Innlent

Rýmingar vegna snjóflóðahættu á Flateyri

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Frá snjóflóðunum á Flateyri á síðasta ári.
Frá snjóflóðunum á Flateyri á síðasta ári. VÍSIR

Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir hættustigi vegna snjóflóðahættu og verða þrjú íbúðarhús rýmd á Flateyri.

„Það er hús nr. 9 og 12 við Ólafstún og hús nr. 14 við Goðatún. Þá er dvöl í bensinstöðinni bönnuð og kveikt verður á viðvörunarljósinu við höfnina sem merkir að ekki sé ráðlegt að dvelja þar.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum.

Fram kemur að um öryggisráðstöfun sé að ræða og óþarfi að óttast stöðuna.

„Ef eitthvað er óskýrt þá er velkomið að hafa samband við lögregluna á Vestfjörðum í gegnum síma Neyðarlínunnar, 112 eða í einkaskilaboðum á facebooksíðu hennar. Ekki hika við að hafa samband.“

Flateyrarvegur og vegurinn milli Súðavíkur og Ísafjarðar eru lokaðir vegna snjóflóðahættu. 

I stigs rýming á Flateyri. Kæru íbúar á Flateyri. Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir hættustigi og í því sambandi...

Posted by Lögreglan á Vestfjörðum on Laugardagur, 23. janúar 2021


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×