Innlent

Rýmingar vegna snjóflóðahættu á Ísafirði

Samúel Karl Ólason skrifar
Rýmingarkort af Ísafirði. Reitur níu er fyrir miðja mynd.
Rýmingarkort af Ísafirði. Reitur níu er fyrir miðja mynd. Veðurstofa Íslands.

Ákveðið hefur verið að rýma hús á Ísafirði vegna snjóflóðahættu. Í tilkynningu frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra segir að um reit níu sé að ræða og á honum sé atvinnuhúsnæði sem tryggt hafi verið að væru mannlaus í gærkvöldi.

Nokkur snjóflóð hafa fallið í Skutulsfirði í gær og í nótt, ar af þrjú fyrir ofan þennan reit.

Ekkert þeirra var þó mjög stórt en einnig er búið að rýma sorpmóttöku í Funa vegna snjóflóðahættu.

Í yfirlýsingu Almannavarna segir að snjósöfnun hafi verið töluverð síðasta einn og hálfan sólarhring. Áfram megi búast við svipuðu veðri fram eftir sunnudegi.

Því megi búast við áframhaldandi snjóflóðaástandi og samgöngutruflunum á Vestfjörðum í dag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×