Forsætisráðherra Ítalíu búinn að segja af sér Atli Ísleifsson skrifar 26. janúar 2021 12:45 Giuseppe Conte, sem starfaði áður sem lagaprófessor, hefur leitt tvær samsteypustjórnir á Ítalíu frá árinu 2018. Getty/Massimo Di Vita Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, hefur sagt af sér embætti og er óljóst hvort að honum muni takast að setja saman nýja ríkisstjórn. Conte gekk á fund forsetans Sergio Mattarella í dag og tilkynnti um afsögn sína. Conte hefur sætt gagnrýni fyrir aðgerðir stjórnar sinnar í tengslum við heimsfaraldurinn. Alls hafa 85 þúsund manns látist af völdum Covid-19 á Ítalíu frá upphafi faraldursins. BBC segir möguleika á að Mattarella muni biðja Conte um að mynda nýja stjórn, en stjórnarflokkarnir misstu meirihluta sinn í öldungadeild þingsins í síðustu viku. Einnig er möguleiki á að annar verði beðinn um að mynda nýja stjórn, eða þá að niðurstaðan verði að boðað verði til nýrra kosninga. Conte, sem starfaði áður sem lagaprófessor, hefur leitt tvær samsteypustjórnir frá árinu 2018. BBC segir Conte nú funda með Elisabetta Casellati, forseta öldungadeildar þingsins, um þá stöðu sem uppi er í ítölskum stjórnmálum. Conte stóðst í síðustu viku tillögu um vantraust á þinginu. Hún var lögð fram eftir að Matteo Renzi, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, dró flokk sinn, Italia Viva, úr samsteypustjórn Contes. Renzi sagði flokkinn einungis ganga aftur til liðs við stjórnina ef Conte myndi ganga að ákveðnum skilyrðum, meðal annars um fjárveitingar úr ríkissjóði. Fulltrúar Fimm stjörnu hreyfingarinnar segja að flokkurinn muni áfram halda tryggð við Conte. Í fimmtán mánuði leiddi Conte samsteypustjórn Fimm stjörnu hreyfingarinnar og hægriöfgaflokksins Bandalagsins. Sú stjórn sprakk þegar Matteo Salvini, leiðtogi Bandalagsins, dró flokkinn út úr stjórninni í tilraun til að tryggja nýjar kosningar. Það tókst hins vegar ekki eftir að Fimm stjörnu hreyfingin, Lýðræðisflokkurinn og fleiri flokkar ákváðu að snúa bökum saman og mynda nýja stjórn – aftur undir stjórn Contes. Ítalía Tengdar fréttir Forsætisráðherra Ítalíu segir af sér á morgun en vonast til að mynda nýja stjórn Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, hyggst segja af sér embætti á morgun. Conte vonast þó til þess að fá umboð frá forseta landsins til að mynda nýja og sterkari ríkisstjórn eftir að hann tapaði meirihluta í öldungadeild þingsins. 25. janúar 2021 20:15 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Sjá meira
Conte hefur sætt gagnrýni fyrir aðgerðir stjórnar sinnar í tengslum við heimsfaraldurinn. Alls hafa 85 þúsund manns látist af völdum Covid-19 á Ítalíu frá upphafi faraldursins. BBC segir möguleika á að Mattarella muni biðja Conte um að mynda nýja stjórn, en stjórnarflokkarnir misstu meirihluta sinn í öldungadeild þingsins í síðustu viku. Einnig er möguleiki á að annar verði beðinn um að mynda nýja stjórn, eða þá að niðurstaðan verði að boðað verði til nýrra kosninga. Conte, sem starfaði áður sem lagaprófessor, hefur leitt tvær samsteypustjórnir frá árinu 2018. BBC segir Conte nú funda með Elisabetta Casellati, forseta öldungadeildar þingsins, um þá stöðu sem uppi er í ítölskum stjórnmálum. Conte stóðst í síðustu viku tillögu um vantraust á þinginu. Hún var lögð fram eftir að Matteo Renzi, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, dró flokk sinn, Italia Viva, úr samsteypustjórn Contes. Renzi sagði flokkinn einungis ganga aftur til liðs við stjórnina ef Conte myndi ganga að ákveðnum skilyrðum, meðal annars um fjárveitingar úr ríkissjóði. Fulltrúar Fimm stjörnu hreyfingarinnar segja að flokkurinn muni áfram halda tryggð við Conte. Í fimmtán mánuði leiddi Conte samsteypustjórn Fimm stjörnu hreyfingarinnar og hægriöfgaflokksins Bandalagsins. Sú stjórn sprakk þegar Matteo Salvini, leiðtogi Bandalagsins, dró flokkinn út úr stjórninni í tilraun til að tryggja nýjar kosningar. Það tókst hins vegar ekki eftir að Fimm stjörnu hreyfingin, Lýðræðisflokkurinn og fleiri flokkar ákváðu að snúa bökum saman og mynda nýja stjórn – aftur undir stjórn Contes.
Ítalía Tengdar fréttir Forsætisráðherra Ítalíu segir af sér á morgun en vonast til að mynda nýja stjórn Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, hyggst segja af sér embætti á morgun. Conte vonast þó til þess að fá umboð frá forseta landsins til að mynda nýja og sterkari ríkisstjórn eftir að hann tapaði meirihluta í öldungadeild þingsins. 25. janúar 2021 20:15 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Sjá meira
Forsætisráðherra Ítalíu segir af sér á morgun en vonast til að mynda nýja stjórn Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, hyggst segja af sér embætti á morgun. Conte vonast þó til þess að fá umboð frá forseta landsins til að mynda nýja og sterkari ríkisstjórn eftir að hann tapaði meirihluta í öldungadeild þingsins. 25. janúar 2021 20:15