Betra skipulag hefði mögulega komið í veg fyrir að sýnin stæðu óhreyfð Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. janúar 2021 20:31 Sýnin hafa legið vikum saman óhreyfð í pappakössum. Vísir/Egill Framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins segir fyrirætlanir um að hækka skimunaraldur fyrir brjóstakrabbameini, sem síðar var frestað, skerða traust kvenna til skimana. Þá hefði verið hægt að koma í veg fyrir að leghálssýni stæðu óhreyfð með betra skipulagi. Eftir mikla gagnrýni á ákvörðun heilbrigðisráðherra þess efnis að hækka neðri mörk aldursviðmiða vegna skimana fyrir brjóstakrabbameini úr 40 ára í 50 ákvað heilbrigðisráðherra að fresta breytingunni um ótiltekinn tíma. Framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins segir umræðu um slíka breytingu hafa áhrif á traust kvenna. „Ég held að svona umræða ógni alltaf að einhverju leyti trausti og öryggi,“ sagði Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Umræðan sýni að skimun fyrir krabbameini skipti þjóðina miklu máli. Skimanir fyrir leghálskrabbameini færðust frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar um áramótin. Krabbameinsfélagið hætti að láta greina synin í nóvember og þegar skiptin urðu voru sýnin send á heilsugæsluna í Hamraborg. Greint var frá því í síðustu viku að tvö þúsund sýni úr leghálsskimun fyrir krabbameini hafi legið vikum saman óhreyfð í pappakössum vegna skorts á samningum. Halla Þorvaldsdóttir. Halla segir að það hefði veirð hægt að koma í veg fyrir að sýni stæðu óhreyfð með betra skipulagi. „Það sem klikkar er að það er ekki tilbúin rannsóknarstofa til þess að taka við þessum sýnum um áramótin. Ef það hefði veirð þá hefðu málin legið allt öðruvísi fyrir. Ég get ekki séð annað en að það hefði átt að vera hægt að ganga þannig frá málum að starfsemin hefði getað haldið beint áfram en það varð ekki einhverra hluta vegna,“ sagði Halla. Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Tengdar fréttir Tvö þúsund leghálssýni óhreyfð í pappakössum vikum saman Tvö þúsund sýni úr leghálsskimunum fyrir krabbameini hafa legið vikum saman óhreyfð í pappakössum vegna skorts á samningum. Vonir standa til að hægt verði að senda sýnin í greiningu fljótlega í næstu viku. 15. janúar 2021 19:11 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
Eftir mikla gagnrýni á ákvörðun heilbrigðisráðherra þess efnis að hækka neðri mörk aldursviðmiða vegna skimana fyrir brjóstakrabbameini úr 40 ára í 50 ákvað heilbrigðisráðherra að fresta breytingunni um ótiltekinn tíma. Framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins segir umræðu um slíka breytingu hafa áhrif á traust kvenna. „Ég held að svona umræða ógni alltaf að einhverju leyti trausti og öryggi,“ sagði Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Umræðan sýni að skimun fyrir krabbameini skipti þjóðina miklu máli. Skimanir fyrir leghálskrabbameini færðust frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar um áramótin. Krabbameinsfélagið hætti að láta greina synin í nóvember og þegar skiptin urðu voru sýnin send á heilsugæsluna í Hamraborg. Greint var frá því í síðustu viku að tvö þúsund sýni úr leghálsskimun fyrir krabbameini hafi legið vikum saman óhreyfð í pappakössum vegna skorts á samningum. Halla Þorvaldsdóttir. Halla segir að það hefði veirð hægt að koma í veg fyrir að sýni stæðu óhreyfð með betra skipulagi. „Það sem klikkar er að það er ekki tilbúin rannsóknarstofa til þess að taka við þessum sýnum um áramótin. Ef það hefði veirð þá hefðu málin legið allt öðruvísi fyrir. Ég get ekki séð annað en að það hefði átt að vera hægt að ganga þannig frá málum að starfsemin hefði getað haldið beint áfram en það varð ekki einhverra hluta vegna,“ sagði Halla.
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Tengdar fréttir Tvö þúsund leghálssýni óhreyfð í pappakössum vikum saman Tvö þúsund sýni úr leghálsskimunum fyrir krabbameini hafa legið vikum saman óhreyfð í pappakössum vegna skorts á samningum. Vonir standa til að hægt verði að senda sýnin í greiningu fljótlega í næstu viku. 15. janúar 2021 19:11 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
Tvö þúsund leghálssýni óhreyfð í pappakössum vikum saman Tvö þúsund sýni úr leghálsskimunum fyrir krabbameini hafa legið vikum saman óhreyfð í pappakössum vegna skorts á samningum. Vonir standa til að hægt verði að senda sýnin í greiningu fljótlega í næstu viku. 15. janúar 2021 19:11