RAX Augnablik: „Við ætluðum aðeins nær en þá kemur elding í vélina“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. janúar 2021 07:01 Ragnar Axelsson segir að það sé mikilvægt að „panikka“ ekki í aðstæðum eins og hann lenti í fyrir ofan gosið í Grímsvötnum árið 2011. Þannig nái hann að halda skýrri hugsun. RAX „Eldgos eru dálítið sérstök á Íslandi. Ég er búin að fara í öll eldgos á Íslandi í fjörutíu ár,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson. Það verður að teljast skiljanlegt enda náttúruhamfarir oft mikið sjónarspil. „Mér finnst það alltaf svolítið spennandi. Maður þarf að fara varlega því þetta getur verið hættulegt en það þarf að skrásetja þetta.“ RAX kemur sér oft í hættulegar aðstæður þegar hann reynir að ná ákveðnum myndum eða sjónarhornum og eldgosið í Grímsvötnum árið 2011 er gott dæmi um það. Hann flýgur á staðinn með Arnari Jónssyni vini sínum, en þeir voru saman í flugklúbb. „Við ákváðum að reyna að fljúga eins langt og við þorum. Mér hefur oft langað til að fara á einhvern stað til að mynda eldingar en ég held að sextíu prósent af þeim sem drepast í eldingum séu ljósmyndarar að taka mynd á þrífæti því eldingin fer alltaf í hæsta punkt.“ Ljósmyndarinn vildi ná eldingu inn á mynd og átti það eftir að reynast hættulegt verkefni. Hægt er að heyra söguna í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. RAX Augnablik eru örþættir og Á eldingaveiðum er tæpar fjórar mínútur að lengd. Klippa: RAX Augnablik - Á eldingaveiðum Vildi sýna hvernig fólkinu leið RAX náði líka einstökum ljósmyndum á jörðu niðri í kringum eldgosið í Grímsvötnum árið 2011, sem sýndu ástandið á svæðinu vel. Hann sagði söguna á bak við myndirnar sem hann tók þar í öðrum þætti af RAX Augnablik. „Það verður bara allt svart,“ segir RAX um tilfinninguna að keyra undir gosmökkinn. Fylgdist hann meðal annars með tveimur bændum kljást við afleiðingarnar af gosinu. „Ég fer með honum út á tún að tína upp dáin lömb,“ segir RAX um eina af myndunum sem hann tók þennan dag. „Augnablikið var í augunum á honum, sorgin, yfir því að missa lömbin, það var þetta augnablik sem ég vildi ná, að sýna hvernig fólki leið.“ Hægt er að horfa á þáttinn Undir gosmekkinum í spilaranum hér fyrir neðan. Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2 Maraþon. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi. Ljósmyndun Vatnajökulsþjóðgarður Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir RAX Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Lífið samstarf Fleiri fréttir Draumurinn að passa sæta hunda í Stokkhólmi Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Sjá meira
„Mér finnst það alltaf svolítið spennandi. Maður þarf að fara varlega því þetta getur verið hættulegt en það þarf að skrásetja þetta.“ RAX kemur sér oft í hættulegar aðstæður þegar hann reynir að ná ákveðnum myndum eða sjónarhornum og eldgosið í Grímsvötnum árið 2011 er gott dæmi um það. Hann flýgur á staðinn með Arnari Jónssyni vini sínum, en þeir voru saman í flugklúbb. „Við ákváðum að reyna að fljúga eins langt og við þorum. Mér hefur oft langað til að fara á einhvern stað til að mynda eldingar en ég held að sextíu prósent af þeim sem drepast í eldingum séu ljósmyndarar að taka mynd á þrífæti því eldingin fer alltaf í hæsta punkt.“ Ljósmyndarinn vildi ná eldingu inn á mynd og átti það eftir að reynast hættulegt verkefni. Hægt er að heyra söguna í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. RAX Augnablik eru örþættir og Á eldingaveiðum er tæpar fjórar mínútur að lengd. Klippa: RAX Augnablik - Á eldingaveiðum Vildi sýna hvernig fólkinu leið RAX náði líka einstökum ljósmyndum á jörðu niðri í kringum eldgosið í Grímsvötnum árið 2011, sem sýndu ástandið á svæðinu vel. Hann sagði söguna á bak við myndirnar sem hann tók þar í öðrum þætti af RAX Augnablik. „Það verður bara allt svart,“ segir RAX um tilfinninguna að keyra undir gosmökkinn. Fylgdist hann meðal annars með tveimur bændum kljást við afleiðingarnar af gosinu. „Ég fer með honum út á tún að tína upp dáin lömb,“ segir RAX um eina af myndunum sem hann tók þennan dag. „Augnablikið var í augunum á honum, sorgin, yfir því að missa lömbin, það var þetta augnablik sem ég vildi ná, að sýna hvernig fólki leið.“ Hægt er að horfa á þáttinn Undir gosmekkinum í spilaranum hér fyrir neðan. Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2 Maraþon. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi.
Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2 Maraþon. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi.
Ljósmyndun Vatnajökulsþjóðgarður Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir RAX Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Lífið samstarf Fleiri fréttir Draumurinn að passa sæta hunda í Stokkhólmi Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Sjá meira