Innlent

Vara við mjög lúmskri hálku víða á höfuð­borgar­svæðinu

Atli Ísleifsson skrifar
Fólk er hvatt til að fara varlega í umferðinni.
Fólk er hvatt til að fara varlega í umferðinni. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur varað við „mjög lúmskri hálku“ víða á höfuðborgarsvæðinu. Er fólk hvatt til að fara varlega í umferðinni.

Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að vetrarfærð sé í flestum landshlutum og flughálka á nokkrum stöðum á Vestfjörðum, Suðurlandi og á Suðausturlandi.

Sömuleiðis sé flughált á Mosfellsheiði og á Þingvallavegi.

Við ítrekum skilaboðin frá því í gærmorgun enda full ástæða til: Farið varlega í umferðinni. Það er MJÖG lúmsk hálka víða á höfuðborgarsvæðinu.

Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Thursday, 14 January 2021


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.