„Orðræðan er mjög harkaleg og oft hatursfull“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. janúar 2021 12:33 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur ekki lausnina vera að stjórnmálamenn víggirði sig. Komast þurfi að rót vandans. Vísir/Vilhelm „Ég fordæmi þessa árás og finnst hún alvarleg, því þarna er verið að beita skotvopnum fyrir utan heimili stjórnmálamanns. Ég lít þetta alvarlegum augum,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um skotárás á bíl borgarstjóra um liðna helgi sem lögregla hefur til skoðunar. „Orðræðan er mjög harkaleg og oft hatursfull,“ segir forsætisráðherra. Stjórnmálamenn séu oft sakaðir um hina verstu hluti og umræðan sé ekki málefnaleg eða heilbrigð fyrir samfélagið. „Ég held ekki að lausnin sé að stjórnmálamenn víggirði sig. Það er heilbrigðismerki á íslensku samfélagi að geta gengið um meðal fólks og átt samtal beint við fólkið í landinu. Þannig vil ég hafa það áfram. Ég held við þurfum frekar að skoða þessar orsakir,“ segir Katrín og bætir við: „Ég held við getum öll litið í eigin barm. Að sjálfsögðu bera stjórnmálamenn ábyrgð og þeir sem taka þátt í opinberi umræðu. Ég er ekki að tala fyrir því að fólk tjái sig ekki og hér sé ekki fullt málfrelsi. En horfum til þess sem er verið að segja um fólk, það er gríðarlega hart fram gengið. Og oft ekki með málefnalegum hætti.“ Skotið var tvívegis á bíl borgarstjóra um helgina. Bæði skotin höfnuðu í einni bílhurðinni. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins og lögregla heldur spilunum þétt að sér og veitir litlar upplýsingar. Skotárásin kemur í framhaldi af fregnum af skotárás á skrifstofu Samfylkingarinnar og fleiri stjórnmálaflokka og samtaka. Öll málin eru óupplýst. Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Skotið á bíl borgarstjóra Tengdar fréttir Ummæli varaborgarfulltrúa um borgarstjóra vekja hörð viðbrögð „Byrjaðu á sjálfum þér... Hér er afleiðing af því sem hampað hefur verið frá svokalaða hruninu 2008. Nú er byltingin komin heim og þú verður bara að taka því Hr. borgarstjóri.“ 29. janúar 2021 10:55 Engin dæmi um „jafnalvarlega árás í garð stjórnmálamanns á Íslandi“ Samfylkingin lýsir yfir þungum áhyggjum af skotárásum á skrifstofur stjórnmálaflokka og heimili stjórnmálafólks, sem greint hefur verið frá undanfarna daga. Flokkurinn segir engin dæmi um „jafn alvarlega árás í garð stjórnmálamanns á Íslandi“ og í tilfelli árásar á Dag B. Eggertsson, borgarstjóra. 28. janúar 2021 21:26 Borgarstjóri fellur ekki undir lög um vernd æðstu stjórnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segist hafa rætt við og fundað með Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra vegna skotárásar á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra sem lögregla hefur til rannsóknar. Áslaug Arna lítur málið alvarlegum augum. 29. janúar 2021 12:25 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Sjá meira
„Orðræðan er mjög harkaleg og oft hatursfull,“ segir forsætisráðherra. Stjórnmálamenn séu oft sakaðir um hina verstu hluti og umræðan sé ekki málefnaleg eða heilbrigð fyrir samfélagið. „Ég held ekki að lausnin sé að stjórnmálamenn víggirði sig. Það er heilbrigðismerki á íslensku samfélagi að geta gengið um meðal fólks og átt samtal beint við fólkið í landinu. Þannig vil ég hafa það áfram. Ég held við þurfum frekar að skoða þessar orsakir,“ segir Katrín og bætir við: „Ég held við getum öll litið í eigin barm. Að sjálfsögðu bera stjórnmálamenn ábyrgð og þeir sem taka þátt í opinberi umræðu. Ég er ekki að tala fyrir því að fólk tjái sig ekki og hér sé ekki fullt málfrelsi. En horfum til þess sem er verið að segja um fólk, það er gríðarlega hart fram gengið. Og oft ekki með málefnalegum hætti.“ Skotið var tvívegis á bíl borgarstjóra um helgina. Bæði skotin höfnuðu í einni bílhurðinni. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins og lögregla heldur spilunum þétt að sér og veitir litlar upplýsingar. Skotárásin kemur í framhaldi af fregnum af skotárás á skrifstofu Samfylkingarinnar og fleiri stjórnmálaflokka og samtaka. Öll málin eru óupplýst.
Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Skotið á bíl borgarstjóra Tengdar fréttir Ummæli varaborgarfulltrúa um borgarstjóra vekja hörð viðbrögð „Byrjaðu á sjálfum þér... Hér er afleiðing af því sem hampað hefur verið frá svokalaða hruninu 2008. Nú er byltingin komin heim og þú verður bara að taka því Hr. borgarstjóri.“ 29. janúar 2021 10:55 Engin dæmi um „jafnalvarlega árás í garð stjórnmálamanns á Íslandi“ Samfylkingin lýsir yfir þungum áhyggjum af skotárásum á skrifstofur stjórnmálaflokka og heimili stjórnmálafólks, sem greint hefur verið frá undanfarna daga. Flokkurinn segir engin dæmi um „jafn alvarlega árás í garð stjórnmálamanns á Íslandi“ og í tilfelli árásar á Dag B. Eggertsson, borgarstjóra. 28. janúar 2021 21:26 Borgarstjóri fellur ekki undir lög um vernd æðstu stjórnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segist hafa rætt við og fundað með Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra vegna skotárásar á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra sem lögregla hefur til rannsóknar. Áslaug Arna lítur málið alvarlegum augum. 29. janúar 2021 12:25 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Sjá meira
Ummæli varaborgarfulltrúa um borgarstjóra vekja hörð viðbrögð „Byrjaðu á sjálfum þér... Hér er afleiðing af því sem hampað hefur verið frá svokalaða hruninu 2008. Nú er byltingin komin heim og þú verður bara að taka því Hr. borgarstjóri.“ 29. janúar 2021 10:55
Engin dæmi um „jafnalvarlega árás í garð stjórnmálamanns á Íslandi“ Samfylkingin lýsir yfir þungum áhyggjum af skotárásum á skrifstofur stjórnmálaflokka og heimili stjórnmálafólks, sem greint hefur verið frá undanfarna daga. Flokkurinn segir engin dæmi um „jafn alvarlega árás í garð stjórnmálamanns á Íslandi“ og í tilfelli árásar á Dag B. Eggertsson, borgarstjóra. 28. janúar 2021 21:26
Borgarstjóri fellur ekki undir lög um vernd æðstu stjórnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segist hafa rætt við og fundað með Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra vegna skotárásar á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra sem lögregla hefur til rannsóknar. Áslaug Arna lítur málið alvarlegum augum. 29. janúar 2021 12:25