Elfa Svanhildur nýr forstjóri Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar Atli Ísleifsson skrifar 25. janúar 2021 12:06 Elfa Svanhildur Hermannsdóttir og Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Stjr Félags- og barnamálaráðherra hefur skipað Elfu Svanhildi Hermannsdóttur í embætti forstjóra Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur skipað Elfu Svanhildi Hermannsdóttur, framkvæmdastjóra Infomentor, í embætti forstjóra Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga. Elfa er skipuð til fimm ára og tekur til starfa 1. mars næstkomandi. Elfa Svanhildur tekur við starfinu af Margréti Maríu Sigurðardóttur sem var skipuð lögreglustjóri á Austurlandi fyrr á árinu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef félagsmálaráðuneytisins. Þar segir að Elfa sé með B.ed. í grunnskólakennarafræðum frá Kennaraháskóla Íslands og PGDip í stjórnun menntastofnana frá Háskóla Íslands. „Þá lauk hún PGDip í sérkennslufræðum blindra og sjónskertra nemenda frá University of Birmingham. Elfa kláraði MPM meistaranám í verkefnastjórnun árið 2011 frá Háskóla Íslands þar sem lokaverkefnið fjallaði um sameiningu eða samvinnu stofnana fyrir fólk með skerðingar. Elfa hefur víðtæka þekkingu og reynslu af þeim málaflokkum sem heyra undir stofnunina. Á árunum 2007-2009 var hún kennsluráðgjafi hjá Blindrafélaginu þar sem hún hafði meðal annars umsjón með utanumhaldi um öll sjónskert börn á Íslandi og tók þátt í uppbyggingu stofnunarinnar. Frá 2010 til 2016 var Elfa þjónustustjóri hjá Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu en það starf fól meðal annars í sér skipulagningu og umsjón á þjónustu á landsvísu ásamt utanumhaldi um námskeið og fræðslu á vegum miðstöðvarinnar. Þá var Elfa forstöðumaður Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða árin 2016-2018 þar sem hún stýrði daglegum rekstri og áætlanagerð. Hún gerðist svo framkvæmdastjóri Infomentor árið 2018 og gegnir því starfi í dag. Þar stýrir hún daglegum rekstri fyrirtækisins, ber ábyrgð á stefnumótun, áætlanagerð og þróun á hugbúnaðarlausnunum Mentor og Karellen, upplýsinga- og stjórnkerfum fyrir skólastofnanir,“ segir í tilkynningunni. Vistaskipti Félagsmál Stjórnsýsla Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur skipað Elfu Svanhildi Hermannsdóttur, framkvæmdastjóra Infomentor, í embætti forstjóra Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga. Elfa er skipuð til fimm ára og tekur til starfa 1. mars næstkomandi. Elfa Svanhildur tekur við starfinu af Margréti Maríu Sigurðardóttur sem var skipuð lögreglustjóri á Austurlandi fyrr á árinu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef félagsmálaráðuneytisins. Þar segir að Elfa sé með B.ed. í grunnskólakennarafræðum frá Kennaraháskóla Íslands og PGDip í stjórnun menntastofnana frá Háskóla Íslands. „Þá lauk hún PGDip í sérkennslufræðum blindra og sjónskertra nemenda frá University of Birmingham. Elfa kláraði MPM meistaranám í verkefnastjórnun árið 2011 frá Háskóla Íslands þar sem lokaverkefnið fjallaði um sameiningu eða samvinnu stofnana fyrir fólk með skerðingar. Elfa hefur víðtæka þekkingu og reynslu af þeim málaflokkum sem heyra undir stofnunina. Á árunum 2007-2009 var hún kennsluráðgjafi hjá Blindrafélaginu þar sem hún hafði meðal annars umsjón með utanumhaldi um öll sjónskert börn á Íslandi og tók þátt í uppbyggingu stofnunarinnar. Frá 2010 til 2016 var Elfa þjónustustjóri hjá Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu en það starf fól meðal annars í sér skipulagningu og umsjón á þjónustu á landsvísu ásamt utanumhaldi um námskeið og fræðslu á vegum miðstöðvarinnar. Þá var Elfa forstöðumaður Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða árin 2016-2018 þar sem hún stýrði daglegum rekstri og áætlanagerð. Hún gerðist svo framkvæmdastjóri Infomentor árið 2018 og gegnir því starfi í dag. Þar stýrir hún daglegum rekstri fyrirtækisins, ber ábyrgð á stefnumótun, áætlanagerð og þróun á hugbúnaðarlausnunum Mentor og Karellen, upplýsinga- og stjórnkerfum fyrir skólastofnanir,“ segir í tilkynningunni.
Vistaskipti Félagsmál Stjórnsýsla Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira