„Áhugavert“ bóluefni sem lofar mjög góðu Kristín Ólafsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 26. janúar 2021 19:53 Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítala og prófessor í ónæmisfræði við Háskóla Íslands. Vísir/vilhelm Sérfræðingur í ónæmisfræðum segir bóluefni Janssen gegn kórónuveirunni, sem Íslendingar gætu átt von á til landsins á fyrsta ársfjórðungi, áhugavert bóluefni, sem svipi mjög til bóluefnis AstraZeneca. Niðurstöður úr fyrsta og öðrum fasa rannsókna lofi mjög góðu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í dag að von væri á bóluefni Janssen, belgískum armi lyfjarisans Johnson & Johnson, fyrr en áður var talið. Íslendingar undirrituðu í desember samning við Janssen um kaup á bóluefnaskömmtum fyrir 235 þúsund manns. Samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu er áætlað að Lyfjastofnun Evrópu veiti bóluefninu markaðsleyfi í febrúar og áætlað hefur verið að afhending þess hefjist á þriðja ársfjórðungi. Tvö bóluefni hafa fengið markaðsleyfi hér á landi; bóluefni Pfizer/BioNTech og bóluefni Moderna, sem bæði eru svokölluð mRNA-bóluefni. Janssen-bóluefnið er hins vegar svipað bóluefni AstraZeneca, sem búist er við að fái markaðsleyfi í Evrópu í lok þessa mánaðar. Sýkir frumurnar en fjölgar sér ekki „Þetta er áhugavert bóluefni, sambærilegt uppbyggingu AstraZeneca,“ sagði Björn Rúnar Lúðvíksson, sérfræðingur í ónæmisfræði, um bóluefni Janssen í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þarna er bóluefni þar sem erfðaefninu er komið fyrir í flutningsferju, sem er þá adenóvírus, sem er einn af þeim sem geta valdið almennu kvefi. En þarna er búið að hreinsa vírusinn þannig að það eina sem hann getur gert er að sýkja frumurnar, hann fjölgar sér ekki,“ sagði Björn. „Hann kveikir í ónæmiskerfinu og innihaldið fer af stað og kemur af stað umrituninni á þessu gaddapróteini, sem er lykilatriði í því að mynda vörn gegn SARS Cov-2-veirunni.“ Bíða spennt eftir endauppgjörinu Björn sagði virkni Janssen-bóluefnisins jafnframt mjög sambærilega öðrum bóluefnum sem komin eru fram. Þá þurfi aðeins eina sprautu af bóluefninu en ekki tvær, líkt og í tilfelli Pfizer, Moderna og AstraZeneca. Frumniðurstöður fasa eitt og tvö úr rannsókn á Janssen-efninu liggja fyrir en Björn kvað þær lofa mjög góðu. Tveimur mánuðum eftir bólusetningu hefðu allir fengið verndandi ónæmi. „Við erum að bíða spennt eftir endauppgjörinu á fasa þrjú í rannsókninni, þar sem 45 þúsund þátttakendur voru bólsettir og við ættum að fá þær í næstu viku. Og ef allt gengur sem horfir, og ég sé raunverulega engin ljón í veginum nema eitthvað óvænt komi upp á í því uppgjöri, þá gætum við verið að sjá fyrstu samþykki um miðjan, lok febrúar .“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segja fréttir um takmarkaða virkni byggja á mistúlkun gagna Þýska heilbrigðisráðuneytið og AstraZeneca hafna fréttum þess efnis að bóluefni lyfjafyrirtækisins gegn Covid-19 virki ekki eins og áður hafði verið talað um. Forsvarsmenn AstraZeneca segja fréttirnar „fullkomlega rangar“ en samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu er um að ræða mistúlkun á gögnum. 26. janúar 2021 19:37 „Ósköp var þetta nú Miðflokkslegt“ „Ósköp var þetta nú Miðflokkslegt. En gott og vel, það er bara partur af veruleikanum hér í þingsal og eitthvað sem við verðum að reyna að hafa skilning á,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, þegar hún svaraði fyrirpurn Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, um bóluefni. 26. janúar 2021 18:18 Tilkynningar um andlát orðnar átta Lyfjastofnun var í gær tilkynnt um andlát aldraðrar manneskju sem fengið hafði bólusetningu gegn kórónuveirunni með bóluefni Pfizer. Engar vísbendingar eru um tengsl bólusetningarinnar og andlátsins. Stofnuninni hefur nú verið tilkynnt um átta andlát eftir bólusetningu. 26. janúar 2021 17:48 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í dag að von væri á bóluefni Janssen, belgískum armi lyfjarisans Johnson & Johnson, fyrr en áður var talið. Íslendingar undirrituðu í desember samning við Janssen um kaup á bóluefnaskömmtum fyrir 235 þúsund manns. Samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu er áætlað að Lyfjastofnun Evrópu veiti bóluefninu markaðsleyfi í febrúar og áætlað hefur verið að afhending þess hefjist á þriðja ársfjórðungi. Tvö bóluefni hafa fengið markaðsleyfi hér á landi; bóluefni Pfizer/BioNTech og bóluefni Moderna, sem bæði eru svokölluð mRNA-bóluefni. Janssen-bóluefnið er hins vegar svipað bóluefni AstraZeneca, sem búist er við að fái markaðsleyfi í Evrópu í lok þessa mánaðar. Sýkir frumurnar en fjölgar sér ekki „Þetta er áhugavert bóluefni, sambærilegt uppbyggingu AstraZeneca,“ sagði Björn Rúnar Lúðvíksson, sérfræðingur í ónæmisfræði, um bóluefni Janssen í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þarna er bóluefni þar sem erfðaefninu er komið fyrir í flutningsferju, sem er þá adenóvírus, sem er einn af þeim sem geta valdið almennu kvefi. En þarna er búið að hreinsa vírusinn þannig að það eina sem hann getur gert er að sýkja frumurnar, hann fjölgar sér ekki,“ sagði Björn. „Hann kveikir í ónæmiskerfinu og innihaldið fer af stað og kemur af stað umrituninni á þessu gaddapróteini, sem er lykilatriði í því að mynda vörn gegn SARS Cov-2-veirunni.“ Bíða spennt eftir endauppgjörinu Björn sagði virkni Janssen-bóluefnisins jafnframt mjög sambærilega öðrum bóluefnum sem komin eru fram. Þá þurfi aðeins eina sprautu af bóluefninu en ekki tvær, líkt og í tilfelli Pfizer, Moderna og AstraZeneca. Frumniðurstöður fasa eitt og tvö úr rannsókn á Janssen-efninu liggja fyrir en Björn kvað þær lofa mjög góðu. Tveimur mánuðum eftir bólusetningu hefðu allir fengið verndandi ónæmi. „Við erum að bíða spennt eftir endauppgjörinu á fasa þrjú í rannsókninni, þar sem 45 þúsund þátttakendur voru bólsettir og við ættum að fá þær í næstu viku. Og ef allt gengur sem horfir, og ég sé raunverulega engin ljón í veginum nema eitthvað óvænt komi upp á í því uppgjöri, þá gætum við verið að sjá fyrstu samþykki um miðjan, lok febrúar .“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segja fréttir um takmarkaða virkni byggja á mistúlkun gagna Þýska heilbrigðisráðuneytið og AstraZeneca hafna fréttum þess efnis að bóluefni lyfjafyrirtækisins gegn Covid-19 virki ekki eins og áður hafði verið talað um. Forsvarsmenn AstraZeneca segja fréttirnar „fullkomlega rangar“ en samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu er um að ræða mistúlkun á gögnum. 26. janúar 2021 19:37 „Ósköp var þetta nú Miðflokkslegt“ „Ósköp var þetta nú Miðflokkslegt. En gott og vel, það er bara partur af veruleikanum hér í þingsal og eitthvað sem við verðum að reyna að hafa skilning á,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, þegar hún svaraði fyrirpurn Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, um bóluefni. 26. janúar 2021 18:18 Tilkynningar um andlát orðnar átta Lyfjastofnun var í gær tilkynnt um andlát aldraðrar manneskju sem fengið hafði bólusetningu gegn kórónuveirunni með bóluefni Pfizer. Engar vísbendingar eru um tengsl bólusetningarinnar og andlátsins. Stofnuninni hefur nú verið tilkynnt um átta andlát eftir bólusetningu. 26. janúar 2021 17:48 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
Segja fréttir um takmarkaða virkni byggja á mistúlkun gagna Þýska heilbrigðisráðuneytið og AstraZeneca hafna fréttum þess efnis að bóluefni lyfjafyrirtækisins gegn Covid-19 virki ekki eins og áður hafði verið talað um. Forsvarsmenn AstraZeneca segja fréttirnar „fullkomlega rangar“ en samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu er um að ræða mistúlkun á gögnum. 26. janúar 2021 19:37
„Ósköp var þetta nú Miðflokkslegt“ „Ósköp var þetta nú Miðflokkslegt. En gott og vel, það er bara partur af veruleikanum hér í þingsal og eitthvað sem við verðum að reyna að hafa skilning á,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, þegar hún svaraði fyrirpurn Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, um bóluefni. 26. janúar 2021 18:18
Tilkynningar um andlát orðnar átta Lyfjastofnun var í gær tilkynnt um andlát aldraðrar manneskju sem fengið hafði bólusetningu gegn kórónuveirunni með bóluefni Pfizer. Engar vísbendingar eru um tengsl bólusetningarinnar og andlátsins. Stofnuninni hefur nú verið tilkynnt um átta andlát eftir bólusetningu. 26. janúar 2021 17:48