Innlent

Krapaflóðið tók sundur stofnstreng

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá vettvangi á Mývatnsöræfum í dag.
Frá vettvangi á Mývatnsöræfum í dag. Lögreglan

Krapaflóðið í Jökulsá á fjöllum í dag tók í sundur stofnstreng milli Reykjahlíðar og Hjarðarhaga. Ekki er gert ráð fyrir að hægt verði að gera við strenginn fyrr en á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mílu.

Krapaflóðið úr Jökulsá fór yfir stóran hluta þjóðvegarins við Grímsstaði síðdegis í dag. Hringveginum hefur því verið lokað og vegfarendum bent á hjáleið um veg 85. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að krapahaugurinn sé um þriggja metra djúpur.

Míla segir í tilkynningu að aðstæður séu erfiðar á svæðinu. Lokað hafi verið fyrir alla umferð og vinnu í kringum brúna yfir Jökulsá, sem valdi því að fresta verði allri vinnu við strenginn fram til morguns.

Sigurrós Jónsdóttir samskiptastjóri Mílu segir í samtali við Vísi að rofið á strengnum, sem er í eigu annarra en er mikilvægt stofnsamband hjá Mílu, ætti ekki að valda miklum truflunum. Notendasambönd, þ.e. GSM- og nettengingar fólks, ættu að vera í lagi.


Tengdar fréttir

Þriggja metra djúpur „krapahaugur“ lokar þjóðveginum

Krapastífla flæðir nú yfir þjóðveg 1 við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum. Vegurinn milli Mývatns og Egillstaða er lokaður af þessum sökum. Lögregla segir „krapahauginn“ einna líkastan snjóflóði; hann sé um þriggja metra djúpur og nái yfir um 200 metra vegkafla.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×