Fatlaðar konur festist í ofbeldisfullum aðstæðum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. janúar 2021 21:00 Talið er að um þrjár af hverjum fjórum fötluðum konum verði fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Dæmi eru um aðtekin séu þeim hjálpartækin þannig að þær komist ekki burt úr ofbeldisfullum aðstæðum. Greiningardeild ríkislögreglustjóra birti í gær skýrslu um ofbeldi gegn fötluðu fólki, þar sem fram kemur að fjöldi fatlaðs fólks verði fyrir ofbeldi og sumir ítrekað. „Það var ekkert sem kom á óvart og ég hugsa að enginn sem hefur fylgst með umræðum um stöðu fatlaðs fólks ætti að vera hissa yfir,” segir Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, verkefnastjóri upplýsinga- og kynningamála hjá Þroskahjálp, um skýrsluna. „Það er talað um að þrjár af hverjum fjórum fötluðum konum geti gert ráð fyrir því að verða fyrir ofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni. Ofbeldi gagnvart fötluðum konum er mjög margslungið, þetta er í nánum samböndum, þetta er þegar fólk er að þiggja aðstoð. Þetta er afneitun á sjálfsákvörðunarrétti fólks,” segir hún og bætir við að þeir sem beiti ofbeldinu séu oftast þeir sem standi konunum nærri. Dæmi séu um að hjálpartæki séu tekin af konunum þannig að þær geti enga björg sér veitt. „Það er notað sem hótun, refsing. Þeir færa hjálpartækin þannig að þú náir ekki í þau, þannig að þú geti ekki farið. Þetta er þekkt í ofbeldissamböndum og tækin tekin svo konurnar verði ósjálfbjarga og háðar ofbeldismanninum.” „Það tekur því ekki að segja frá þessu” Þá sé konunum oft ekki trúað. „Fötluðu fólki er ekki trúað. Málin fara inn í réttarkerfið og látin niður falla því þau þykja ekki trúverðug,” segir Inga Björk. Það kom einnig fram í skýrslu ríkislögreglustjóra að fatlað fólk njóti ekki sömu réttinda innan réttarvörslukerfisins, og að aðeins lítill hluti ofbeldismála rati þangað. „Fólk hugsar, það tekur því ekki að segja frá þessu. Ég ætla ekki að segja frá þessu vegnaa þess að það mun enginn trúa mér. Það verður til þess að þessi mál hætta að rata inn í kerfið,” segir hún. „Það er svo sárt að stíga fram og segja frá, svo er þér ekki trúað og málið er látið niður falla – alveg sama hversu sterk rök og sterkar sannanir eru fyrir hendi.” Inga Björk segir að nú verði að grípa til aðgerða. Staðan hafi verið grafalvarleg í áratugi en fagnar því að komin sé út skýrsla sem varpi frekara ljósi á aðstæður fatlaðs fólks. Þá skorti úrræði fyrir fólk sem þarf á aðstoðinni að halda. Heimilisofbeldi Félagsmál Lögreglumál Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Greiningardeild ríkislögreglustjóra birti í gær skýrslu um ofbeldi gegn fötluðu fólki, þar sem fram kemur að fjöldi fatlaðs fólks verði fyrir ofbeldi og sumir ítrekað. „Það var ekkert sem kom á óvart og ég hugsa að enginn sem hefur fylgst með umræðum um stöðu fatlaðs fólks ætti að vera hissa yfir,” segir Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, verkefnastjóri upplýsinga- og kynningamála hjá Þroskahjálp, um skýrsluna. „Það er talað um að þrjár af hverjum fjórum fötluðum konum geti gert ráð fyrir því að verða fyrir ofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni. Ofbeldi gagnvart fötluðum konum er mjög margslungið, þetta er í nánum samböndum, þetta er þegar fólk er að þiggja aðstoð. Þetta er afneitun á sjálfsákvörðunarrétti fólks,” segir hún og bætir við að þeir sem beiti ofbeldinu séu oftast þeir sem standi konunum nærri. Dæmi séu um að hjálpartæki séu tekin af konunum þannig að þær geti enga björg sér veitt. „Það er notað sem hótun, refsing. Þeir færa hjálpartækin þannig að þú náir ekki í þau, þannig að þú geti ekki farið. Þetta er þekkt í ofbeldissamböndum og tækin tekin svo konurnar verði ósjálfbjarga og háðar ofbeldismanninum.” „Það tekur því ekki að segja frá þessu” Þá sé konunum oft ekki trúað. „Fötluðu fólki er ekki trúað. Málin fara inn í réttarkerfið og látin niður falla því þau þykja ekki trúverðug,” segir Inga Björk. Það kom einnig fram í skýrslu ríkislögreglustjóra að fatlað fólk njóti ekki sömu réttinda innan réttarvörslukerfisins, og að aðeins lítill hluti ofbeldismála rati þangað. „Fólk hugsar, það tekur því ekki að segja frá þessu. Ég ætla ekki að segja frá þessu vegnaa þess að það mun enginn trúa mér. Það verður til þess að þessi mál hætta að rata inn í kerfið,” segir hún. „Það er svo sárt að stíga fram og segja frá, svo er þér ekki trúað og málið er látið niður falla – alveg sama hversu sterk rök og sterkar sannanir eru fyrir hendi.” Inga Björk segir að nú verði að grípa til aðgerða. Staðan hafi verið grafalvarleg í áratugi en fagnar því að komin sé út skýrsla sem varpi frekara ljósi á aðstæður fatlaðs fólks. Þá skorti úrræði fyrir fólk sem þarf á aðstoðinni að halda.
Heimilisofbeldi Félagsmál Lögreglumál Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira