Innlent

Betra skipulag hefði mögulega komið í veg fyrir að sýnin stæðu óhreyfð

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Sýnin hafa legið vikum saman óhreyfð í pappakössum.
Sýnin hafa legið vikum saman óhreyfð í pappakössum. Vísir/Egill

Framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins segir fyrirætlanir um að hækka skimunaraldur fyrir brjóstakrabbameini, sem síðar var frestað, skerða traust kvenna til skimana. Þá hefði verið hægt að koma í veg fyrir að leghálssýni stæðu óhreyfð með betra skipulagi.

Eftir mikla gagnrýni á ákvörðun heilbrigðisráðherra þess efnis að hækka neðri mörk aldursviðmiða vegna skimana fyrir brjóstakrabbameini úr 40 ára í 50 ákvað heilbrigðisráðherra að fresta breytingunni um ótiltekinn tíma. Framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins segir umræðu um slíka breytingu hafa áhrif á traust kvenna.

„Ég held að svona umræða ógni alltaf að einhverju leyti trausti og öryggi,“ sagði Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.

Umræðan sýni að skimun fyrir krabbameini skipti þjóðina miklu máli.

Skimanir fyrir leghálskrabbameini færðust frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar um áramótin. Krabbameinsfélagið hætti að láta greina synin í nóvember og þegar skiptin urðu voru sýnin send á heilsugæsluna í Hamraborg.

Greint var frá því í síðustu viku að tvö þúsund sýni úr leghálsskimun fyrir krabbameini hafi legið vikum saman óhreyfð í pappakössum vegna skorts á samningum.

Halla Þorvaldsdóttir.

Halla segir að það hefði veirð hægt að koma í veg fyrir að sýni stæðu óhreyfð með betra skipulagi.

„Það sem klikkar er að það er ekki tilbúin rannsóknarstofa til þess að taka við þessum sýnum um áramótin. Ef það hefði veirð þá hefðu málin legið allt öðruvísi fyrir. Ég get ekki séð annað en að það hefði átt að vera hægt að ganga þannig frá málum að starfsemin hefði getað haldið beint áfram en það varð ekki einhverra hluta vegna,“ sagði Halla.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.