Maðurinn reyndist vera á reynslulausn og má því ekki neyta fíkniefna. Hann var handtekinn og vistaður sökum ástands í fangageymslu lögreglu.
Nokkru fyrir klukkan 20 var svo tilkynnt um annað þjófnaðarmál, í þetta skiptið í verslun í hverfi 105. Þar voru tvær konur staðnar að þjófnaði á matvöru. Þær voru færðar á lögreglustöð og tekin af þeim skýrsla og voru þær síðan lausar.
Á fjórða tímanum í nótt var svo tilkynnt um eignarspjöll í verslun í hverfi 101 í Reykjavík. „Ógnandi viðskiptavinur hendir vörum um öll gólf verslunarinnar. Maðurinn var farinn af vettvangi er lögregla kom en fannst skömmu síðar. Maðurinn var í annarlegu ástandi og vildi ekkert tjá sig um það sem gerðist. Upplýsingar um manninn liggja fyrir ef verslunin kærir eignaspjöllin.“
Stakk af vettvangi
Þá segir frá því að um klukkan fjögur í nótt hafi verið tilkynnt um umferðaróhapp í hverfi 110 í Reykjavík þar sem ökumaður hafi stungið af vettvangi. Hann var þó handtekinn skömmu síðar og er grunaður um ölvun við akstur. Þó sagðist þá hafa neytt áfengis eftir að akstrinum lauk og var hann færður í sýnatöku og síðan vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.
Loks segir frá því að lögregla hafi haft afskipti af nokkrum ökumönnum sem grunaður eru um akstur undir áhrifum fíkniefna.