Innlent

Nýr vara­full­trúi Guter­res á skrifstofu Sam­einuðu þjóðanna í Írak

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. 
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.  Vísir/Vilhelm

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur verið skipuð sérstakur varafulltrúi António Guterres, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu Þjóðanna, í Írak í Aðstoðarsendisveit samtakanna í Írak (UNAMI).

Ingibjörg Sólrún mun fara fyrir pólitískri deild sveitarinnar og mun jafnframt hafa kosningastarf á sinni könnu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá António Guterres

Ingibjörg mun taka við starfinu af Alice Walpole frá Bretlandi. Ingibjörg er fyrrverandi borgarstjóri, utanríkisráðherra og alþingismaður.

Hún starfaði hjá UN Women í Kabúl og stýrði svæðisskrifstofu sömu stofnunar í Istanbúl. Nú síðast var hún yfirmaður lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×