Fótbolti

Tveir þaul­reyndir af­greiddu Frei­burg

Anton Ingi Leifsson skrifar
Reiður Muller fagnar sigurmarkinu. Leroy Sane lagði það upp.
Reiður Muller fagnar sigurmarkinu. Leroy Sane lagði það upp. Sven Hoppe/Getty

Bayern Munchen er með fjögurra stiga forskot á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar eftir 2-1 sigur á Freiburg en Leipzig, sem er í öðru sætinu, missteig sig í gær.

Einungis sjö mínútur voru liðnar er Thomas Muller lagði upp fyrsta markið fyrir markamaskínuna Robert Lewandowski. Hálfleikstölur 1-0.

Eftir rúman stundarfjórðung í síðari hálfleik jafnaði Nils Petersen metin en Thomas Muller skoraði svo sigurmarkið stundarfjórðungi fyrir leikslok.

Bayern er á toppi deildarinnar með 36 stig en Freiburg er í áttunda sætinu með 23 stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.