Lífið

Nína Dögg fer með hlutverk Vigdísar Finnbogadóttur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Nína Dögg leikur Vigdísi Finnbogadóttur í þáttunum. 
Nína Dögg leikur Vigdísi Finnbogadóttur í þáttunum.  @glassriver

Baldvin Z mun leikstýra þáttum um lífshlaup Vigdísar Finnbogadóttur forseta. Þetta kemur fram í grein á vefsíðu Variety.

Þar kemur fram að leikkonan Nína Dögg Filippusdóttir fari með hlutverk Vigdísar sem var forseti Íslands á árunum 1980-1996.

Þættirnir eru framleiddir af Ágústu Ólafsdóttur, Rakel Garðarsdóttur og Glassriver og verða sýndir á RÚV. Það eru þær Björg Magnúsdóttir og Jana María Guðmundsdóttir sem skrifa handrit þáttanna sem verða fjórir talsins.

„Þetta er saga sem þarf að segja og það er mikill heiður að fá að takast á við þetta verkefni,“ segir Baldvin Z í samtali við Variety.

„Ég hef verið svo heppin að fá að hafa Vigdísi við hlið mér í þessu ferli. Hún hefur hjálpað mér að skilja hvaðan hún kemur og fyrir hvað hún stendur,“ segir Nína í samtali við miðilinn.

Til stendur að hefja tökur á þáttunum seint á árinu og er reiknað með því að tökur standi fram á árið 2022.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×