 Ólafur Guðmundsson, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Samsett Ólafur Guðmundsson, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, mun víkja úr þeim ráðum sem hann situr í hjá borginni. Þetta staðfestir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í samtali við fréttastofu. Ólafur er varamaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í skipulags- og samgönguráði, öldungaráði og innkaupa- og framkvæmdaráði Reykjavíkurborgar. Tillaga Sjálfstæðismanna um að Ólafi verði skipt út var lögð fram í dag og verður tekin fyrir á fundi borgarstjórnar á þriðjudag. Ummæli varaborgarfulltrúans í tengslum við fréttir af skotárás á fjölskyldubíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra hafa vakið hörð viðbrögð en Ólafur baðst afsökunar á þeim í dag og dró þau til baka. Fordæmir ummælin „Þetta er eitthvað sem við viljum ekki hafa og við viljum sýna fordæmi með því að taka á þessum málum. Við sjáum að það er allskonar umræða á netinu í öllum flokkum og við sem samfélag þurfum að taka okkur betur á,“ segir Eyþór. Hann segir að Ólafur muni ekki starfa í nefndum borgarinnar á næstunni og að allir aðilar hafi sammælst um að þetta væri besta lausnin á málinu. Hildur Björnsdóttir, varaoddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hafði áður farið fram á það að Ólafi yrði gert að hætta trúnaðarstörfum fyrir flokkinn í borginni. Eyþór segist fordæma skotárásir á húsnæði stjórnmálaflokka og bíl borgarstjóra og vonast til að stjórnmálamenn og aðrir Íslendingar haldi áfram að finna fyrir miklu öryggi hér á landi. Fólk eigi ekki að þurfa að óttast um öryggi sitt Forsætisnefnd Reykjavíkurborgar fordæmdi sömuleiðis í dag árásir á höfuðstöðvar stjórnmálaflokka og bifreið borgarstjóra og sagðist líta þær mjög alvarlegum augum. Þá kom fram í ályktun nefndarinnar að gæta verði hófs í umræðu um kjörna fulltrúa og friðhelgi einkalífs þeirra virt. „Því miður hafa margir kjörnir fulltrúar áður fengið hótarnir vegna starfa sinna. Allt slíkt ofbeldi er aðför að okkar frjálsa, lýðræðislega samfélagi og með öllu óásættanlegt. Forseta er falið að ræða við borgarritara og lögregluryfirvöld og grípa til nauðsynlegra ráðstafana til að tryggja öryggi kjörinna fulltrúa. Gæta verður hófs í umræðu um kjörna fulltrúa og friðhelgi einkalífs þeirra virt. Við viljum ekki samfélag þar sem fólk sem helgar sig samfélagsmálum þurfi að óttast um öryggi sitt,“ sagði í ályktuninni. Hildur Björnsdóttir, varaoddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, og Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi flokksins, voru meðal þeirra sem gagnrýndu ummæli Ólafs í dag. „Sorgleg ummæli hjá honum. Enginn á að þola hótanir og árásir sem þessar í opnu og frjálsu samfélagi. Við eigum öll sem eitt að fordæma þær,“ sagði Katrín. Ætlar að heyra í Degi Sjálfur hefur Ólafur sagt að ummælin sín hafi verið vanhugsuð. „Rétt áður en ég slökkti á tölvunni flaug þetta eitthvað í hugann á mér. Ég skrifaði þetta niður á Facebook. Þetta sýnir bara hvernig Facebook og samfélagsmiðlarnir eru. Það sem maður segir fer fyrir allra augu. Þetta var alls ekki illa meint. Ég sé eftir því að hafa gert þetta. Henti þessu út. Dreg þetta til baka og bið Dag B. Egggertsson innilega afsökunar á að hafa gert þessi mistök,“ sagði Ólafur í samtali við fréttastofu fyrr í dag. Þá sagðist hann vera búinn að semja bréf til Dags og ætla að hringja í hann í kjölfarið. Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Skotið á bíl borgarstjóra Tengdar fréttir Borgarstjóri fellur ekki undir lög um vernd æðstu stjórnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segist hafa rætt við og fundað með Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra vegna skotárásar á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra sem lögregla hefur til rannsóknar. Áslaug Arna lítur málið alvarlegum augum. 29. janúar 2021 12:25 „Orðræðan er mjög harkaleg og oft hatursfull“ „Ég fordæmi þessa árás og finnst hún alvarleg, því þarna er verið að beita skotvopnum fyrir utan heimili stjórnmálamanns. Ég lít þetta alvarlegum augum,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um skotárás á bíl borgarstjóra um liðna helgi sem lögregla hefur til skoðunar. 29. janúar 2021 12:33 Degi afar brugðið vegna skotárásarinnar Degi B. Eggertssyni borgarstjóra er afar brugðið vegna skotárásarinnar. Lögreglan hefur vaktað hús borgarstjóra frá því málið kom upp en hún hefur fundið byssukúlur í hurð bíls hans. 28. janúar 2021 16:47 Engin dæmi um „jafnalvarlega árás í garð stjórnmálamanns á Íslandi“ Samfylkingin lýsir yfir þungum áhyggjum af skotárásum á skrifstofur stjórnmálaflokka og heimili stjórnmálafólks, sem greint hefur verið frá undanfarna daga. Flokkurinn segir engin dæmi um „jafn alvarlega árás í garð stjórnmálamanns á Íslandi“ og í tilfelli árásar á Dag B. Eggertsson, borgarstjóra. 28. janúar 2021 21:26 Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Fleiri fréttir Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Sjá meira
Ólafur er varamaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í skipulags- og samgönguráði, öldungaráði og innkaupa- og framkvæmdaráði Reykjavíkurborgar. Tillaga Sjálfstæðismanna um að Ólafi verði skipt út var lögð fram í dag og verður tekin fyrir á fundi borgarstjórnar á þriðjudag. Ummæli varaborgarfulltrúans í tengslum við fréttir af skotárás á fjölskyldubíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra hafa vakið hörð viðbrögð en Ólafur baðst afsökunar á þeim í dag og dró þau til baka. Fordæmir ummælin „Þetta er eitthvað sem við viljum ekki hafa og við viljum sýna fordæmi með því að taka á þessum málum. Við sjáum að það er allskonar umræða á netinu í öllum flokkum og við sem samfélag þurfum að taka okkur betur á,“ segir Eyþór. Hann segir að Ólafur muni ekki starfa í nefndum borgarinnar á næstunni og að allir aðilar hafi sammælst um að þetta væri besta lausnin á málinu. Hildur Björnsdóttir, varaoddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hafði áður farið fram á það að Ólafi yrði gert að hætta trúnaðarstörfum fyrir flokkinn í borginni. Eyþór segist fordæma skotárásir á húsnæði stjórnmálaflokka og bíl borgarstjóra og vonast til að stjórnmálamenn og aðrir Íslendingar haldi áfram að finna fyrir miklu öryggi hér á landi. Fólk eigi ekki að þurfa að óttast um öryggi sitt Forsætisnefnd Reykjavíkurborgar fordæmdi sömuleiðis í dag árásir á höfuðstöðvar stjórnmálaflokka og bifreið borgarstjóra og sagðist líta þær mjög alvarlegum augum. Þá kom fram í ályktun nefndarinnar að gæta verði hófs í umræðu um kjörna fulltrúa og friðhelgi einkalífs þeirra virt. „Því miður hafa margir kjörnir fulltrúar áður fengið hótarnir vegna starfa sinna. Allt slíkt ofbeldi er aðför að okkar frjálsa, lýðræðislega samfélagi og með öllu óásættanlegt. Forseta er falið að ræða við borgarritara og lögregluryfirvöld og grípa til nauðsynlegra ráðstafana til að tryggja öryggi kjörinna fulltrúa. Gæta verður hófs í umræðu um kjörna fulltrúa og friðhelgi einkalífs þeirra virt. Við viljum ekki samfélag þar sem fólk sem helgar sig samfélagsmálum þurfi að óttast um öryggi sitt,“ sagði í ályktuninni. Hildur Björnsdóttir, varaoddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, og Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi flokksins, voru meðal þeirra sem gagnrýndu ummæli Ólafs í dag. „Sorgleg ummæli hjá honum. Enginn á að þola hótanir og árásir sem þessar í opnu og frjálsu samfélagi. Við eigum öll sem eitt að fordæma þær,“ sagði Katrín. Ætlar að heyra í Degi Sjálfur hefur Ólafur sagt að ummælin sín hafi verið vanhugsuð. „Rétt áður en ég slökkti á tölvunni flaug þetta eitthvað í hugann á mér. Ég skrifaði þetta niður á Facebook. Þetta sýnir bara hvernig Facebook og samfélagsmiðlarnir eru. Það sem maður segir fer fyrir allra augu. Þetta var alls ekki illa meint. Ég sé eftir því að hafa gert þetta. Henti þessu út. Dreg þetta til baka og bið Dag B. Egggertsson innilega afsökunar á að hafa gert þessi mistök,“ sagði Ólafur í samtali við fréttastofu fyrr í dag. Þá sagðist hann vera búinn að semja bréf til Dags og ætla að hringja í hann í kjölfarið. Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Skotið á bíl borgarstjóra Tengdar fréttir Borgarstjóri fellur ekki undir lög um vernd æðstu stjórnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segist hafa rætt við og fundað með Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra vegna skotárásar á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra sem lögregla hefur til rannsóknar. Áslaug Arna lítur málið alvarlegum augum. 29. janúar 2021 12:25 „Orðræðan er mjög harkaleg og oft hatursfull“ „Ég fordæmi þessa árás og finnst hún alvarleg, því þarna er verið að beita skotvopnum fyrir utan heimili stjórnmálamanns. Ég lít þetta alvarlegum augum,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um skotárás á bíl borgarstjóra um liðna helgi sem lögregla hefur til skoðunar. 29. janúar 2021 12:33 Degi afar brugðið vegna skotárásarinnar Degi B. Eggertssyni borgarstjóra er afar brugðið vegna skotárásarinnar. Lögreglan hefur vaktað hús borgarstjóra frá því málið kom upp en hún hefur fundið byssukúlur í hurð bíls hans. 28. janúar 2021 16:47 Engin dæmi um „jafnalvarlega árás í garð stjórnmálamanns á Íslandi“ Samfylkingin lýsir yfir þungum áhyggjum af skotárásum á skrifstofur stjórnmálaflokka og heimili stjórnmálafólks, sem greint hefur verið frá undanfarna daga. Flokkurinn segir engin dæmi um „jafn alvarlega árás í garð stjórnmálamanns á Íslandi“ og í tilfelli árásar á Dag B. Eggertsson, borgarstjóra. 28. janúar 2021 21:26 Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Fleiri fréttir Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Sjá meira
Borgarstjóri fellur ekki undir lög um vernd æðstu stjórnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segist hafa rætt við og fundað með Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra vegna skotárásar á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra sem lögregla hefur til rannsóknar. Áslaug Arna lítur málið alvarlegum augum. 29. janúar 2021 12:25
„Orðræðan er mjög harkaleg og oft hatursfull“ „Ég fordæmi þessa árás og finnst hún alvarleg, því þarna er verið að beita skotvopnum fyrir utan heimili stjórnmálamanns. Ég lít þetta alvarlegum augum,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um skotárás á bíl borgarstjóra um liðna helgi sem lögregla hefur til skoðunar. 29. janúar 2021 12:33
Degi afar brugðið vegna skotárásarinnar Degi B. Eggertssyni borgarstjóra er afar brugðið vegna skotárásarinnar. Lögreglan hefur vaktað hús borgarstjóra frá því málið kom upp en hún hefur fundið byssukúlur í hurð bíls hans. 28. janúar 2021 16:47
Engin dæmi um „jafnalvarlega árás í garð stjórnmálamanns á Íslandi“ Samfylkingin lýsir yfir þungum áhyggjum af skotárásum á skrifstofur stjórnmálaflokka og heimili stjórnmálafólks, sem greint hefur verið frá undanfarna daga. Flokkurinn segir engin dæmi um „jafn alvarlega árás í garð stjórnmálamanns á Íslandi“ og í tilfelli árásar á Dag B. Eggertsson, borgarstjóra. 28. janúar 2021 21:26