Ekkert ferðaveður fyrir norðan Samúel Karl Ólason og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 23. janúar 2021 09:31 Fjallvegum hefur verið lokað víða og Öxnadalsheiði var lokað í gærkvöldi. Vegagerðin Akstursskilyrði á norðanverðu landinu eru víða slæm og ekki ferðaveður. Fjallvegir eru ófærir eða lokaðir víða á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi og var Öxnadalsheiðinni til að mynda lokað í gærkvöldi vegna snjóflóða. Á norðanverðu landinu er víða stórhríð og alls ekkert ferðaveður, eins og það er orðað á vef Vegagerðarinnar. Víðast hvar á landinu er vetrarfærð en að mestu er greiðfært með Suðurströndinni. Minnst þrjú snjóflóð féllu á Öxnadalsheiði í gærkvöldi og í nótt og lenti eitt þeirra á nokkrum bílum. Björgunarsveitarmenn þurftu að koma nokkrum ökumönnum til aðstoðar. Eftir að veginum var lokað var nóttin þó nokkuð róleg samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Norðurlandi Vestra. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að björgunarsveitir á norðurlandi hafi farið í minnst tólf útköll frá hádegi í gær til miðnættis. Mikið hafi verið um að ökumenn hafi fest bíla sína og keyrt út af. Í tvígang þurfti að aðstoða sjúkrabíla yfir vegi vegna ófærðar. Alls aðstoðuðu björgunarsveitarmenn fólk í 30 bílum og þar af voru fimmtán á Öxnadalsheiði. Holtavörðuheiði hefur verið lokað vegna veðurs. Hjáleið er fær um Bröttubrekku og Laxárdalsheiði. Steingrímsfjarðarheiði er ófær og verður líklega ekki opnuð í dag. Súðavíkurhlíð er sömuleiðis lokuð og Flateyrarvegur. Áfram er spáð sambærilegu veðri í dag. Snjókomu eða él um landið norðan- og austanvert og norðan- og norðaustan 13 til 20 metrum á sekúndu. Í nótt og i fyrramálið mun draga úr vindi. Veginum upp á gönguskíðasvæðið á Seljalandsdal á Ísafirði var lokað í gærkvöldi vegna snjóflóðahættu og hafa snjóflóð fallið á veginn. Vegurinn upp á Seljalandsdal lokaður. Í gærkveldi var veginum upp á gönguskíðasvæðið á Seljalandsdal lokað af...Posted by Lögreglan á Vestfjörðum on Saturday, 23 January 2021 Veður Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Á norðanverðu landinu er víða stórhríð og alls ekkert ferðaveður, eins og það er orðað á vef Vegagerðarinnar. Víðast hvar á landinu er vetrarfærð en að mestu er greiðfært með Suðurströndinni. Minnst þrjú snjóflóð féllu á Öxnadalsheiði í gærkvöldi og í nótt og lenti eitt þeirra á nokkrum bílum. Björgunarsveitarmenn þurftu að koma nokkrum ökumönnum til aðstoðar. Eftir að veginum var lokað var nóttin þó nokkuð róleg samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Norðurlandi Vestra. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að björgunarsveitir á norðurlandi hafi farið í minnst tólf útköll frá hádegi í gær til miðnættis. Mikið hafi verið um að ökumenn hafi fest bíla sína og keyrt út af. Í tvígang þurfti að aðstoða sjúkrabíla yfir vegi vegna ófærðar. Alls aðstoðuðu björgunarsveitarmenn fólk í 30 bílum og þar af voru fimmtán á Öxnadalsheiði. Holtavörðuheiði hefur verið lokað vegna veðurs. Hjáleið er fær um Bröttubrekku og Laxárdalsheiði. Steingrímsfjarðarheiði er ófær og verður líklega ekki opnuð í dag. Súðavíkurhlíð er sömuleiðis lokuð og Flateyrarvegur. Áfram er spáð sambærilegu veðri í dag. Snjókomu eða él um landið norðan- og austanvert og norðan- og norðaustan 13 til 20 metrum á sekúndu. Í nótt og i fyrramálið mun draga úr vindi. Veginum upp á gönguskíðasvæðið á Seljalandsdal á Ísafirði var lokað í gærkvöldi vegna snjóflóðahættu og hafa snjóflóð fallið á veginn. Vegurinn upp á Seljalandsdal lokaður. Í gærkveldi var veginum upp á gönguskíðasvæðið á Seljalandsdal lokað af...Posted by Lögreglan á Vestfjörðum on Saturday, 23 January 2021
Veður Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira