Fótbolti

Alfreð byrjaði í tapi - Toppliðin töpuðu stigum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Alfreð í leiknum í dag.
Alfreð í leiknum í dag. vísir/Getty

Íslenski landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason var í byrjunarliði Augsburg þegar liðið heimsótti Werder Bremen í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Alfreð spilaði fyrstu 58 mínúturnar í leiknum þangað til honum var skipt af velli. Þá var enn markalaust en eftir að Alfreð fór útaf tókst Werder Bremen að tryggja sér sigur með mörkum Theodor Gebre Selassie á 84.mínútu og Felix Agu á 87.mínútu.

RB Leipzig mistókst að endurheimta toppsætið þegar liðið heimsótti Wolfsburg en leiknum lauk með 2-2 jafntefli. Á sama tíma gerði Borussia Dortmund 1-1 jafntefli við Mainz.

Góður dagur fyrir topplið Bayern Munchen sem hefur eins stigs forystu á toppi deildarinnar og á einn leik til góða en Bæjarar fá Freiburg í heimsókn á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×