Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks hugsi yfir stjórnarskrárfrumvarpi Katrínar Heimir Már Pétursson skrifar 20. janúar 2021 16:52 Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins óskaði eftir sérstökum umræðum með forsætisráðherra um stöðu stjórnarskrármála sem fram fer á Alþingi á morgun. Visir Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hefur kallað eftir sérstakri umræðu um stöðu stjórnarskrármála á Alþingi á morgun. Hann segir nauðsynlegt að skýrt verði hvað réði áherslum forsætisráðherra í væntanlegu þingmannafrumvarpi hennar um breytingar á stjórnarskránni. Núverandi stjórnarflokkar náðu ekki saman um heildarendurskoðun á stjórnarskránni á einu kjörtímabili, heldur skyldi það gert í nokkrum áföngum. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur sem tók við völdum hinn 30. nóvember 2017 segir: „Ríkisstjórnin vill halda áfram heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar í þverpólitísku samstarfi með aðkomu þjóðarinnar og nýta meðal annars til þess aðferðir almenningssamráðs. Nefnd um málið mun hefja störf í upphafi nýs þings og leggur ríkisstjórnin áherslu á að samstaða náist um feril vinnunnar.“ Ekki var samstaða um það hjá stjórnarflokkunum að ráðast í heildarendurskoðun á stjórnarskránni á einu kjörtímabili. Eftir á þriðja tug funda formanna stjórnmálaflokka á þingi hefur Katrín Jakobsdóttir ákveðið að leggja fram frumvarp um fjórar megin breytingar í eigin nafni.Stjórnarráðið Úr varð nefnd formanna allra flokka á þingi sem haldið hefur á þriðja tug funda um málið. Að lokum varð það niðurstaða Katrínar að hún leggi fram frumvarp í eigin nafni um fjögur atriði í stjórnarskránni og er það væntanlegt á næstu dögum. Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins verður málshefjandi í sérstökum umræðum á Alþingi á morgun um stöðu stjórnarskrármála. „Ég kallaði eftir þessari umræðu til þess einfaldlega að geta spurt Katrínu Jakobsdóttur um stöðu vinnunnar. Hver sé niðurstaða hennar um flutning frumvarps um breytingar á stjórnarskrá, á hverju þessu niðurstaða byggist, meðal annars um hvaða ákvæði yrðu inni og hver ekki,“ segir Birgir. Vinna formanna allra stjórnmálaflokka sem fulltrúa eigi á þingi hafi snúist um fleiri viðfangsefni en þau sem Katrín virðist ætla að taka fyrir í frumvarpi sínu miðað við það sem fram hafi komið í fjölmiðlum. Þá vilji hann grennslast fyrir um afstöðu annarra flokksformanna til tillagnanna. Æskilegt að ná víðtækri samstöðu um stjórnarskrárbreytingar „Ég er ekkert ósáttur við að Katrín skuli ætla sér að leggja fram frumvarp ein að þessu sinni. En almennt hef ég verið þeirrar skoðunar að ekki ætti að fara í stjórnarskrárbreytingar nema um þær náist víðtæk samstaða. Ég er þar af leiðandi hugsi yfir stöðu málsins núna,“ segir Birgir. Hann hafi ekki séð endanlega útgáfu frumvarps Katrínar. Á fyrri stigum hafi hann hins vegar persónulega gert ýmsar athugasemdir við einstök atriði. „Ég hef lýst yfir stuðningi við vinnu formanna flokkanna og þá nálgun að taka fyrir einstök ákvæði og tiltekna kafla í stað þess að ætla sér að breyta öllu í einu,“ segir Birgir. Hann hafi aftur á móti persónulega alltaf áskilið sér rétt til að hafa aðrar skoðanir en frumvarpshöfundar varðandi útfærslu einstakra atriða. Í frumvarpi Katrínar er meðal annars lagt til að kjörtímabil forseta Íslands verði lengt úr fjórum árum í sex. Hver og einn geti síðan aðeins gengt embættinu í tvö kjörtímabil eða tólf ár. „Þannig get ég séð fyrir mér aðra útfærslu ýmissa atriða í forsetakaflanum en þær sem kynntar voru á samráðsgátt í fyrra," segir Bigir. Hálftíma umræða á morgun gefi ekki möguleika á miklum umræðum um efnisatriði. Þess vegna einblíni hann að þessu sinni á stöðu málsins og væntingar um framhaldið í þinginu. „Efnisumræða um einstakar greinar fer svo fram þegar frumvarp Katrínar er komið til þinglegrar meðferðar,“ segir Birgir Ármannsson. Stjórnarskrá Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Lokabaráttan fyrir kosningar í haust í Víglínunni Síðasta vorþing yfirstandandi kjörtímabils hefst á morgun og í vikunni mun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra leggja fram þingmannafrumvarp um breytingar á stjórnarskránni í fjórum aðalatriðum. Ólíktlegt er að það frumvarp nái fram að ganga í heild sinni en þetta var niðurstaða Katrínar eftir fjölda funda með formönnum annarra flokka á kjörtímabilinu í tilraun til að ná breiðri sátt um stjórnarskrárbreytingar. 17. janúar 2021 16:30 Leggur ein fram frumvarp um stjórnarskrárbreytingar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mun leggja fram frumvarp um stjórnarskrárbreytingar á Alþingi þegar nýtt þing hefst. Hún ein mun leggja fram frumvarp en ekki tókst að komast að samkomulagi um sameiginlegt frumvarp meðal formanna flokkanna á þingi. 14. janúar 2021 20:21 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Fleiri fréttir Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Sjá meira
Núverandi stjórnarflokkar náðu ekki saman um heildarendurskoðun á stjórnarskránni á einu kjörtímabili, heldur skyldi það gert í nokkrum áföngum. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur sem tók við völdum hinn 30. nóvember 2017 segir: „Ríkisstjórnin vill halda áfram heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar í þverpólitísku samstarfi með aðkomu þjóðarinnar og nýta meðal annars til þess aðferðir almenningssamráðs. Nefnd um málið mun hefja störf í upphafi nýs þings og leggur ríkisstjórnin áherslu á að samstaða náist um feril vinnunnar.“ Ekki var samstaða um það hjá stjórnarflokkunum að ráðast í heildarendurskoðun á stjórnarskránni á einu kjörtímabili. Eftir á þriðja tug funda formanna stjórnmálaflokka á þingi hefur Katrín Jakobsdóttir ákveðið að leggja fram frumvarp um fjórar megin breytingar í eigin nafni.Stjórnarráðið Úr varð nefnd formanna allra flokka á þingi sem haldið hefur á þriðja tug funda um málið. Að lokum varð það niðurstaða Katrínar að hún leggi fram frumvarp í eigin nafni um fjögur atriði í stjórnarskránni og er það væntanlegt á næstu dögum. Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins verður málshefjandi í sérstökum umræðum á Alþingi á morgun um stöðu stjórnarskrármála. „Ég kallaði eftir þessari umræðu til þess einfaldlega að geta spurt Katrínu Jakobsdóttur um stöðu vinnunnar. Hver sé niðurstaða hennar um flutning frumvarps um breytingar á stjórnarskrá, á hverju þessu niðurstaða byggist, meðal annars um hvaða ákvæði yrðu inni og hver ekki,“ segir Birgir. Vinna formanna allra stjórnmálaflokka sem fulltrúa eigi á þingi hafi snúist um fleiri viðfangsefni en þau sem Katrín virðist ætla að taka fyrir í frumvarpi sínu miðað við það sem fram hafi komið í fjölmiðlum. Þá vilji hann grennslast fyrir um afstöðu annarra flokksformanna til tillagnanna. Æskilegt að ná víðtækri samstöðu um stjórnarskrárbreytingar „Ég er ekkert ósáttur við að Katrín skuli ætla sér að leggja fram frumvarp ein að þessu sinni. En almennt hef ég verið þeirrar skoðunar að ekki ætti að fara í stjórnarskrárbreytingar nema um þær náist víðtæk samstaða. Ég er þar af leiðandi hugsi yfir stöðu málsins núna,“ segir Birgir. Hann hafi ekki séð endanlega útgáfu frumvarps Katrínar. Á fyrri stigum hafi hann hins vegar persónulega gert ýmsar athugasemdir við einstök atriði. „Ég hef lýst yfir stuðningi við vinnu formanna flokkanna og þá nálgun að taka fyrir einstök ákvæði og tiltekna kafla í stað þess að ætla sér að breyta öllu í einu,“ segir Birgir. Hann hafi aftur á móti persónulega alltaf áskilið sér rétt til að hafa aðrar skoðanir en frumvarpshöfundar varðandi útfærslu einstakra atriða. Í frumvarpi Katrínar er meðal annars lagt til að kjörtímabil forseta Íslands verði lengt úr fjórum árum í sex. Hver og einn geti síðan aðeins gengt embættinu í tvö kjörtímabil eða tólf ár. „Þannig get ég séð fyrir mér aðra útfærslu ýmissa atriða í forsetakaflanum en þær sem kynntar voru á samráðsgátt í fyrra," segir Bigir. Hálftíma umræða á morgun gefi ekki möguleika á miklum umræðum um efnisatriði. Þess vegna einblíni hann að þessu sinni á stöðu málsins og væntingar um framhaldið í þinginu. „Efnisumræða um einstakar greinar fer svo fram þegar frumvarp Katrínar er komið til þinglegrar meðferðar,“ segir Birgir Ármannsson.
Stjórnarskrá Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Lokabaráttan fyrir kosningar í haust í Víglínunni Síðasta vorþing yfirstandandi kjörtímabils hefst á morgun og í vikunni mun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra leggja fram þingmannafrumvarp um breytingar á stjórnarskránni í fjórum aðalatriðum. Ólíktlegt er að það frumvarp nái fram að ganga í heild sinni en þetta var niðurstaða Katrínar eftir fjölda funda með formönnum annarra flokka á kjörtímabilinu í tilraun til að ná breiðri sátt um stjórnarskrárbreytingar. 17. janúar 2021 16:30 Leggur ein fram frumvarp um stjórnarskrárbreytingar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mun leggja fram frumvarp um stjórnarskrárbreytingar á Alþingi þegar nýtt þing hefst. Hún ein mun leggja fram frumvarp en ekki tókst að komast að samkomulagi um sameiginlegt frumvarp meðal formanna flokkanna á þingi. 14. janúar 2021 20:21 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Fleiri fréttir Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Sjá meira
Lokabaráttan fyrir kosningar í haust í Víglínunni Síðasta vorþing yfirstandandi kjörtímabils hefst á morgun og í vikunni mun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra leggja fram þingmannafrumvarp um breytingar á stjórnarskránni í fjórum aðalatriðum. Ólíktlegt er að það frumvarp nái fram að ganga í heild sinni en þetta var niðurstaða Katrínar eftir fjölda funda með formönnum annarra flokka á kjörtímabilinu í tilraun til að ná breiðri sátt um stjórnarskrárbreytingar. 17. janúar 2021 16:30
Leggur ein fram frumvarp um stjórnarskrárbreytingar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mun leggja fram frumvarp um stjórnarskrárbreytingar á Alþingi þegar nýtt þing hefst. Hún ein mun leggja fram frumvarp en ekki tókst að komast að samkomulagi um sameiginlegt frumvarp meðal formanna flokkanna á þingi. 14. janúar 2021 20:21
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent