Biður Kópavogsbæ um að lagfæra verkferla Sylvía Hall skrifar 23. janúar 2021 19:19 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. Vísir/Vilhelm Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, hefur sent erindi til Kópavogsbæjar eftir fregnir af því að notandi svokallaðrar NPA-þjónustu hafi ekki fengið boð í bólusetningu líkt og til stóð. Hún segist vita að Kópavogsbær vilji tryggja fötluðu fólki jafnræði og vonast til að farið verði yfir verkferla. NPA-þjónusta stendur fyrir notendastýrð persónuleg aðstoð, en fatlað fólk semur við sitt sveitarfélag um að sjá um og skipuleggja aðstoðina. Vísir greindi frá því í dag að Salóme Mist Kristjánsdóttir, ein þeirra sem nýtir sér NPA-þjónustu, hafði ekki fengið boð í bólusetningu í gær þegar hennar hópur átti að fá fyrstu sprautu af bóluefni. Hún hafði samband við heilsugæsluna sem sagði henni að listi yfir fólk í hennar stöðu hafði ekki borist frá Kópavogsbæ. „Þau voru bara miður sín yfir því að við hefðum gleymst. Mér skilst að það eigi að reyna að taka okkur inn næst þegar það kemur bóluefni. En það er náttúrlega einhver bið eftir því og við erum náttúrlega í áhættu á meðan,“ segir Salóme. Þuríður Harpa segir í erindi sínu að svo virðist sem misbrestur hafi verið á upplýsingagjöf sveitarfélagsins. Hún hafi persónulega orðið vör við að talsvert hafi borið á ótta hjá langveiku fötluðu fólki um að það gleymist þegar kemur að bólusetningum. „Ég tel að það sé mikilvægt að koma þessu á framfæri við ykkur hið fyrsta, í þeirri von að þið lagfærið verkferla hjá ykkar sveitarfélagi, hafi það ekki verið gert nú þegar,“ skrifar Þuríður Harpa. Bólusetningar Kópavogur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnsýsla Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
NPA-þjónusta stendur fyrir notendastýrð persónuleg aðstoð, en fatlað fólk semur við sitt sveitarfélag um að sjá um og skipuleggja aðstoðina. Vísir greindi frá því í dag að Salóme Mist Kristjánsdóttir, ein þeirra sem nýtir sér NPA-þjónustu, hafði ekki fengið boð í bólusetningu í gær þegar hennar hópur átti að fá fyrstu sprautu af bóluefni. Hún hafði samband við heilsugæsluna sem sagði henni að listi yfir fólk í hennar stöðu hafði ekki borist frá Kópavogsbæ. „Þau voru bara miður sín yfir því að við hefðum gleymst. Mér skilst að það eigi að reyna að taka okkur inn næst þegar það kemur bóluefni. En það er náttúrlega einhver bið eftir því og við erum náttúrlega í áhættu á meðan,“ segir Salóme. Þuríður Harpa segir í erindi sínu að svo virðist sem misbrestur hafi verið á upplýsingagjöf sveitarfélagsins. Hún hafi persónulega orðið vör við að talsvert hafi borið á ótta hjá langveiku fötluðu fólki um að það gleymist þegar kemur að bólusetningum. „Ég tel að það sé mikilvægt að koma þessu á framfæri við ykkur hið fyrsta, í þeirri von að þið lagfærið verkferla hjá ykkar sveitarfélagi, hafi það ekki verið gert nú þegar,“ skrifar Þuríður Harpa.
Bólusetningar Kópavogur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnsýsla Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira