Innlent

Eldur í bíl á Akranesi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bíllinn er gjörónýtur.
Bíllinn er gjörónýtur.

Slökkviliðið á Akranesi var kallað út um klukkan hálf níu í morgun vegna þess að kviknað hafði í vélarhúddi fólksbíls í bænum. Jens Heiðar Ragnarsson slökkviliðsstjóri segir að eldur virðist hafa kviknað þegar bílstjóri ræsti bílinn.

Fólk hafi brugðist hárétt við, bæði hringt á slökkvilið og tæmt úr slökkvitæki ofan í vélarhlífina. Það hafi hins vegar ekki dugað til en slökkviliðsmenn lokið verkinu og því farnast vel.

Bíllinn er gjörónýtur en engin sjáanleg ástæða er um hvers vegna kviknaði í. Eflaust einhver bilun í eldsneyti eða rafmagni segir Jens Heiðar en bíllinn var nokkurra ára gamall.

Frá starfi slökkviliðs á vettvangi í morgun.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×