Erfiðast að sjá fólk hrapa Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. janúar 2021 19:01 Fjallgöngumaðurinn John Snorri Sigurjónsson stefnir á að standa á toppnum á K2 áður en mánuðurinn er á enda. Hópurinn býr sig nú undir aftakaveður sem spáð er á morgun og bíður átekta á meðan það gengur yfir. Tveir hafa týnt lífi á fjallinu undanfarna daga. John Snorri og samferðamenn hans eru nú staddir í grunnbúðunum á K2, þar sem þeir hyggjast freista þess að vera með fyrstu mönnum til að standa á toppi fjallsins að vetri til. Aftakaveðri er hins vegar spáð. „Við erum að undirbúa svona versta veðrið sem að við höfum upplifað örugglega hérna. Það verða 130km/klst hér í grunnbúðunum,“ segir John Snorri í samtali við fréttastofu. Hópurinn frestaði för sinni lengra upp fjallið um helgina þegar Bandaríkjamaðurinn Alex Goldfarb týndist. Hann fannst látinn í gær. „Hann var einn. Hann er á mjög erfiðum stað. Það er mjög erfitt að nálgast hann. Hann hefur greinilega hrapað á leiðinni upp á toppinn eða lent í snjóflóði og hann er undir snjóhengju í sextíu gráðu halla,“ segir John Snorri og bætir við að ólíklegt sé að hægt verði að nálgast hann. „Var rétt á eftir mér“ Annar maður, Spánverjinn Sergi Mingote, lést í fjallinu um helgina. „Hann var rétt á eftir mér. Hann var að fara svolítið hratt niður og eitthvað runnið til og ekki húkkaður í línuna og hann hrapaði 600 metra niður,“ segir John Snorri og bætir við að það sé alltaf erfitt að heyra af slysförum. Því miður séu þau þó oft óhjákvæmileg í þessum aðstæðum. „Ég held það sé í öllum fjórum 8.000 metra fjöllunum sem ég hef klifrað, þá hafa alltaf einhverjir látist. Sumir eru meira að segja notaðir sem kennileiti. Það versta í þessu er kannski þegar maður er í fjallinu og maður sér fólk hrapa. Það tekur á.“ Partur af fjöllunum Sjálfur segist John upplifa sig sem part af fjöllunum og ætlar að halda áfram á meðan hann hefur stuðning fjölskyldu sinnar. Hann bindur vonir við að geta staðið á toppnum fyrir lok mánaðar. „Það gæti mögulega verið 26. eða 27. janúar en veðrið breytist ofsalega hratt hérna og síðast þegar við vorum uppi í fjallinu þá breyttist veðrið það mikið að við urðum bara, við töldum okkur ekki getafarið á toppinn. Það var of mikil áhætta. Enda þeir sem komust á toppinn frusu í andliti og frusu á tánum.“ Hægt er að fylgjast með ferðalaginu á Facebook-síðu Johns Snorra. Fjallamennska Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Vonsvikinn og ósáttur eftir fréttir gærdagsins en stefnir enn á toppinn Íslenski fjallagarpurinn John Snorri var á leið niður úr búðum tvö í fjallshlíðum K2 þegar hann frétti að hópur nepalskra fjallagarpa hefði náð toppi fjallsins, fyrstir manna að vetrarlagi. Hann segir fregnirnar vonbrigði, einkum í ljósi þess að hóparnir hafi talað um að fara upp í samfloti. 17. janúar 2021 15:51 John Snorri minnist fjallagarpsins sem fórst á K2 „Kæri vinur, þú skilur eftir þig mikil afrek í heimi fjallamennskunnar. Þín verður minnst fyrir anda þinn og afrek,“ skrifar íslenski fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson á Facebook-síðu sinni til minningar um spænska fjallgöngumanninn Sergi Mingote sem lést um helgina á fjallinu K2. 16. janúar 2021 23:25 Varð á undan John Snorra á toppinn Nepalski fjallgöngumaðurinn Mingma Gyalje kveðst í dag hafa náð tindi K2, næsthæsta fjalls í heimi. Hann og íslenski fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson ætlaði sér að verða fyrstur, en Gyalje virðist hafa orðið fyrri til. 16. janúar 2021 13:12 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Göngumaður í sjálfheldu nálægt Nesdal Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Sjá meira
John Snorri og samferðamenn hans eru nú staddir í grunnbúðunum á K2, þar sem þeir hyggjast freista þess að vera með fyrstu mönnum til að standa á toppi fjallsins að vetri til. Aftakaveðri er hins vegar spáð. „Við erum að undirbúa svona versta veðrið sem að við höfum upplifað örugglega hérna. Það verða 130km/klst hér í grunnbúðunum,“ segir John Snorri í samtali við fréttastofu. Hópurinn frestaði för sinni lengra upp fjallið um helgina þegar Bandaríkjamaðurinn Alex Goldfarb týndist. Hann fannst látinn í gær. „Hann var einn. Hann er á mjög erfiðum stað. Það er mjög erfitt að nálgast hann. Hann hefur greinilega hrapað á leiðinni upp á toppinn eða lent í snjóflóði og hann er undir snjóhengju í sextíu gráðu halla,“ segir John Snorri og bætir við að ólíklegt sé að hægt verði að nálgast hann. „Var rétt á eftir mér“ Annar maður, Spánverjinn Sergi Mingote, lést í fjallinu um helgina. „Hann var rétt á eftir mér. Hann var að fara svolítið hratt niður og eitthvað runnið til og ekki húkkaður í línuna og hann hrapaði 600 metra niður,“ segir John Snorri og bætir við að það sé alltaf erfitt að heyra af slysförum. Því miður séu þau þó oft óhjákvæmileg í þessum aðstæðum. „Ég held það sé í öllum fjórum 8.000 metra fjöllunum sem ég hef klifrað, þá hafa alltaf einhverjir látist. Sumir eru meira að segja notaðir sem kennileiti. Það versta í þessu er kannski þegar maður er í fjallinu og maður sér fólk hrapa. Það tekur á.“ Partur af fjöllunum Sjálfur segist John upplifa sig sem part af fjöllunum og ætlar að halda áfram á meðan hann hefur stuðning fjölskyldu sinnar. Hann bindur vonir við að geta staðið á toppnum fyrir lok mánaðar. „Það gæti mögulega verið 26. eða 27. janúar en veðrið breytist ofsalega hratt hérna og síðast þegar við vorum uppi í fjallinu þá breyttist veðrið það mikið að við urðum bara, við töldum okkur ekki getafarið á toppinn. Það var of mikil áhætta. Enda þeir sem komust á toppinn frusu í andliti og frusu á tánum.“ Hægt er að fylgjast með ferðalaginu á Facebook-síðu Johns Snorra.
Fjallamennska Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Vonsvikinn og ósáttur eftir fréttir gærdagsins en stefnir enn á toppinn Íslenski fjallagarpurinn John Snorri var á leið niður úr búðum tvö í fjallshlíðum K2 þegar hann frétti að hópur nepalskra fjallagarpa hefði náð toppi fjallsins, fyrstir manna að vetrarlagi. Hann segir fregnirnar vonbrigði, einkum í ljósi þess að hóparnir hafi talað um að fara upp í samfloti. 17. janúar 2021 15:51 John Snorri minnist fjallagarpsins sem fórst á K2 „Kæri vinur, þú skilur eftir þig mikil afrek í heimi fjallamennskunnar. Þín verður minnst fyrir anda þinn og afrek,“ skrifar íslenski fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson á Facebook-síðu sinni til minningar um spænska fjallgöngumanninn Sergi Mingote sem lést um helgina á fjallinu K2. 16. janúar 2021 23:25 Varð á undan John Snorra á toppinn Nepalski fjallgöngumaðurinn Mingma Gyalje kveðst í dag hafa náð tindi K2, næsthæsta fjalls í heimi. Hann og íslenski fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson ætlaði sér að verða fyrstur, en Gyalje virðist hafa orðið fyrri til. 16. janúar 2021 13:12 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Göngumaður í sjálfheldu nálægt Nesdal Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Sjá meira
Vonsvikinn og ósáttur eftir fréttir gærdagsins en stefnir enn á toppinn Íslenski fjallagarpurinn John Snorri var á leið niður úr búðum tvö í fjallshlíðum K2 þegar hann frétti að hópur nepalskra fjallagarpa hefði náð toppi fjallsins, fyrstir manna að vetrarlagi. Hann segir fregnirnar vonbrigði, einkum í ljósi þess að hóparnir hafi talað um að fara upp í samfloti. 17. janúar 2021 15:51
John Snorri minnist fjallagarpsins sem fórst á K2 „Kæri vinur, þú skilur eftir þig mikil afrek í heimi fjallamennskunnar. Þín verður minnst fyrir anda þinn og afrek,“ skrifar íslenski fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson á Facebook-síðu sinni til minningar um spænska fjallgöngumanninn Sergi Mingote sem lést um helgina á fjallinu K2. 16. janúar 2021 23:25
Varð á undan John Snorra á toppinn Nepalski fjallgöngumaðurinn Mingma Gyalje kveðst í dag hafa náð tindi K2, næsthæsta fjalls í heimi. Hann og íslenski fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson ætlaði sér að verða fyrstur, en Gyalje virðist hafa orðið fyrri til. 16. janúar 2021 13:12