Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Þar segir að vindur verði heldur hægari á morgun og að þá létti víða til.
Á föstudag nálgast síðan lægðardrag vesturhelming landsins og fer að snjóa þar um kvöldið. Þá ver spáð austan- og norðaustanáttum um helgina með slyddu eða snjókomu í flestum landshlutum.
Það verður frostlaust með suður- og vesturströndinni en annars talsvert frost, einkum í innsveitum nyrðra.
Veðurhorfur á landinu:
Austan og norðaustan 10-18 m/s, hægari norðlæg átt A-lands. Dálítil él á N-verðu landinu, en annars bjart með köflum. Austlæg átt, 8-15 m/s eftir hádegi, en allt að 18 m/s syðst og á Vestfjörðum. Mun hægari vindur eystra. Birtir víða til síðdegis, en stöku él við sjávarsíðuna.
Austan 8-15 m/s og víða léttskýjað á morgun, hvassast syðst, en skýjað úti við N- og A-ströndina. Frost 1 til 15 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan.
Á fimmtudag:
Austan 8-15 m/s S-til á landinu, hvassast með ströndinni, en annars hæg breytileg átt. Yfirleitt bjartviðri, en skýjað með A-ströndinni og frost 0 til 10 stig, minnst syðst.
Á föstudag:
Suðaustan 8-15 m/s SV-til, lítilsháttar slydda og hiti kringum frostmarki, en annars hægir vindar, bjartviðri og talsvert frost. Gengur í norðaustanstrekking og fer að snjóa NV-til um kvöldið.
Á laugardag:
Fremur hæg suðlæg átt, lítilsháttar rigning eða slydda á víð og dreif og hiti kringum frostmark, en ákveðin norðan- og norðaustanátt með snjókomu og vægu frost NV-lands.
Á sunnudag:
Austan- og norðaustanátt með slyddu eða rigningu og frostleysi syðst á landinu, en annars hægir vindar, stöku él og vægt frost.