Lífið

Rihanna, rautt latex og blúndur í nýrri nærfatalínu

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Mynd - Instagram Rihanna

Sönkonan Rihanna er heldur betur byrjuð að hita upp fyrir Valentínusardaginn með nýrri nærfatalínu fyrir merkið Savage X Fenty. Línan er tileinkuð Valentínusardeginum og sendi söngkonan sterk skilaboð með línunni sem kemur út á á morgun 14. janúar. 

Skilaboðin eru sjálfsást, sjálfsöryggi, frelsi og leikgleði. 

„Gerðu það sem þú elskar mest að gera.“ 

 „Láttu þetta snúast um þig og ástin þín nýtur góðs af. Ef það lætur þér líða vel og lætur þér líða sexí, skaltu gera það.“

Línan rauð, djörf og skemmtileg þar sem latexhanskar og sokkabönd, eru stílisseruð með blúndunærfötum með hjartalaga smáatriðum sem draga fram skemmtilegar andstæður. Sætt en á sama tíma ögrandi. Línan er sögð vera hönnuð og framleidd fyrir allar stærðir og gerðir líkama og kemur hún í stærðum frá 32A til 42DD og frá XS til 3X. 

Mynd - Instagram Rihanna

Nærfötin verða fáanleg á síðu Savage X Fenty og telst verðið í á nærfötunum mjög sanngjarnt en verðbilið á flíkunum verður frá tæplega tvöþúsund til tíuþúsund krónum. 

Rihanna með kærasta sínum, rapparanum og söngvaranum ASAP Rocky. Getty

Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.