Fótbolti

Jón Guðni búinn að semja í Svíþjóð

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Jón Guðni

Íslenski knattspyrnumaðurinn Jón Guðni Fjóluson hefur samið við sænska úrvalsdeildarliðið Hammarby.

Jón Guðni er uppalinn hjá Fram hér á landi en hann lék síðast með norska úrvalsdeildarliðinu Brann. Jón hefur einnig leikið í Rússlandi og Belgíu en hann er á leiðinni í sænska boltann í annað sinn á ferlinum þar sem hann lék með Sundsvall um skeið.

Jón er 31 árs gamall en hann gerir þriggja ára samning við Hammarby. 

Hann á sautján landsleiki að baki fyrir A-landslið Íslands.

Hammarby hafnaði í áttunda sæti sænsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð þar sem íslenski Bandaríkjamaðurinn Aron Jóhannsson fór mikinn í sóknarleik liðsins en hann hefur nú yfirgefið félagið.

Fleiri Íslendingar hafa leikið með Hammarby á undanförnum árum. Leikmenn á borð við Birki Má Sævarsson og Viðar Örn Kjartansson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×