Innlent

Tveir greindust innan­lands en átta á landa­mærum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Tveir greindust með veiruna í gær, þar af var einn í sóttkví.
Tveir greindust með veiruna í gær, þar af var einn í sóttkví. Vísir/vilhelm

Tveir greindust með kórónuveiruna í gær og var annar þeirra í sóttkví. Átta greindust á landamærum í gær, samkvæmt bráðabirgðatölum frá Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni hjá almannavörnum.

Fáir hafa greinst með kórónuveiruna undanfarna daga. Einn greindist innanlands í fyrradag og var sá í sóttkví. Daginn þar áður greindist enginn innanlands. 

Víðir lýsti þó yfir áhyggjum af því að „svikalogn“ ríkti í faraldrinum um þessar mundir. Vísbendingar væru um að fólk með einkenni færi ekki í sýnatöku vegna fárra smita sem greinst hafa undanfarið. Mikilvægt væri að allir færu í sýnatöku þegar þeir fyndu fyrir mögulegum einkennum Covid-19.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.