Innlent

Fregnir af hvarfi konu orðum auknar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Lögregla sendi frá sér tilkynningu vegna málsins í kvöld.
Lögregla sendi frá sér tilkynningu vegna málsins í kvöld. Vísir/vilhelm

Erlend kona, sem lýst var eftir á samfélagsmiðlum í dag, er heil á húfi, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu á tíunda tímanum í kvöld. Lögregla segir fregnir af hvarfi konunnar orðum auknar.

Facebook-færsla, þar sem fram kom að ekkert hefði spurst til konunnar í nokkra daga, komst í mikla dreifingu á samfélagsmiðlum síðdegis og í kvöld. Með færslunni var mynd af konunni og skjáskot af Facebook-færslum, sem hún var sögð hafa birt í Facebook-hóp fyrir útlendinga á Íslandi. 

Síðar kom svo í ljós að konan var heil á húfi - og fregnir um hvarf hennar raunar orðum auknar, líkt og áður segir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×