Innlent

Lögðu hald á sjö­tíu kanna­bis­plöntur í Hafnar­firði

Atli Ísleifsson skrifar
Lagt var hald á um sjötíu kannabisplöntur á ýmsum stigum ræktunar. Myndin er úr safni.
Lagt var hald á um sjötíu kannabisplöntur á ýmsum stigum ræktunar. Myndin er úr safni. Getty/Konstantinos Tsakalidis

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í heimahúsi í Hafnarfirði í vikunni.

Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að hald hafi verið lagt á um sjötíu kannabisplöntur á ýmsum stigum ræktunar. Við húsleit hafi lögreglan jafnframt tekið í sína vörslu búnað tengdan starfseminni. Húsráðandi hafi játað sök og teljist málið upplýst. 

„Tvær aðrar kannabisræktanir hafa enn fremur verið stöðvaðar í umdæminu undanfarna daga, önnur í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði og hin í heimahúsi í Reykjavík. Um er að ræða óskyld mál,“ segir í tilkynningunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×