Opinberir aðilar áforma framkvæmdir upp á 139 milljarða í ár Heimir Már Pétursson skrifar 27. janúar 2021 11:57 Mestu munaði um samdrátt í framkvæmdum Ísavia á síðasta ári. Áætlanir voru uppi um að framkvæma fyrir 21 milljarð en á endanum var framkvæmt fyrir 200 milljónir króna. Vísir/Vilhelm Framkvæmdir opinberra aðila voru mun minni í fyrra en þeir höfðu boðað á útboðsþingi í upphafi þess árs. Mestu munar um stórfelldan samdrátt í framkvæmdum hjá Ísavia. Reykjavíkurborg stóð hins vegar nokkurn vegin við áform sem gefin voru á útboðsþingi í byrjun síðasta árs. Árlegt útboðsþing Samtaka iðnaðarins fór fram í morgun þar sem fulltrúar stærstu opinberra aðila kynntu áform sín um framkvæmdir og útboð á þessu ári. Kórónuveirufaraldurinn breytti ýmsum áformum ríkis, sveitarfélaga og stofnanna þeirra í fyrra. Þannig var heildarverðmæti framkvæmda á árinu 2020 um 29 prósentum minna en boðað var á útboðsþingi í upphafi þess árs. Árni Sigurjónsson formaður Samtaka iðnaðarins segir sláandi hvað framkvæmdir opinberra aðila reyndust mikið minni á síðasta ári en áætlanir gerðu ráð fyrir.Vísir/Vilhelm Árni Sigurjónsson formaður Samtaka iðnaðarins sagði við setningu útboðsþings að mestu hafi munað um mikinn samdrátt í framkvæmdum Ísavia sem ætlaði að framkvæma fyrir 21 milljarð í fyrran en endaði í 200 milljónum. „Þá voru framkvæmdir framkvæmdir Vegagerðarinnar á síðasta ári 7,6 milljörðum minni en boðaðar framkvæmdir á útboðsþingi í fyrra. Nefna má að nánast engar framkvæmdir voru á vegum Faxaflóahafna og Orku náttúrunnar á síðasta ári. Þetta er býsna sláandi á tímum mikils samdráttar í efnahagslífinu. Við þreytumst ekki á að minna á að fjárfesting í dag sé hagvöxtur á morgun. Þar spila innviðir landsins lykilhlutverk,“ sagði Árni. Reykjavíkurborg boðaði framkvæmdir fyrir 19,6 milljarða króna á útboðsþingi í fyrra auk 2,5 milljarða króna í fjárfestingarátak vegna COVID-19. Heildarverðmæti framkvæmda hljóðaði upp á 21,1 milljarð króna sem var einum milljarði minna en áætlanir ársins gerðu ráð fyrir. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir borgina ætla að gefa enn meira í með framkvæmdir á þessu ári en gert var á því síðasta þegar borgin var nokkurn veginn á áætlun meðan flestir drógu úr áætlunum sínum.Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vonar að árið í ár verði gríðarstórt í framkvæmdum undir merkjum græna plansins hjá borginni, en samanlagt áætla borgin og stofnanir hennar að fjárfesta fyrir 34,7 milljarða á þessu ári. „Þar sem við erum að flýta stórum fjárfestingum í grænni framtíð. Grænum innviðum í samgöngum og borginni í heild. Til þess að ýta undir efnahagslega endurreisn og fjárfesta í framtíðar lífsgæðum í borginni,“ sagði Dagur. Þá stefna fleiri stórir aðilar að aukningu framkvæmda. Þannig stefnir Ísavía á að framkvæma fyrir um 13 milljarðasvo eitthvað sé nefnt. En samanlagt boðuðu opinberir aðilar á útboðsþingi framkvæmdir upp á 139 milljarða á þessu ári. Reykjavík Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Bein útsending: Útboðsþing Samtaka iðnaðarins Útboðsþing Samtaka iðnaðarins fer fram í beinu streymi í dag og stendur milli klukkan 9 og 10:30. Á þinginu kynna fulltrúar ellefu opinberra aðila fyrirhugaðar verklegar framkvæmdir á árinu og má því fá gott yfirlit yfir helstu útboð ársins, að því er fram kemur í tilkynningu frá SI. 27. janúar 2021 08:30 Hlutafé Isavia aukið vegna rekstrartaps í kreppunni Gengið var frá 15 milljarða króna hlutafjáraukningu á hluthafafundi Isavia sem haldinn var þann 12. janúar síðastliðinn. Hlutafjáraukningunni er ætlað að mæta rekstrartapi vegna COVID-19. 19. janúar 2021 12:26 Vonast eftir aðkomu lífeyrissjóða að Sundabraut Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, mun kynna skýrslu um gerð Sundabrautar og hvernig hægt verði að fara í þær framkvæmdir. Þetta sagði Sigurður í Sprengisandi á Bylgjunni í dag þegar hann var spurður um mögulega aðkomu lífeyrissjóða að stórum samgönguframkvæmdum hér á landi. 24. janúar 2021 11:40 Tólf milljarða króna framkvæmdir að hefjast við stækkun Reykjanesvirkjunar HS Orka hefur ákveðið að hefja tólf milljarða króna framkvæmdir við stækkun Reykjanesvirkjunar. Verksamningar við þrjú verktakafyrirtæki, Ístak, Hamar og Rafal, verða undirritaðir næstkomandi föstudag. 12. janúar 2021 22:52 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Erlent Fleiri fréttir Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Fimm ára refsing eftir misheppnað smygl á amfetamíni í barnakoju Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Sjá meira
Árlegt útboðsþing Samtaka iðnaðarins fór fram í morgun þar sem fulltrúar stærstu opinberra aðila kynntu áform sín um framkvæmdir og útboð á þessu ári. Kórónuveirufaraldurinn breytti ýmsum áformum ríkis, sveitarfélaga og stofnanna þeirra í fyrra. Þannig var heildarverðmæti framkvæmda á árinu 2020 um 29 prósentum minna en boðað var á útboðsþingi í upphafi þess árs. Árni Sigurjónsson formaður Samtaka iðnaðarins segir sláandi hvað framkvæmdir opinberra aðila reyndust mikið minni á síðasta ári en áætlanir gerðu ráð fyrir.Vísir/Vilhelm Árni Sigurjónsson formaður Samtaka iðnaðarins sagði við setningu útboðsþings að mestu hafi munað um mikinn samdrátt í framkvæmdum Ísavia sem ætlaði að framkvæma fyrir 21 milljarð í fyrran en endaði í 200 milljónum. „Þá voru framkvæmdir framkvæmdir Vegagerðarinnar á síðasta ári 7,6 milljörðum minni en boðaðar framkvæmdir á útboðsþingi í fyrra. Nefna má að nánast engar framkvæmdir voru á vegum Faxaflóahafna og Orku náttúrunnar á síðasta ári. Þetta er býsna sláandi á tímum mikils samdráttar í efnahagslífinu. Við þreytumst ekki á að minna á að fjárfesting í dag sé hagvöxtur á morgun. Þar spila innviðir landsins lykilhlutverk,“ sagði Árni. Reykjavíkurborg boðaði framkvæmdir fyrir 19,6 milljarða króna á útboðsþingi í fyrra auk 2,5 milljarða króna í fjárfestingarátak vegna COVID-19. Heildarverðmæti framkvæmda hljóðaði upp á 21,1 milljarð króna sem var einum milljarði minna en áætlanir ársins gerðu ráð fyrir. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir borgina ætla að gefa enn meira í með framkvæmdir á þessu ári en gert var á því síðasta þegar borgin var nokkurn veginn á áætlun meðan flestir drógu úr áætlunum sínum.Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vonar að árið í ár verði gríðarstórt í framkvæmdum undir merkjum græna plansins hjá borginni, en samanlagt áætla borgin og stofnanir hennar að fjárfesta fyrir 34,7 milljarða á þessu ári. „Þar sem við erum að flýta stórum fjárfestingum í grænni framtíð. Grænum innviðum í samgöngum og borginni í heild. Til þess að ýta undir efnahagslega endurreisn og fjárfesta í framtíðar lífsgæðum í borginni,“ sagði Dagur. Þá stefna fleiri stórir aðilar að aukningu framkvæmda. Þannig stefnir Ísavía á að framkvæma fyrir um 13 milljarðasvo eitthvað sé nefnt. En samanlagt boðuðu opinberir aðilar á útboðsþingi framkvæmdir upp á 139 milljarða á þessu ári.
Reykjavík Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Bein útsending: Útboðsþing Samtaka iðnaðarins Útboðsþing Samtaka iðnaðarins fer fram í beinu streymi í dag og stendur milli klukkan 9 og 10:30. Á þinginu kynna fulltrúar ellefu opinberra aðila fyrirhugaðar verklegar framkvæmdir á árinu og má því fá gott yfirlit yfir helstu útboð ársins, að því er fram kemur í tilkynningu frá SI. 27. janúar 2021 08:30 Hlutafé Isavia aukið vegna rekstrartaps í kreppunni Gengið var frá 15 milljarða króna hlutafjáraukningu á hluthafafundi Isavia sem haldinn var þann 12. janúar síðastliðinn. Hlutafjáraukningunni er ætlað að mæta rekstrartapi vegna COVID-19. 19. janúar 2021 12:26 Vonast eftir aðkomu lífeyrissjóða að Sundabraut Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, mun kynna skýrslu um gerð Sundabrautar og hvernig hægt verði að fara í þær framkvæmdir. Þetta sagði Sigurður í Sprengisandi á Bylgjunni í dag þegar hann var spurður um mögulega aðkomu lífeyrissjóða að stórum samgönguframkvæmdum hér á landi. 24. janúar 2021 11:40 Tólf milljarða króna framkvæmdir að hefjast við stækkun Reykjanesvirkjunar HS Orka hefur ákveðið að hefja tólf milljarða króna framkvæmdir við stækkun Reykjanesvirkjunar. Verksamningar við þrjú verktakafyrirtæki, Ístak, Hamar og Rafal, verða undirritaðir næstkomandi föstudag. 12. janúar 2021 22:52 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Erlent Fleiri fréttir Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Fimm ára refsing eftir misheppnað smygl á amfetamíni í barnakoju Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Sjá meira
Bein útsending: Útboðsþing Samtaka iðnaðarins Útboðsþing Samtaka iðnaðarins fer fram í beinu streymi í dag og stendur milli klukkan 9 og 10:30. Á þinginu kynna fulltrúar ellefu opinberra aðila fyrirhugaðar verklegar framkvæmdir á árinu og má því fá gott yfirlit yfir helstu útboð ársins, að því er fram kemur í tilkynningu frá SI. 27. janúar 2021 08:30
Hlutafé Isavia aukið vegna rekstrartaps í kreppunni Gengið var frá 15 milljarða króna hlutafjáraukningu á hluthafafundi Isavia sem haldinn var þann 12. janúar síðastliðinn. Hlutafjáraukningunni er ætlað að mæta rekstrartapi vegna COVID-19. 19. janúar 2021 12:26
Vonast eftir aðkomu lífeyrissjóða að Sundabraut Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, mun kynna skýrslu um gerð Sundabrautar og hvernig hægt verði að fara í þær framkvæmdir. Þetta sagði Sigurður í Sprengisandi á Bylgjunni í dag þegar hann var spurður um mögulega aðkomu lífeyrissjóða að stórum samgönguframkvæmdum hér á landi. 24. janúar 2021 11:40
Tólf milljarða króna framkvæmdir að hefjast við stækkun Reykjanesvirkjunar HS Orka hefur ákveðið að hefja tólf milljarða króna framkvæmdir við stækkun Reykjanesvirkjunar. Verksamningar við þrjú verktakafyrirtæki, Ístak, Hamar og Rafal, verða undirritaðir næstkomandi föstudag. 12. janúar 2021 22:52