Brynjar tróð góðum nikótínkodda í vör á forsetastóli Jakob Bjarnar skrifar 21. janúar 2021 10:04 Brynjar ákvað að líklega væri betra að njóta ræðu ráðherra síns, Kristjáns Þórs, með góðan nikótínkodda í vör. vísir/vilhelm Ýmsir sem fylgdust með umræðum á þinginu í gær ráku upp stór augu þegar Brynjar Níelsson, í sæti forseta Alþingis, dró fram bauk úr vasa sínum. Brynjar er einn forseta Alþingis og var á vaktinni í gær. Þegar Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra stóð í pontu og ræddi veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða hallaði Brynjar sér makindalega aftur í sæti sínu. Hann hefur eflaust talið allt í traustum höndum, með ráðherra sinn í púlti. Fékk sér fyrst vatnssopa og laumaði þá vinstri hönd í jakkavasa sinn, dró fram dós, hallaði sér fram og laumaði kodda í vörina. Eflaust til að njóta ræðu Kristjáns Þórs enn betur. Ekki er það svo að Brynjar sé að flagga nikótínneyslu sinni, og ef til vill hefði minni maður komist upp með að fá sér í vörina án þess að eftir því væri tekið. En Brynjar er hávaxinn og getur ekki svo auðveldlega falið sig eða pukrast á bak við skrifborð forseta Alþingis. Þessir nikótínkoddar voru nýverið til umfjöllunar á Vísi og sitt sýnist hverjum. Hjörvar Hafliðason, fjölmiðlamaður og hlaðvarpsstjórnandi, var harðlega gagnrýndur fyrir að fyrir auglýsingu á nikótínpúðum í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í vikunni. „Maður eyðir öllum deginum í að efla lýðheilsu barna, og á sama tíma eru svona vitleysingar að eitra huga komandi kynslóða fyrir nokkra þúsundkalla. Standard takk,“ sagði Aron Laxdal doktor í íþróttafræðum af því tilefni. Ekki tóbak heldur nikótínkoddi Blaðamanni varð heldur betur á í messunni þegar hann dró þá ályktun að Brynjar hafi troðið tóbaki í túlann á sér þar sem hann sat í stóli forseta þingsins, eins og sjá mátti í fyrri útgáfu þessarar fréttar. Um er að ræða svokallaða nikótínkodda en ekki tóbak. Brynjar lét sér þessi mistök í léttu rúmi liggja þegar blaðamaður innti hann eftir því hvers kyns væri eftir fjölda ábendinga. Þetta er sem sagt ekki allt sama tóbakið. „Já, þetta eru nikótínkoddar. Ég reykti svo mikið, var orðinn lafmóður. Í byrjun febrúar í fyrra, ákvað ég að prófa þessa púða til að losna við sígarettuna. Þetta svínvirkaði þannig að ég hef ekki tekið smók í núna tæpt ár.“ Brynjar segist einnig hafa reynt vape en lent í bölvuðu rugli með þau tæki og tól. Betur hefur gengið með nikótínkoddana. Blaðamanni barst ábending um að um væri að ræða nikótínkodda að tegundinni Lyft? „Já, þetta er það. Lyft IceCool. Sama orðið og ég notaði á stefnumótasíðunni þar sem Bjarni notaði Icehot1; þá notaði ég IceCool1,“ segir Brynjar og gerir að gamni sínu. Blaðamaður vill biðja bæði Brynjar og lesendur afsökunar á ónákvæmninni. Fréttin hefur verið uppfærð í samræmi við þessar nýju upplýsingar. Þrátt fyrir skemmtilegar og hnyttnar ræður þingmanna er ekki alltaf auðvelt fyrir forseta þingsins að halda einbeitingu...Posted by Brynjar Níelsson on Fimmtudagur, 21. janúar 2021 Heilsa Heilbrigðismál Lyf Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Gagnrýnir nikótínpúðaauglýsingu Dr. Football: „Svona vitleysingar eru að eitra huga komandi kynslóða“ Hjörvar Hafliðason, fjölmiðlamaður og hlaðvarpsstjórnandi, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir auglýsingu á nikótínpúðum í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í vikunni. Doktor í íþróttafræðum segir það ljóst að auglýsingin hafi verið sett fram sem grín til þess að draga úr alvarleika notkun ungs fólks á nikótínpúðum. 14. janúar 2021 18:20 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Brynjar er einn forseta Alþingis og var á vaktinni í gær. Þegar Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra stóð í pontu og ræddi veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða hallaði Brynjar sér makindalega aftur í sæti sínu. Hann hefur eflaust talið allt í traustum höndum, með ráðherra sinn í púlti. Fékk sér fyrst vatnssopa og laumaði þá vinstri hönd í jakkavasa sinn, dró fram dós, hallaði sér fram og laumaði kodda í vörina. Eflaust til að njóta ræðu Kristjáns Þórs enn betur. Ekki er það svo að Brynjar sé að flagga nikótínneyslu sinni, og ef til vill hefði minni maður komist upp með að fá sér í vörina án þess að eftir því væri tekið. En Brynjar er hávaxinn og getur ekki svo auðveldlega falið sig eða pukrast á bak við skrifborð forseta Alþingis. Þessir nikótínkoddar voru nýverið til umfjöllunar á Vísi og sitt sýnist hverjum. Hjörvar Hafliðason, fjölmiðlamaður og hlaðvarpsstjórnandi, var harðlega gagnrýndur fyrir að fyrir auglýsingu á nikótínpúðum í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í vikunni. „Maður eyðir öllum deginum í að efla lýðheilsu barna, og á sama tíma eru svona vitleysingar að eitra huga komandi kynslóða fyrir nokkra þúsundkalla. Standard takk,“ sagði Aron Laxdal doktor í íþróttafræðum af því tilefni. Ekki tóbak heldur nikótínkoddi Blaðamanni varð heldur betur á í messunni þegar hann dró þá ályktun að Brynjar hafi troðið tóbaki í túlann á sér þar sem hann sat í stóli forseta þingsins, eins og sjá mátti í fyrri útgáfu þessarar fréttar. Um er að ræða svokallaða nikótínkodda en ekki tóbak. Brynjar lét sér þessi mistök í léttu rúmi liggja þegar blaðamaður innti hann eftir því hvers kyns væri eftir fjölda ábendinga. Þetta er sem sagt ekki allt sama tóbakið. „Já, þetta eru nikótínkoddar. Ég reykti svo mikið, var orðinn lafmóður. Í byrjun febrúar í fyrra, ákvað ég að prófa þessa púða til að losna við sígarettuna. Þetta svínvirkaði þannig að ég hef ekki tekið smók í núna tæpt ár.“ Brynjar segist einnig hafa reynt vape en lent í bölvuðu rugli með þau tæki og tól. Betur hefur gengið með nikótínkoddana. Blaðamanni barst ábending um að um væri að ræða nikótínkodda að tegundinni Lyft? „Já, þetta er það. Lyft IceCool. Sama orðið og ég notaði á stefnumótasíðunni þar sem Bjarni notaði Icehot1; þá notaði ég IceCool1,“ segir Brynjar og gerir að gamni sínu. Blaðamaður vill biðja bæði Brynjar og lesendur afsökunar á ónákvæmninni. Fréttin hefur verið uppfærð í samræmi við þessar nýju upplýsingar. Þrátt fyrir skemmtilegar og hnyttnar ræður þingmanna er ekki alltaf auðvelt fyrir forseta þingsins að halda einbeitingu...Posted by Brynjar Níelsson on Fimmtudagur, 21. janúar 2021
Heilsa Heilbrigðismál Lyf Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Gagnrýnir nikótínpúðaauglýsingu Dr. Football: „Svona vitleysingar eru að eitra huga komandi kynslóða“ Hjörvar Hafliðason, fjölmiðlamaður og hlaðvarpsstjórnandi, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir auglýsingu á nikótínpúðum í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í vikunni. Doktor í íþróttafræðum segir það ljóst að auglýsingin hafi verið sett fram sem grín til þess að draga úr alvarleika notkun ungs fólks á nikótínpúðum. 14. janúar 2021 18:20 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Gagnrýnir nikótínpúðaauglýsingu Dr. Football: „Svona vitleysingar eru að eitra huga komandi kynslóða“ Hjörvar Hafliðason, fjölmiðlamaður og hlaðvarpsstjórnandi, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir auglýsingu á nikótínpúðum í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í vikunni. Doktor í íþróttafræðum segir það ljóst að auglýsingin hafi verið sett fram sem grín til þess að draga úr alvarleika notkun ungs fólks á nikótínpúðum. 14. janúar 2021 18:20