Konur sem áttu sýni í pappakössunum þurfa að koma aftur í sýnatöku Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. janúar 2021 19:01 Kristján Oddsson, svæðisstjóri og fagstjóri lækninga hjá heilsugæslunni í Hamraborg. vísir/Sigurjón Í Danmörku verður ekki hægt að fullrannsaka þau tvö þúsund leghálssýni sem lágu í nokkrar vikur í pappakössum. Hluti kvennanna verður því kallaður í sýnatöku á ný. Læknir segir óskiljanlegt að Krabbameinsfélagið hafi skilið við verkefnið með þessum hætti. Krabbameinsfélagið hætti að láta greina sýni úr leghálsskimunum í nóvember og þegar skimanir færðust yfir til heilsugæslunnar um áramótin voru tvö þúsund sýni sem þegar höfðu verið tekin send í pappakössum á heilsugæsluna í Hamraborg. Nú hefur verið undirritaður skammtímasamningur við rannsóknarstofu í Danmörku um greiningu á þessum sýnum. Gert er ráð fyrir að langtímasamningur verði undirritaður í næstu viku. Héðan í frá verða því öll sýni fullrannsökuð þar. Um eitt þúsund af eldri sýnunum hafa nú verið send á rannsóknarstofuna. Enn er þó vandi fyrir höndum þar sem rannsóknarstofan notar minni sýnatökuglös en Krabbmeinsfélagið gerði. Rannsóknarstofan í Danmörku notar minni glösin en Krabbameinsfélagið notaði stærri glösin.vísir/Sigurjón Stóru glösin passa ekki í rannsóknartæki stofunnar til fullgreiningar og skoðun á þessum sýnum mun því ekki leiða í ljós hvort kona sé með frumubreytingar sem geta valdið krabbameini. „Það er ekki hægt að fullrannsaka þau. Þau verða bara HPV mæld og þær konur sem eru með HPV veiruna þurfa því að koma aftur eftir þrjá mánuði til að sjá hvort þær séu enn með hana,” segir Kristján Oddsson, svæðisstjóri og fagstjóri lækninga hjá heilsugæslunni í Hamraborg. Hluti kvennnanna þarf því að koma aftur í sýnatöku. Einnig er mögulegt að hluti sýnanna tilheyri konum sem höfðu þegar mætt í endurkomu, vita nú þegar að þær eru með HPV veiruna og biðu eftir niðurstöðu varðandi frumubreytingar. Heilsugæslan hefur ákveðið að bjóða konum sem þurfa að koma aftur vegna þessa ókeypis sýnatöku. Krabbameinsleit í leghálsi var um áramótin færð frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar.vísir/Vilhelm „Það hefði alveg verið hægt að rannsaka þessi sýni hérna heima. Landspítalinn hefði getað HPV mælt þessi sýni hérna heima og það hefði veirð hægt að nýta frumurannsóknarstofu Landspítalans til þess og klára þessi mál hjá Krabbameinsfélaginu,” segir Kristján. „Mér finnst eiginlega alveg óskiljanlegt að það hafi ekki verið gert og skil ekki af hverju það var skilið svona við. Þessar konur voru skimaðar á vegum Krabbameinsfélagsins og manni hefði þótt eðlilegt að Krabbameinsfélagið hefði klárað að rannsaka þær líka.” Hefði heilsugæslan ekki getað sent þessi sýni eitthvert annað? „Það hefði sjálfsagt verið hægt að HPV mæla þau hvar sem er. En það sem hefur tafið þetta ferli allt saman er ekki síst covid, bæði hér á landi og ekki síst í Danmörku. Fólk hefur verið upptekið við covid, einnig lögfræðingar sem sjá um alla samningagerð, og það er skýringin á þessum töfum.” Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Krabbameinsfélagið hætti að láta greina sýni úr leghálsskimunum í nóvember og þegar skimanir færðust yfir til heilsugæslunnar um áramótin voru tvö þúsund sýni sem þegar höfðu verið tekin send í pappakössum á heilsugæsluna í Hamraborg. Nú hefur verið undirritaður skammtímasamningur við rannsóknarstofu í Danmörku um greiningu á þessum sýnum. Gert er ráð fyrir að langtímasamningur verði undirritaður í næstu viku. Héðan í frá verða því öll sýni fullrannsökuð þar. Um eitt þúsund af eldri sýnunum hafa nú verið send á rannsóknarstofuna. Enn er þó vandi fyrir höndum þar sem rannsóknarstofan notar minni sýnatökuglös en Krabbmeinsfélagið gerði. Rannsóknarstofan í Danmörku notar minni glösin en Krabbameinsfélagið notaði stærri glösin.vísir/Sigurjón Stóru glösin passa ekki í rannsóknartæki stofunnar til fullgreiningar og skoðun á þessum sýnum mun því ekki leiða í ljós hvort kona sé með frumubreytingar sem geta valdið krabbameini. „Það er ekki hægt að fullrannsaka þau. Þau verða bara HPV mæld og þær konur sem eru með HPV veiruna þurfa því að koma aftur eftir þrjá mánuði til að sjá hvort þær séu enn með hana,” segir Kristján Oddsson, svæðisstjóri og fagstjóri lækninga hjá heilsugæslunni í Hamraborg. Hluti kvennnanna þarf því að koma aftur í sýnatöku. Einnig er mögulegt að hluti sýnanna tilheyri konum sem höfðu þegar mætt í endurkomu, vita nú þegar að þær eru með HPV veiruna og biðu eftir niðurstöðu varðandi frumubreytingar. Heilsugæslan hefur ákveðið að bjóða konum sem þurfa að koma aftur vegna þessa ókeypis sýnatöku. Krabbameinsleit í leghálsi var um áramótin færð frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar.vísir/Vilhelm „Það hefði alveg verið hægt að rannsaka þessi sýni hérna heima. Landspítalinn hefði getað HPV mælt þessi sýni hérna heima og það hefði veirð hægt að nýta frumurannsóknarstofu Landspítalans til þess og klára þessi mál hjá Krabbameinsfélaginu,” segir Kristján. „Mér finnst eiginlega alveg óskiljanlegt að það hafi ekki verið gert og skil ekki af hverju það var skilið svona við. Þessar konur voru skimaðar á vegum Krabbameinsfélagsins og manni hefði þótt eðlilegt að Krabbameinsfélagið hefði klárað að rannsaka þær líka.” Hefði heilsugæslan ekki getað sent þessi sýni eitthvert annað? „Það hefði sjálfsagt verið hægt að HPV mæla þau hvar sem er. En það sem hefur tafið þetta ferli allt saman er ekki síst covid, bæði hér á landi og ekki síst í Danmörku. Fólk hefur verið upptekið við covid, einnig lögfræðingar sem sjá um alla samningagerð, og það er skýringin á þessum töfum.”
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira