Innlent

Varðskipið Þór heldur vestur á firði

Sylvía Hall skrifar
Týr hefur undanfarna daga verið á Norðurlandi.
Týr hefur undanfarna daga verið á Norðurlandi. Landhelgisgæslan/Þorgeir Baldursson

Varðskipið Þór verður til taks í samvinnu við lögregluna á Vestfjörðum og almannavarnir vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum. Varðskipið verður þar á meðan þurfa þykir.

Gert er ráð fyrir því að skipið verði komið til Önundarfjarðar um hádegisbil á morgun samkvæmt tilkynningu Landhelgisgæslunnar. Varðskipið Týr hefur undanfarna daga verið á Norðurlandi þar sem snjóflóðahætta hefur einnig verið.

Hættustig er vegna snjóflóðahættu á Ísafirði og Flateyri og var ákveðið að rýma fjögur íbúðarhús og eitt atvinnuhúsnæði á Flateyri í dag. Rýmingin tók gildi í kvöld.

Óvissustigi var lýst yfir á norðanverðum Vestfjörðum í gær eftir að tvö snjóflóð féllu að vegi á Eyrarhlíð og annað seinnipartinn í Seljalandshlíð í Skutulsfirði. Tvö lítil snjóflóð féllu utan við Flateyri í fyrradag og fjögur flóð hafa fallið í norðanverðum Súgandafirði, þar af þrjú í sjó samkvæmt tilkynningu Veðurstofunnar.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.