Portúgal stærsta hindrunin fyrir næstu kynslóð Sindri Sverrisson skrifar 28. janúar 2021 12:05 U21-landslið Íslands komst áfram úr síðustu undankeppni og leikur því í lokakeppninni sem hefst í lok mars. Getty/Harry Murphy Íslenska U21-landsliðið í fótbolta karla mætir meðal annars Portúgal í næstu undankeppni liðsins, fyrir Evrópumótið sem fram fer árið 2023. Ísland dróst í dag í D-riðil með Portúgal, Grikklandi, Hvíta-Rússlandi, Kýpur og Liechtenstein. Ísland var í þriðja styrkleikaflokki fyrir dráttinn, fyrir neðan Portúgal og Grikkland. Þetta verður fyrsta undankeppni U21-landsliðsins undir stjórn Davíðs Snorra Jónassonar sem tilkynntur var sem nýr þjálfari liðsins í síðustu viku. Undankeppnin fer fram frá mars á þessu ári og fram til júní á næsta ári. Lokakeppnin er í Georgíu og Rúmeníu sumarið 2023. Sigurvegarar undanriðlanna og eitt lið úr 2. sæti komast beint í lokakeppnina, en hin átta liðin sem verða í 2. sæti fara í umspil um fjögur laus sæti. Lokakeppni fyrra U21-liðsins framundan Ísland komst áfram úr síðustu undankeppni EM og leikur því í lokakeppninni í annað sinn í sögu U21-landsliðs karla. Fyrra skiptið var á EM 2011. Lokakeppnin í ár er í tveimur hlutum og er fyrri hlutinn í lok mars. Davíð Snorri stýrir liðinu í lokakeppninni en hann tók við af Arnari Þór Viðarssyni á dögunum, eftir að hafa áður stýrt U19-landsliðinu. Ísland er í riðli með Rússlandi, Danmörku og Frakklandi í lokakeppninni og leikur alla sína leiki í Györ í Ungverjalandi. Tvö efstu liðin komast áfram í 8-liða úrslitin sem fara ekki fram fyrr en 31. maí, þegar seinni hluti lokakeppninnar fer fram. EM U21 í fótbolta 2021 Tengdar fréttir „Mjög stoltur að KSÍ hafi leitað til mín“ Davíð Snorri Jónasson er nýr þjálfari U21 landslið Íslands í knattspyrnu. Hann er mjög spenntur fyrir komandi verkefni og stoltur af því að KSÍ hafi leitað til hans. 22. janúar 2021 20:31 KSÍ staðfestir Davíð Snorra sem nýjan þjálfara U21 landslið Íslands Knattspyrnusamband Íslands staðfesti nú rétt í þessu að Davíð Snorri Jónasson væri nýr þjálfari U21 landsliðs Íslands. Hann tekur við af Arnari Þór Viðarssyni sem tók við A-landsliði Íslands nýverið. 21. janúar 2021 19:00 Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ Fótbolti „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ Fótbolti „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ Fótbolti „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Sjá meira
Ísland dróst í dag í D-riðil með Portúgal, Grikklandi, Hvíta-Rússlandi, Kýpur og Liechtenstein. Ísland var í þriðja styrkleikaflokki fyrir dráttinn, fyrir neðan Portúgal og Grikkland. Þetta verður fyrsta undankeppni U21-landsliðsins undir stjórn Davíðs Snorra Jónassonar sem tilkynntur var sem nýr þjálfari liðsins í síðustu viku. Undankeppnin fer fram frá mars á þessu ári og fram til júní á næsta ári. Lokakeppnin er í Georgíu og Rúmeníu sumarið 2023. Sigurvegarar undanriðlanna og eitt lið úr 2. sæti komast beint í lokakeppnina, en hin átta liðin sem verða í 2. sæti fara í umspil um fjögur laus sæti. Lokakeppni fyrra U21-liðsins framundan Ísland komst áfram úr síðustu undankeppni EM og leikur því í lokakeppninni í annað sinn í sögu U21-landsliðs karla. Fyrra skiptið var á EM 2011. Lokakeppnin í ár er í tveimur hlutum og er fyrri hlutinn í lok mars. Davíð Snorri stýrir liðinu í lokakeppninni en hann tók við af Arnari Þór Viðarssyni á dögunum, eftir að hafa áður stýrt U19-landsliðinu. Ísland er í riðli með Rússlandi, Danmörku og Frakklandi í lokakeppninni og leikur alla sína leiki í Györ í Ungverjalandi. Tvö efstu liðin komast áfram í 8-liða úrslitin sem fara ekki fram fyrr en 31. maí, þegar seinni hluti lokakeppninnar fer fram.
EM U21 í fótbolta 2021 Tengdar fréttir „Mjög stoltur að KSÍ hafi leitað til mín“ Davíð Snorri Jónasson er nýr þjálfari U21 landslið Íslands í knattspyrnu. Hann er mjög spenntur fyrir komandi verkefni og stoltur af því að KSÍ hafi leitað til hans. 22. janúar 2021 20:31 KSÍ staðfestir Davíð Snorra sem nýjan þjálfara U21 landslið Íslands Knattspyrnusamband Íslands staðfesti nú rétt í þessu að Davíð Snorri Jónasson væri nýr þjálfari U21 landsliðs Íslands. Hann tekur við af Arnari Þór Viðarssyni sem tók við A-landsliði Íslands nýverið. 21. janúar 2021 19:00 Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ Fótbolti „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ Fótbolti „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ Fótbolti „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Sjá meira
„Mjög stoltur að KSÍ hafi leitað til mín“ Davíð Snorri Jónasson er nýr þjálfari U21 landslið Íslands í knattspyrnu. Hann er mjög spenntur fyrir komandi verkefni og stoltur af því að KSÍ hafi leitað til hans. 22. janúar 2021 20:31
KSÍ staðfestir Davíð Snorra sem nýjan þjálfara U21 landslið Íslands Knattspyrnusamband Íslands staðfesti nú rétt í þessu að Davíð Snorri Jónasson væri nýr þjálfari U21 landsliðs Íslands. Hann tekur við af Arnari Þór Viðarssyni sem tók við A-landsliði Íslands nýverið. 21. janúar 2021 19:00