Enski boltinn

Leikmaður United varð fyrir kynþáttaníði eftir tapið í gær

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Axel Tuanzebe bárust rasísk skilaboð eftir tap Manchester United fyrir Sheffield United í gær.
Axel Tuanzebe bárust rasísk skilaboð eftir tap Manchester United fyrir Sheffield United í gær. getty/Matthew Peters

Axel Tuanzebe, leikmaður Manchester United, varð fyrir kynþáttaníði eftir tap liðsins fyrir Sheffield United, 1-2, í gær.

Tuanzebe byrjaði sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni í gær. Hann var óheppinn í sigurmarki Sheffield United en skot Olivers Burke fór þá af honum, í slána og inn. Skömmu síðar var Tuanzebe tekinn af velli.

Eftir leikinn tóku einhverjir reiði sína út á Tuanzebe og birtu rasískar athugasemdir við tveggja vikna gamla færslu hans á Instagram.

Tuanzebe, sem er 23 ára, hefur komið við sögu í tólf leikjum með United á tímabilinu. Hann er uppalinn hjá félaginu og hefur leikið með því allan sinn feril, af frá eru taldar tvær lánsdvalir hjá Aston Villa.

United er í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, stigi á eftir toppliði Manchester City sem á leik til góða.


Tengdar fréttir

Martial sakaður um leti

Rio Ferdinand sakaði Anthony Martial, leikmann Manchester United, um leti í öðru markinu sem liðið fékk á sig í tapinu óvænta fyrir Sheffield United, 1-2, í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Man. United tapaði gegn botnliðinu

Sheffield United, botnliðið í ensku úrvalsdeildinni, gerði sér lítið fyrir og vann 2-1 sigur á Manchester United á útivelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×