Barcelona gat fengið Cristiano Ronaldo á sínum tíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. janúar 2021 08:31 Cristiano Ronaldo og Lionel Messi hafa mæst oft á knattspyrnuvellinum og barist um flest einstaklingsverðlaun fótboltans mörgum sinnum. Þeir hefðu getað orðið liðsfélagar á táningsaldri. Getty/Nicolò Campo Cristiano Ronaldo og Lionel Messi hefðu getað spilað saman hjá Barcelona ef marka má orð fyrrum forseta Barcelona. Joan Laporta, fyrrum forseti Barcelona, hefur nú sagt frá því að Barcelona hafi verið boðið Cristiano Ronaldo áður en Ronaldo fór til Manchester United. Við erum að tala um sumarið 2003 og Cristiano Ronaldo er átján ára leikmaður Sporting. Barca hefði fengið strákinn á tilboðsverði og á betri verði en Manchester United. Barcelona hafnaði þessu boði þar sem liðið var sama sumar að kaupa Ronaldinho frá PSG en Brasilíumaðurinn var síðan tivsvar kosinn bestur í heimi sem leikmaður Barcelona. Manchester United vildi líka fá Ronaldinho en í staðinn fór Cristiano Ronaldo þangað. United menn kvarta eflaust ekki yfir þeirri þróun mála. Joan Laporta has revealed that the club were offered Cristiano Ronaldo before he signed for Manchester United - but rejected the player because of Ronaldinho.https://t.co/L2xOwXeZQ4— SPORTbible (@sportbible) January 14, 2021 „Við vorum að ganga frá kaupunum á Ronaldinho og Rafa Marquez,“ sagði Joan Laporta í viðtali sem Marca sagði frá. „Fólkið hans Marquez mælti með því að við keyptum líka Cristiano Ronaldo. Hann var hjá Sporting Clube á þessum tíma,“ sagði Laporta. „Einn af umboðsmönnum hans sagði okkur að þeir væru með leikmann sem þeir ætluðu að selja Manchester United fyrir nítján milljónir evra en að þeir væru til í að selja okkur hann fyrir sautján milljónir evra,“ sagði Laporta. „Við höfðum þegar fjárfest í Ronaldinho á þessum tíma og Cristiano Ronaldo spilaði meira út á kanti en fyrir miðju á þessum tíma,“ sagði Joan Laporta. How great would have Ronaldo and Messi have been in the same team? https://t.co/QQJI5PJ2VP— talkSPORT (@talkSPORT) January 14, 2021 Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hefðu því getað spilað saman hjá Barcelona og að auki hefði Ronaldinho verið með þeim. Eftiráhyggja þá hefði þetta verið ein svakalegast framlína sögunnar en á þessum tíma þá var Ronaldo bara táningur og Messi ekki kominn inn í aðallið Börsunga. Ronaldinho hjálpaði Barcelona að vinna Meistaradeildina árið 2006 og vann Ballon d'Or, Ronaldo gerði það sama hjá Manchester United árið 2008. Árið 2009 keypti Real Madrid síðan Cristiano Ronaldo frá United og gerði hann að dýrasta knattspyrnumanni heims. Lionel Messi tók síðan við krúnunni af Ronaldinho og hefur átt ótrúlega sigursælan og glæsilegan feril hjá Barcelona. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Sjá meira
Joan Laporta, fyrrum forseti Barcelona, hefur nú sagt frá því að Barcelona hafi verið boðið Cristiano Ronaldo áður en Ronaldo fór til Manchester United. Við erum að tala um sumarið 2003 og Cristiano Ronaldo er átján ára leikmaður Sporting. Barca hefði fengið strákinn á tilboðsverði og á betri verði en Manchester United. Barcelona hafnaði þessu boði þar sem liðið var sama sumar að kaupa Ronaldinho frá PSG en Brasilíumaðurinn var síðan tivsvar kosinn bestur í heimi sem leikmaður Barcelona. Manchester United vildi líka fá Ronaldinho en í staðinn fór Cristiano Ronaldo þangað. United menn kvarta eflaust ekki yfir þeirri þróun mála. Joan Laporta has revealed that the club were offered Cristiano Ronaldo before he signed for Manchester United - but rejected the player because of Ronaldinho.https://t.co/L2xOwXeZQ4— SPORTbible (@sportbible) January 14, 2021 „Við vorum að ganga frá kaupunum á Ronaldinho og Rafa Marquez,“ sagði Joan Laporta í viðtali sem Marca sagði frá. „Fólkið hans Marquez mælti með því að við keyptum líka Cristiano Ronaldo. Hann var hjá Sporting Clube á þessum tíma,“ sagði Laporta. „Einn af umboðsmönnum hans sagði okkur að þeir væru með leikmann sem þeir ætluðu að selja Manchester United fyrir nítján milljónir evra en að þeir væru til í að selja okkur hann fyrir sautján milljónir evra,“ sagði Laporta. „Við höfðum þegar fjárfest í Ronaldinho á þessum tíma og Cristiano Ronaldo spilaði meira út á kanti en fyrir miðju á þessum tíma,“ sagði Joan Laporta. How great would have Ronaldo and Messi have been in the same team? https://t.co/QQJI5PJ2VP— talkSPORT (@talkSPORT) January 14, 2021 Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hefðu því getað spilað saman hjá Barcelona og að auki hefði Ronaldinho verið með þeim. Eftiráhyggja þá hefði þetta verið ein svakalegast framlína sögunnar en á þessum tíma þá var Ronaldo bara táningur og Messi ekki kominn inn í aðallið Börsunga. Ronaldinho hjálpaði Barcelona að vinna Meistaradeildina árið 2006 og vann Ballon d'Or, Ronaldo gerði það sama hjá Manchester United árið 2008. Árið 2009 keypti Real Madrid síðan Cristiano Ronaldo frá United og gerði hann að dýrasta knattspyrnumanni heims. Lionel Messi tók síðan við krúnunni af Ronaldinho og hefur átt ótrúlega sigursælan og glæsilegan feril hjá Barcelona.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Sjá meira