#KagawaIsHere #PAOK #RiseUp @S_Kagawa0317 pic.twitter.com/X420JNHdRu
— PAOK FC (@PAOK_FC) January 27, 2021
Kagawa, sem er 31 árs, er hvað þekktastur fyrir tíma sinn hjá Borussia Dortmund og Manchester United. Hann varð tvisvar sinnum þýskur meistari og tvisvar sinnum bikarmeistari með Dortmund og einu sinni Englandsmeistari með United.
Japanski landsliðsmaðurinn lék með Dortmund 2010-12 en fór svo til United. Þar var hann í tvö ár áður en hann gekk aftur í raðir Dortmund.
Kagawa lék sem lánsmaður með Besiktas í Tyrklandi 2019 og á síðasta tímabili var hann hjá Real Zaragoza í spænsku B-deildinni.
Sverrir hefur leikið með PAOK undanfarin tvö ár. Hann kom til gríska liðsins frá Rostov í Rússlandi í febrúar 2019.
PAOK er í 4. sæti grísku úrvalsdeildarinnar með 36 stig.