Innlent

Litli drengurinn látinn eftir slysið í Skötu­firði

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Kerti123

Drengur sem lenti í umferðarslysi ásamt foreldrum sínum í Skötufirði í Ísafjarðardjúpi á laugardag er látinn.

Drengurinn var á öðru ári og hét Mikolaj Majewski. Móðir hans, Kamila Majewska, lést á laugardagskvöld.

RÚV greinir frá þessu og vísar í tilkynningu frá pólska sendiráðinu á Íslandi.

W zwi zku z utrat kolejnego cz onka rodziny, w wypadku do którego dosz o 16 stycznia br. w Skötufjörður, rodzinie oraz...

Posted by Ambasada RP w Reykjaviku/Pólska Sendiráðið í Reykjavík on Tuesday, 19 January 2021

Mikolaj og fjölskylda voru búsett á Flateyri og voru að koma frá Póllandi skömmu áður en slysið varð á laugardag.

Vegfarendur komu að bíl fjölskyldunnar úti í sjó og náðu Kamilu og Mikolaj út úr bílnum. Klukkutíma eftir útkallið komu viðbragðsaðilar á vettvang. Björgunarbátar mættu frá Bolungarvík og Ísafirði og tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar, sem fluttu fjölskylduna á sjúkrahús í Reykjavík.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×