Kolbeinn vill leiða lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi Atli Ísleifsson skrifar 20. janúar 2021 07:47 Kolbeinn Óttarsson Proppé hefur setið á þingi frá árinu 2016. Vísir/Vilhelm Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, hefur tilkynnt að hann gefi kost á sér til að leiða lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi í forvali flokksins sem sé framundan. Kolbeinn hefur setið á þingi frá árinu 2016 fyrir Reykjavíkurkjördæmi suður. Ari Trausti Guðmundsson leiddi lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi í síðustu þingkosningum, en hann hefur þegar tilkynnt að hann gefi ekki kost á sér til endurkjörs. Athygli vakti að Kolbeinn fjárfesti í íbúð á Siglufirði fyrr í vetur og sköpuðust í kjölfarið nokkrar umræður um hvort hann hygðist sækjast eftir sæti á lista flokksins í Norðausturkjördæmi í komandi kosningum. Nú má hins vegar ljóst vera að svo sé ekki. Í tilkynningunni segir Kolbeinn að eftir að hafa verið þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, stefni hugurinn nú í Suðurkjördæmi. Kolbeinn var efstur á lista flokksins í Suðurkjördæmi fyrir kosningarnar 2003, en framboðið þá skilaði ekki þingsæti. Kolbeinn segir að í Suðurkjördæmi liggi ættir hans, fyrst og fremst í uppsveitum Árnessýslu. Hafi hann átt ófáar stundir í Þjórsárdal þar sem ætt hans hefur búið í um eina og hálfa öld, fyrst hjá ömmu og afa og síðan í sumarbústað fjölskyldunnar. Þá segir hann ekki skemma fyrir að vera barnabarnabarn Gests á Hæli þegar kíkt sé í Skaftholtsréttir. „Ég tel gríðarlega mikilvægt að stórt landsvæði eins og undir er í Suðurkjördæmi eigi fulltrúa Vinstri grænna á þingi. Ari Trausti Guðmundsson hefur gegnt því hlutverki af sóma og það væri mér heiður að fá að halda áfram því góða starfi. Ég vil leggja mitt af mörkum til að Vinstri græn hljóti sem besta kosningu í haust,“ segir Kolbeinn í tilkynningunni. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Suðurkjördæmi Vinstri græn Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent Fleiri fréttir Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Sjá meira
Kolbeinn hefur setið á þingi frá árinu 2016 fyrir Reykjavíkurkjördæmi suður. Ari Trausti Guðmundsson leiddi lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi í síðustu þingkosningum, en hann hefur þegar tilkynnt að hann gefi ekki kost á sér til endurkjörs. Athygli vakti að Kolbeinn fjárfesti í íbúð á Siglufirði fyrr í vetur og sköpuðust í kjölfarið nokkrar umræður um hvort hann hygðist sækjast eftir sæti á lista flokksins í Norðausturkjördæmi í komandi kosningum. Nú má hins vegar ljóst vera að svo sé ekki. Í tilkynningunni segir Kolbeinn að eftir að hafa verið þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, stefni hugurinn nú í Suðurkjördæmi. Kolbeinn var efstur á lista flokksins í Suðurkjördæmi fyrir kosningarnar 2003, en framboðið þá skilaði ekki þingsæti. Kolbeinn segir að í Suðurkjördæmi liggi ættir hans, fyrst og fremst í uppsveitum Árnessýslu. Hafi hann átt ófáar stundir í Þjórsárdal þar sem ætt hans hefur búið í um eina og hálfa öld, fyrst hjá ömmu og afa og síðan í sumarbústað fjölskyldunnar. Þá segir hann ekki skemma fyrir að vera barnabarnabarn Gests á Hæli þegar kíkt sé í Skaftholtsréttir. „Ég tel gríðarlega mikilvægt að stórt landsvæði eins og undir er í Suðurkjördæmi eigi fulltrúa Vinstri grænna á þingi. Ari Trausti Guðmundsson hefur gegnt því hlutverki af sóma og það væri mér heiður að fá að halda áfram því góða starfi. Ég vil leggja mitt af mörkum til að Vinstri græn hljóti sem besta kosningu í haust,“ segir Kolbeinn í tilkynningunni.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Suðurkjördæmi Vinstri græn Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent Fleiri fréttir Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Sjá meira