Sex voru fluttir slasaðir á slysadeild eftir árásina í Borgarholtsskóla í gær.Vísir/vilhelm
Einn piltur var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald, eða til 21. janúar, vegna árásarinnar í Borgarholtsskóla í gær. Dómari féllst ekki á kröfu um gæsluvarðhald yfir tveimur öðrum piltum vegna árásarinnar og þeir látnir lausir.
Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu nú á fjórða tímanum. Þar segir að fallist hafi verið á gæsluvarðhald yfir piltinum á grundvelli rannsóknarhagsmuna.
Þá kemur fram að rannsókn málsins miði vel en ekki sé unnt að veita frekari upplýsingar um gang hennar að svo stöddu.
Piltarnir þrír voru handteknir eftir árásina í gær, sem gerð var um hádegisbil. Eins þeirra var leitað í allan gærdag en hann gaf sig sjálfur fram við lögreglu seint í gærkvöldi, samkvæmt heimildum fréttastofu.
Sex voru fluttir slasaðir á slysadeild eftir árásina, enginn þó alvarlega særður. Ársæll Guðmundsson skólameistari Borgarholtsskóla sagði í gær að árásarmenn hafi verið vopnaðir hafnaboltakylfu og hnífum. Um hádegisbil í dag hafði engum verið vikið úr skólanum vegna málsins en yfirferð á myndavélakerfi skólans stóð yfir.
Árásin vakti mikla athygli í gær; mikill viðbúnaður lögreglu, sérsveitar og sjúkraflutningamanna var á staðnum og þá gengu myndbönd af árásinni manna á milli á samfélagsmiðlum.
Hér fyrir neðan má sjá kvöldfrétt Stöðvar 2 um málið síðan í gær.
Til átaka kom milli ungra karlmanna við verslunarkjarnann Hólagarð í Breiðholti á fimmta tímanum í dag. Stór rúða á útibúi flatbökukeðjunnar Pizzunnar brotnaði í átökunum. Þá mátti heyra ung börn öskra og gráta í bakgrunni þar sem þau fylgdust með átökunum.
Nemendum og starfsfólki Borgarholtsskóla var mjög brugðið eftir hnífaárás í dag.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.