Óeining um stjórnarskrárfrumvarp Katrínar á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 21. janúar 2021 19:21 Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur um breytingar á stjórnarskránni fékk dræmar undirtektir á Alþingi í dag. Ólíklegt er að það nái fram að ganga í heild sinni. Stjórnarliðinn Birgir Ármannsson hóf sérstaka umræðu á Alþingi í dag um þingmannafrumvarp forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskránni. Sagðist sáttur við þá leið sem farin hefði verið að taka fyrir afmarkaða þætti í stað þess að ráðast í heildarendurskoðun. Birgir Ármannsson fór fram á sérstaka umræðu um stjórnarskrármál á Alþingi í dagVísir/Vilhelm „Hér er um að ræða grundvallarlög landsins sem öll önnur löggjöf byggist á og tilraunastarfsemi og ævintýramennska í þeim efnum er auðvitað ekki af hinu góða,“ sagði Birgir. Huga þyrfti að mikilvægum lykilatriðum og vanda til verka. Hvernig sæi Katrín fyrir sér framhald málsins á þinginu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna sagði formenn allra flokka hafa fundað 25 sinnum á kjörímabilinu um heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar í áföngum á tveimur kjörtímabilum. Þá hafi verið leitað til sérfræðinga um mótun tillagna og kannanir gerðar. Katrín Jakobsdóttir telur það miða málum áfram að Alþingi fjalli um frumvarp hennar um breytingar á stjórnarskránni.Vísir/Vilhelm „En ég hef litið svo á að það sé mjög mikilvægt að við eigum hins vegar efnislega umræðu um breytingar á stjórnarskrá. Það liggur fyrir að í þeim áætlunum sem ég lagði til í upphafi eru ekki öll þau efni sem við höfum fjallað um á þessum fundum, til að mynda um framsal valdheimilda, þau skila sér ekki inn í þetta frumvarp,“ sagði Katrín. Það geri ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur ekki heldur. En þar sé að finna ákvæði um auðlindir í þjóðareign, umhverfis- og náttúruvernd, íslenska tungu og táknmál, sem og endurskoðun á kafla um forseta og framkvæmdarvald. Frumvarp Katrínar var formlega lagt fram í dag. Miðað við undirtektir forystufólks flokka á þingi er ekki líklegt að það nái fram að ganga, alla vega ekki í heild sinni. Andstaða stjórnarandstöðu úr ólíkum áttum Formaður Miðflokksins segist hafa mestar áhyggjur af fullveldismálum í tengslum við breytingar á stjórnarskránni.Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sagði að tiltölulega fljótlega hefði komið í ljós að erfitt yrði að ná samstöðu meðal formanna flokkanna. Að minnsta kosti um sumar tillagnanna að stjórnarskrárbreytingum. „Sjálfur hef ég mestar áhyggjur af fullveldisákvæðinu svo kallaða, sem er reyndar ekki lagt til að breytist í bili. En maður óttast hvað fylgir, sérstaklega ef hér er verið að leggja línurnar upp á nýtt um það hvernig staðið verði að stjórnarskrárbreytingum,“ sagði Sigmundur Davíð. Logi Einarsson segir eðlilegast að Alþingi ljúki því ferli sem hófst með vinnu stjórnlagaráðs.Vísir/Vilhelm Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar minnti á vinnu stjórnlagaráðs. Rétt væri að halda því ferli áfram. „Og hrinda í framkvæmd vönduðum og lýðræðislegum lokaáfanga stjórnarskrárferlisins sem byrjaði 2009. Markmiðið? Heildstæð stjórnarskrá sem síðan yrði farið með í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hvað sem öðru líður þá má að minnsta kosti fullyrða að tilraun forsætisráðherra til að ná breiðri sátt um þessi mál á lokuðum fundum formanna hefur mistekist,“ sagði Logi í umræðunum á Alþingi í dag. Stjórnarskrá Stjórnlagaþing Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks hugsi yfir stjórnarskrárfrumvarpi Katrínar Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hefur kallað eftir sérstakri umræðu um stöðu stjórnarskrármála á Alþingi á morgun. Hann segir nauðsynlegt að skýrt verði hvað réði áherslum forsætisráðherra í væntanlegu þingmannafrumvarpi hennar um breytingar á stjórnarskránni. 20. janúar 2021 16:52 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira
Stjórnarliðinn Birgir Ármannsson hóf sérstaka umræðu á Alþingi í dag um þingmannafrumvarp forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskránni. Sagðist sáttur við þá leið sem farin hefði verið að taka fyrir afmarkaða þætti í stað þess að ráðast í heildarendurskoðun. Birgir Ármannsson fór fram á sérstaka umræðu um stjórnarskrármál á Alþingi í dagVísir/Vilhelm „Hér er um að ræða grundvallarlög landsins sem öll önnur löggjöf byggist á og tilraunastarfsemi og ævintýramennska í þeim efnum er auðvitað ekki af hinu góða,“ sagði Birgir. Huga þyrfti að mikilvægum lykilatriðum og vanda til verka. Hvernig sæi Katrín fyrir sér framhald málsins á þinginu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna sagði formenn allra flokka hafa fundað 25 sinnum á kjörímabilinu um heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar í áföngum á tveimur kjörtímabilum. Þá hafi verið leitað til sérfræðinga um mótun tillagna og kannanir gerðar. Katrín Jakobsdóttir telur það miða málum áfram að Alþingi fjalli um frumvarp hennar um breytingar á stjórnarskránni.Vísir/Vilhelm „En ég hef litið svo á að það sé mjög mikilvægt að við eigum hins vegar efnislega umræðu um breytingar á stjórnarskrá. Það liggur fyrir að í þeim áætlunum sem ég lagði til í upphafi eru ekki öll þau efni sem við höfum fjallað um á þessum fundum, til að mynda um framsal valdheimilda, þau skila sér ekki inn í þetta frumvarp,“ sagði Katrín. Það geri ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur ekki heldur. En þar sé að finna ákvæði um auðlindir í þjóðareign, umhverfis- og náttúruvernd, íslenska tungu og táknmál, sem og endurskoðun á kafla um forseta og framkvæmdarvald. Frumvarp Katrínar var formlega lagt fram í dag. Miðað við undirtektir forystufólks flokka á þingi er ekki líklegt að það nái fram að ganga, alla vega ekki í heild sinni. Andstaða stjórnarandstöðu úr ólíkum áttum Formaður Miðflokksins segist hafa mestar áhyggjur af fullveldismálum í tengslum við breytingar á stjórnarskránni.Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sagði að tiltölulega fljótlega hefði komið í ljós að erfitt yrði að ná samstöðu meðal formanna flokkanna. Að minnsta kosti um sumar tillagnanna að stjórnarskrárbreytingum. „Sjálfur hef ég mestar áhyggjur af fullveldisákvæðinu svo kallaða, sem er reyndar ekki lagt til að breytist í bili. En maður óttast hvað fylgir, sérstaklega ef hér er verið að leggja línurnar upp á nýtt um það hvernig staðið verði að stjórnarskrárbreytingum,“ sagði Sigmundur Davíð. Logi Einarsson segir eðlilegast að Alþingi ljúki því ferli sem hófst með vinnu stjórnlagaráðs.Vísir/Vilhelm Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar minnti á vinnu stjórnlagaráðs. Rétt væri að halda því ferli áfram. „Og hrinda í framkvæmd vönduðum og lýðræðislegum lokaáfanga stjórnarskrárferlisins sem byrjaði 2009. Markmiðið? Heildstæð stjórnarskrá sem síðan yrði farið með í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hvað sem öðru líður þá má að minnsta kosti fullyrða að tilraun forsætisráðherra til að ná breiðri sátt um þessi mál á lokuðum fundum formanna hefur mistekist,“ sagði Logi í umræðunum á Alþingi í dag.
Stjórnarskrá Stjórnlagaþing Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks hugsi yfir stjórnarskrárfrumvarpi Katrínar Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hefur kallað eftir sérstakri umræðu um stöðu stjórnarskrármála á Alþingi á morgun. Hann segir nauðsynlegt að skýrt verði hvað réði áherslum forsætisráðherra í væntanlegu þingmannafrumvarpi hennar um breytingar á stjórnarskránni. 20. janúar 2021 16:52 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira
Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks hugsi yfir stjórnarskrárfrumvarpi Katrínar Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hefur kallað eftir sérstakri umræðu um stöðu stjórnarskrármála á Alþingi á morgun. Hann segir nauðsynlegt að skýrt verði hvað réði áherslum forsætisráðherra í væntanlegu þingmannafrumvarpi hennar um breytingar á stjórnarskránni. 20. janúar 2021 16:52